LIVE Sunnudagur, 23. Apríl 2017

Hestadagar 29. apríl - 1. maí 
Æskan og hesturinn í Víðidal 29. apríl  
Bergur og Katla voru allra sterkust 
Stórsýning Fáks 2017 
22.04.2017 - 11:15

Stórsýning Fáks í kvöld

 Það verður margt um manninn í Reiðhöllinni Víðidal í kvöld þegar Stórsýning Fáks fer fram. Þetta er jafnframt 30 ára afmæli Reiðhallarinnar og Fákur verður 95 ára 24. apríl.
[...Meira]
21.04.2017 - 13:02

Uppfærðir ráslistar og dagskrá á Kvennatölti Spretts

 Kvennatölt Spretts hefst í Samskipahöllinni í fyrramálið kl. 9 með forkeppni í fjórða flokki, sem er ætlaður byrjendum í keppni. Forkeppnin rekur sig svo áfram og hefjast B-úrslit kl. 15:45.
[...Meira]
19.04.2017 - 22:52

Konsert frá Hofi og Súpertöltarar frá Hamarsey

 Konsert frá Hofi og Jakob S Sigurðsson mæta á Stórsýningu Fáks næstkomandi laugardagskvöld. Konsert setti heimsmet í flokki 4 vetra stóðhesta á Landsmótinu 2014 á Hellu er hann hlaut 8,72 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,48 fyrir sköpulag og hvorki meira né minna en 8,88 fyrir hæfileika. 
[...Meira]

Áhugavert

SALEHORSES 
Hrossaræktarbúið Akurgerði í Ölfusi 
Hrossaræktarbúið Auðsholtshjáleiga 
SALEHORSES.IS @ FACEBOOK 
Söluhross 

Kvennatölt Spretts 2017 - Dagskrá og ráslistar

19.04.2017 - 11:25
 Dagskrá og ráslistar fyrir Kvennatölt Spretts í Samskipahöllinni næsta laugardag, 22. apríl liggja nú fyrir og birtast hér. Skráningin er frábær að venju og ljóst að mótið verður spennandi. 
[...Meira]

Firmakeppni Fáks á sumardaginn fyrsta

18.04.2017 - 13:11
 Á sumardaginn fyrsta er næstum aldargömul hefð fyrir því að Firmakeppni Fáks fari fram og er hún að sjálfssögðu óbreytt og hefst mótið kl. 14:00 með pollaflokki. 
[...Meira]

Hestadagar 29. apríl - 1. maí

18.04.2017 - 09:44
 Hestadagar verða haldnir dagana 29. apríl - 1. maí næstkomandi með glæsilegri dagskrá um land allt:
[...Meira]

Opið íþróttamót Mána, Flügger og Íslandsbanka

18.04.2017 - 09:40
 Helgina 29.-30. apríl verður opið íþróttamót Hestamannafélagsins Mána, Flügger og Íslandsbanka haldið á Mánagrund í Reykjanesbæ. Boðið verður upp á flestar hefðbundnar greinar og flokka. Mótið hefur verið mjög vinsælt undanfarin ár enda Mánamenn rómaðir fyrir einstaklega góðar móttökur.
[...Meira]

Norðlenska Hestaveislan 2017

17.04.2017 - 18:47
 Helgin 21-22 apríl verður hlaðin hestatengdum viðburðum á Akureyri og í nærsveitum.  Á föstudag kl. 14:00 verður Hulda Gústafs með sýnikennslu, frítt inn. Á föstudagskvöldinu verður stórsýningin Fákar og fjör kl. 20:00 og kostar 3000 kr.
[...Meira]

Æskan og hesturinn í Víðidal 29. apríl

17.04.2017 - 17:59
 Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 29. apríl næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum. 
[...Meira]
Eldri fréttir...