Fyrsta þýska gæðinga meistaramótið

22.11.2011
Fyrsta þýska gæðinga meistaramótið er orðið að veruleika í Þýskalandi. Keppninn verður haldin á búgarði Walter Feldmann, Aegidienberg á næsta ári. Sagt er frá þessu í þýskum fjölmiðlum í dag.
[...Meira]

Heimsmeistarar á World Toelt 2012

16.11.2011
Fjórir nýkrýndir heimsmeistarar frá Heimsmeistaramótinu í Austurríki 2011 hafa tilkynnt komu sína á World Toelt 2012. Það eru knaparnir Anne Stine Haugen, Magnus Skúlason, Tina Kalmo Pedersen og að sjálfsögðu besti töltreiðmaður heims, Jóhann R. Skúlason.
 
[...Meira]

Íslenskir hestar á Times Square

7.11.2011
Ljósaskiltin og umferðarniðurinn á Times Square í New York eru ekki beinlínis náttúrulegt umhverfi íslenska hestsins, enda vöktu gæðingarnir Klerkur og Dagfari talsverða athygli þegar þeir spókuðu sig þar í morgun. Hestarnir komu fram í beinni útsendingu í sjónvarpsþættinum Good Morning America, fyrir framan 4,5 milljónir áhorfenda.
[...Meira]

HM í Berlín 2013 - kynningarfundir

Búist er við a.m.k. 20.000 gestum frá 19 þjóðlöndum

2.11.2011
Heimsmeistaramót íslenska hestsins árið 2013 verður haldið í fyrsta skipti í miðri stórborg. Mótið verður haldið á fallegum stað í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst. Búist er við a.m.k. 20.000 gestum frá 19 þjóðlöndum.
[...Meira]

Byggingadómar í Zachow

Alþjóðlega Skeiðmeistaramótið í Zachow

29.09.2011
Byggingadómar hófust í morgun á kynbótasýningu sem nú er haldin í Zachow í Þýskalandi. Útrásarvíkingurinn Þórður Þorgeirsson er farin að láta til sín taka á öllum sviðum í nýju landi, en hann aðstoðaði Stefan Schenzel við mælingu hrossana í morgun. Meðfylgjandi eru byggingadómar sýningarinnar.
[...Meira]
Útrásarvíkingurinn Þórður Þorgeirs, sýnir eitt hross!

Alþjóðlega Skeiðmeistaramótið í Zachow

Sýningarskrá kynbótahrossa

28.09.2011
Það er mikið um að vera á búgarði Gunter Weber, Zachow í Þýskalandi næstu daga. Ídag hófust byggingadómar á hinni árlegu kynbótasýningu sem þar er haldin og lýkur sýningunni þann 30. September á yfirlitssýingu.
[...Meira]