LIVE Miðvikudagur, 11. Desember 2019
15.11.2019 - 14:22
Forsala aðgöngumiða á LM2020
Nú er hægt að kaupa vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og um leið styrkt það hestamannafélag sem þú ert skráður í.
[...Meira]
15.11.2019 - 14:20
LH fært upp um flokk hjá Afrekssjóði ÍSÍ
Á fundi Afrekssjóðs ÍSÍ þann 29. október sl. var samþykkt að færa Landssamband hestamannafélaga úr flokki C í flokk B og hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ staðfest þá ákvörðun. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2020.
[...Meira]
10.11.2019 - 18:42
Tveir nýir knapar í liði Auðsholtshjáleigu/Horse export/Strandarhöfði
Áttunda og síðasta liðið sem við kynnum til leiks er lið Auðsholtshjáleigu/Horse export/Strandarhöfði. Lið Auðsholtshjáleigu / Horse export hefur verið með í deildinni frá árinu 2010 en í ár bætist við ræktunarbúið Strandarhöfuð.
[...Meira]
9.11.2019 - 15:54
Top Reiter liðið er óbreytt
Sjöunda liðið sem við kynnum til leiks er lið Top Reiters en knapar eru þeir sömu og í fyrra. Liðið hefur verið sigursælt í Meistaradeildinni en það sigraði liðakeppnina árin 2012, 2013, 2014 og 2017. Knapar eru Teitur Árnason, Árni Björn Pálsson, Eyrún Ýr Pálsdóttir, Konráð Valur Sveinsson og Matthías Leó Matthíasson.
[...Meira]
Áhugavert
Töluverðar breytingar á liði Hrímnis/Export hesta
7.11.2019 - 13:07Sjötta liðið sem við kynnum til leiks er lið Hrímnis/Export hesta. Hrímnir var fyrst með lið í deildinni árið 2010 en Export hestar bætust við árið 2012. Liðið sigraði liðakeppnina í fyrra, árið 2019. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á knöpum, Viðar Ingólfsson og Siguroddur Pétursson héldu áfram en ný inn koma þau Arnar Bjarki Sigurðsson, Flosi Ólafsson og Fredrica Fagerlund.
[...Meira]
Lið Líflands skiptir um nafn og knapa.
6.11.2019 - 15:30Fimmta liðið sem við kynnum til leiks er lið Eques / Kingsland. Liðið tók fyrst þátt í deildinni árið 2018, undir nafni Líflands, og sigruðu liðakeppnina sama ár. Nú í ár keppir það undir nafninu Eques / Kingsland en knaparnir eru nánast þeir sömu og í fyrra.
[...Meira]
Landsliðið á Bessastöðum
6.11.2019 - 08:56Landsliðsnefnd LH hélt sannkallaðan uppskerudag fyrir HM-landsliðið í hestaíþróttum laugardaginn 2. nóvember. Í rauðabítið var haldið í Bláa lónið þar sem liðsmenn létu fara vel um sig drjúga stund. Bláa lónið er einn af stærstu styrktaraðilum landsliðsins og er því vel við hæfi að fagna góðu gengi ársins á þessu magnaða stað.
[...Meira]
Jóhann R. Skúlason er knapi ársins
4.11.2019 - 12:31Fremstu afreksknapar og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð á Uppskeruhátíð hestamanna um liðna helgi.
[...Meira]
Lið Gangmyllunnar er óbreytt
29.10.2019 - 11:23Fjórða liðið sem við kynnum til leiks er lið Gangmyllunar en það tók fyrst þátt í Meistaradeildinni árið 2013. Liðstjóri er Bergur Jónsson en aðrir knapar eru þau Olil Amble, Elin Holst, Sigurður Sigurðarson og Ævar Örn Guðjónsson.
[...Meira]
Æska Suðurlands 2020
29.10.2019 - 08:34Nú annað árið í röð fer fram Æska Suðurlands sem er mótaröð og samvinnuverkefni hestamannafélaga á suðurlandi.
[...Meira]
Icelandic horses break through ice - UNCUT VERSION