Suðurlandsdeildin 2020

2.10.2019
Undirbúningur er hafinn fyrir fjórða keppnisárið í Suðurlandsdeildinni! Frábær stemning hefur verið í deildinni síðustu ár og er sko enginn bilbugur á fólki. Nú er tækifæri til þess að setja saman lið og vera með á komandi keppnistímabili í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í Rangárhöllinni á Hellu! Þrjú sæti eru laus í deildinni.
[...Meira]

Herrakvöld Fáks 2019

1.10.2019
Forsala miða á Herrakvöld Fáks hófst í gær í Skalla Hraunbæ og stendur út vikuna. Tryggið ykkur miða í tíma.
[...Meira]

Keppnishestabú ársins - árangur

27.09.2019
Á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 2. nóvember n.k. á Hótel Sögu, verður að venju verðlaunað keppnishestabú ársins.
[...Meira]

Uppskeruhátíð hestamanna á Hótel Sögu

18.09.2019
Það styttist óðum í uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda. Hátíðin er að þessu sinni haldi á Hótel Sögu og býður Hótel Saga veislugestum sértilboð á gistingu í tengslum við hátíðina. Boðið verður upp á þriggja rétta hátíðarmatseðil ásamt hefðbundinni dagskrá uppskeruhátíðar.
[...Meira]

Herrakvöld Fáks 2019

16.09.2019
Hið margrómaða Herrakvöld Fáks verður haldið laugardaginn 5. október næstkomandi í Félagsheimilinu í Víðidal. Þetta mikla gleðikvöld verður með hefðbundnum hætti; villibráðarhlaðborð að hætti Silla kokks, happdrætti, góðir drykkir á barnum og góðir menn í salnum.
[...Meira]

Laufskálaréttir 2019

Laugardaginn 28. september

16.09.2019
Réttað er í Laufskálarétt í Hjaltadal síðustu helgina í september. Sú hefð hefur skapast að haldin er skemmtun í Reiðhöllinni Svaðastöðum (Sauðárkrókur) á föstudagskvöldinu. *upphitun*
[...Meira]

Sölusýning Í Rangáhöllinni

16.09.2019
Nokkur hrossaræktarbú í Rangárþingi hafa tekið sig saman og ætla standa fyrir sölusýningu í Rangárhöllinni á Hellu fimmtudaginn 19. september kl. 18.00. Frá hverju búi munu mæta nokkur söluhross, vel ættuð og vel tamin hross - allt frá góðum og efnilegum reiðhestum til efnilegra keppnishrossa.
[...Meira]

Vinir Skógarhóla – óskað eftir sjálfboðaliðum

6.09.2019
Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli og góð gistiaðstaða er fyrir fólk og hross á svæðin
[...Meira]

Leiðtogasnámskeið FEIF fyrir ungt fólk

5.09.2019
FEIF og LH auglýsa eftir þátttakendum á fjórða leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er haldið helgina 22-24. nóvember 2019 í Egmond-Binnen í Hollandi.
[...Meira]

Dagskrá og ráslistar fyrir Metamóts Spretts 2019

5.09.2019
Metskráning var í ár og munum við því byrja mótið um hádegi á föstudag. Sigurvegarar frà því í fyrra og 2017 í A-Flokki gæðinga, Nagli frá Flagbjarnarholti og Sigurbjörn Bárðarson eru skràðir til leiks svo spennandi
[...Meira]

Opið fyrir umsóknir í Meistaradeild Líflands og æskunnar

3.09.2019
Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin í fjórða sinn vorið 2020. Þeir knapar sem fæddir eru árið 2002 til 2007 hafa þátttökurétt í deildinni (elsti árgangur í barnaflokki og sá yngsti í ungmennaflokki árið 2020).
[...Meira]

Metamót Spretts 2019

29.08.2019
Nú styttist í eitt skemmtilegasta mót ársins, Metamót Spretts en mótið mun fara fram á Samskipavellinum og í Samskipahöllinni 6.-8.september. Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 2. september og fer skráning fram á skraning.sportfengur.com
[...Meira]

Meistaradeildin auglýsir eftir liðum

29.08.2019
Meistaradeild í hestaíþróttum er án efa einn stærsti viðburður ársins í hestaheiminum. Undirbúningur fyrir næsta tímabil er í fullum gangi en lið hafa til 31. ágúst til að skila af sér umsóknum.
[...Meira]

Áhugamannadeild Spretts 2020

23.08.2019
Undirbúningur er hafinn fyrir sjötta keppnisárið í Áhugamannadeild Spretts. Síðastliðin keppnisár hafa heppnast mjög vel og erum við Sprettarar gífurlega þakklát keppendum, áhorfendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem hafa komið að uppbyggingu deildarinnar. Equsana verður áfram aðal styrktaraðili deildarinnar þriðja árið í röð og þökkum við þeim kærlega fyrir.
[...Meira]

Gæðingaveisla Sörla 2019

19.08.2019
Gæðingaveisla Sörla 2019 verður haldin dagana 27. til 29. ágúst.  Dagskrá hefst seinnipart og fram á kvöld, en nákvæm tímasetning fer eftir skráningu.
[...Meira]

Stóðréttir í Víðidal

19.08.2019
Stóðréttir í Víðidal verða dagana 4. - 5. október. Á föstudegi er stóðsmölun og verður stóðinu hleypt í gegnum hliðið við Bergárbrú kl. 14:30. Áð verður að Kolugili og lagt þaðan af stað með stóðið kl. 17:30.
[...Meira]

Metamót Spretts 7. og 8.sept 2019

14.08.2019
Nú fer að líða að einu skemmtielgasta móti ársins, Metamóti Spretts. Mótið fer fram á Samskipavellinum og í Samskipahöllinni 7. og 8.september.
[...Meira]

Stórmót Hrings 2019

13.08.2019
Nú er komið að hinu árlega Stórmóti Hrings. Mótið verður haldið á Hringsholtsvelli helgina 23-25 ágúst n.k. og keppt verður í eftirfarandi greinum.
[...Meira]

Frábær árangur íslenska landsliðsins á HM

13.08.2019
Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk í gær í Berlín. Íslendingar hlutu sex gullverðlaun af níu í flokki fullorðinna, eitt gull í flokki ungmenna og fjögur af sex kynbótahrossum sem Íslendingar sendu á mótið urðu efst í sínum flokki.
[...Meira]
Þórður Þorgeirsson