LIVE Fimmtudagur, 19. Janúar 2017

Úrtaka fyrir KS-Deildina 2017 
Samtal hestamanna 
Tveir nýjir í liði Heimahaga 
Ár reiðmennskunnar 2017 
18.01.2017 - 13:25

Lið Gangmyllunnar í Meistaradeild 2017

 Fimmta liðið sem við kynnum til leiks er lið Gangmyllunnar. Gangmyllan var í fyrsta skipti með lið í Meistaradeildinni árið 2013. Liðstjóri er Bergur Jónsson en með honum eru Daníel Jónsson, Elin Holst, Freyja Amble Gísladóttir og Ævar Örn Guðjónsson.  
[...Meira]
16.01.2017 - 11:31

Lið Hrímnis/Export hesta í Meistaradeild 2017

Meðalaldur liðsmanna 27 ár

Fjórða liðið sem við kynnum til leiks í Meistaradeildinni er lið Hrímnis/Export hesta. Liðið er saman sett af ungum knöpum en meðalaldur liðsins er 27 ár. Hrímnir var fyrst með lið í deildinni árið 2010 en Export hestar bætust við árið 2012.
[...Meira]
12.01.2017 - 17:12

Úrtaka fyrir KS-Deildina 2017

 Úrtaka fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni verður haldin í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 25.janúar. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og hefst úrtakan kl 19:00.
[...Meira]
12.01.2017 - 09:40

Þorrablót Fáks á laugardaginn

Hið skemmtilega Þorrablót Fáks verður nk. laugardag í félagsheimili Fáks. Að venju verður farinn Þorrareiðtúrinn upp í Almannadal. Lagt af stað frá Reiðhöllinni kl. 14:00 og eru veitingar í áningu, m.a.guðaveigar Þorra (brennivínsstaup), kleinur og safi fyrir yngri. 
[...Meira]

Áhugavert

SALEHORSES 
Hrossaræktarbúið Akurgerði í Ölfusi 
Hrossaræktarbúið Auðsholtshjáleiga 
SALEHORSES.IS @ FACEBOOK 
Söluhross 

Suðurlandsdeildin

12.01.2017 - 07:17
 Ný deild í hestaíþróttum mun hefja göngu sína 31. janúar n.k. Suðurlandsdeildin Rangárhöllinni – Hellu. Deildin er samstarfsverkefni Rangárhallarinnar og Hestamannafélagsins Geysis. Deildin er liðakeppni þar sem keppa munu 10-12 lið. 
[...Meira]

Samtal hestamanna

Pistill eftir Magnús Lárusson

12.01.2017 - 07:05
 Málþing um stöðu og úrbætur á keppnismálum okkar hestamanna var haldið í annað sinn á tæpum tveim árum og nú í Fáksheimilinu 5.janúar síðastliðinn.  FT hafði frumkvæðið og sá um framkvæmdina á þessu samtali hestamanna um málefnið og hafi það þökk fyrir sinn þátt í þessu þarfa verki
[...Meira]

Árni skiptir um lið í Meistaradeildinni

Lið Top Reiter

10.01.2017 - 10:06
 Þriðja liðið sem við kynnum til leiks er lið Top Reiters. Liðið hefur verið sigursælt í Meistaradeildinni en það sigraði liðakeppnina árin 2012, 2013 og 2014 og var einnig kosið skemmtilegasta liðið öll árin.
[...Meira]

Fjandskapur bæjaryfirvalda gagnvart hestamönnum á Fáskrúðsfirði

6.01.2017 - 12:19
 Fjandskapur bæjaryfirvalda gagnvart hestamönnum hér á Fáskrúðsfirði hefur komið fram með ýmsum hætti á undanförnum árum. 
[...Meira]

„Það er hálf óraunhæft að einhverjum detti þetta í hug,“

Brúsi undan sleipiefni fannst svo í hesthúsinu

5.01.2017 - 07:47
  „Það er hálf óraunhæft að einhverjum detti þetta í hug,“ segir Silja Unnarsdóttir, einn eigenda hryssanna tveggja sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun á milli jóla og nýárs. 
[...Meira]

Grunur um að hross hafi verið misnotuð kynferðislega

4.01.2017 - 15:15
 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta kynferðislega misnotkun á hrossum í hesthúsi á höfuðborgarsvæðinu um jólin. Samkvæmt tilkynningu frá MAST gáfu ummerki á staðnum tilefni til að rannsaka hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum dýravelferðarlaga um samræði eða önnur kynferðismök við dýr.
[...Meira]
Eldri fréttir...