1136 hross flutt út 2011

11.01.2012
Alls voru 1136 hross flutt út árið 2011, til 15 landa. Langflest fara hrossin til Þýskalands, eða 444, en útflutningur þangað hefur aukist töluvert eftir nokkuð langt samdráttarskeið þar. Næstflest, eða 151, fara til Svíþjóðar. Heildarfjöldi útfluttra hrossa árið 2010 var 1158.
[...Meira]

Hestadómarinn

tilvalið fyrir starfandi dómara til að dýpka þekkingu sína á hestinum

11.01.2012
Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH, í samstarfi við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, bjóða upp á námskeiðið Hestadómarinn.
[...Meira]

Ný reiðhöll mun senn rísa í Grindavík

11.01.2012
Undirbúningur fyrir nýja reiðhöll hjá Hestamannafélaginu Brimfaxa í Grindavík er nú í fullum gangi en hestamenn þar bíða spenntir eftir að framkvæmdir hefjist. Reiðhöllin verður staðsett í nýju hesthúsahverfi ofan Suðurstrandar við Kóngsholt þar sem að framtíðarsvæði Brimfaxamanna verður.
[...Meira]

Gamlir garpar sýndir á HM 2013

10.01.2012
Heimsleikar íslenska hestsins sem haldnir verða í Berlín á næsta ári geta orðið mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn. Hópreið í gegnum Brandenborgarhliðið í miðborg Berlínar gæti vakið heimsathygli.
[...Meira]

Stóðhestavefur Hófapressunnar

Einfalt skráningarkerfi

10.01.2012
Stóðhestavefur Hófapressunnar er að verða klár og nú geta stóðhestaeigendur skráð sína hesta sjálfir hér á vefnum. Skráningarkerfið er mjög einfalt og fara skráningar sjálfkrafa í gagnagrunn okkar. Verð fyrir skráningu árið 2012 er aðeins 5000 krónur, verð er án vsk.
[...Meira]

Meistaradeild 2012 - Lið Lýsis

10.01.2012
Fjórða liðið sem við kynnum til leiks er elsta liðið í deildinni en það er lið Lýsis. Liðið bar sigur úr býtum í liðakeppninni 2011. Tvær breytingar hafa orðið á liðinu frá því í fyrra en liðsstjórinn í ár er sá sami og undanfarin ár Sigurður Sigurðarson.
[...Meira]

Hellisheiði er lokuð vegna veðurs og ófærðar

10.01.2012
Ófærð og slæmt veður er um allt land. Vegfarendur hafa víða lent í vandræðum og þurft á aðstoð björgunarsveita að halda frá því seint í gærkvöld. Gert er ráð fyrir að veður verði áfram slæmt.
[...Meira]

Ekið á hross á Suðurlandsvegi

Varhugaverður vegkafli þar sem reglulega er ekið á hross í slæmum aðstæðum

9.01.2012
Á fimmtudagsmorgun var bifreið ekið inn í hóp hrossa á Suðurlandsvegi austan við Landvegamót. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ekið er á hross á þessum vegkafla.
[...Meira]

Hófapressan fjölsóttasti hestafréttamiðill landsins

9.01.2012
Vefur Hófapressunnar var opnaður formlega sem fréttamiðill þann 12. Nóvember 2011. Á þessum ríflega tveimur mánuðum hefur vefur Hófapressunnar sópað til sín notendum
[...Meira]

Meistaradeild 2012 - Lið Hrímnis

9.01.2012
Þriðja liðið sem við kynnum til leiks er Hrímnisliðið. Liðið hefur tekið töluverðum breytingum frá því í fyrra en Viðar Ingólfsson er áfram liðsstjóri en aðrir liðsmenn eru Artemisia Bertus, Daníel Ingi Smárason og John Kristinn Sigurjónsson.
[...Meira]

Kraftur kaplamjólkur

9.01.2012
„Kaplamjólkin er heilsubætandi og allra meina bót og við höfum gert þetta í þrjú ár,“ segir Hekla Hermundsdóttir hestafræðingur en hún og faðir hennar, Hermundur Jörgensson, hafa mjólkað hryssur í þrjú ár á bænum Ásmundarstöðum í Ásahreppi.
[...Meira]

Mánamenn leita að heyþjóf

“Við getum ekki liðið að menn steli heyi hér í hverfinu"

9.01.2012
Borið hefur á heyþjófnaði á rúllustæðinu hjá Hestamannafélaginu Mána í Keflavík. Á vefsíðu félagsins er greint frá því að nýverið hafi 6 rúllum verið stolið þar á einu bretti og greinilegt að þjófarnir hafi notað kranabíl til verksins.
[...Meira]

Nýjárstölt Léttis næstkomandi laugardag

9.01.2012
Fyrsta mót vetrarins, Nýárstölt Léttis og Háhóls verður haldið í Top-Reiter Höllinni, laugardaginn 14. janúar klukkan 17:00. Keppt verður í tveim flokkum, minna vönum og meira vönum. Tveir eru inni á vellinum í einu og riðið verður upp á vinstri hönd.
[...Meira]

Grunur um heiftarlega hræeitrun

Sex hross drápust á bænum Eystra-Fróðholti

7.01.2012
Sex hross drápust á bænum Eystra-Fróðholti í Landeyjum í fyrradag. Þetta voru fjögur folöld, ung hryssa og önnur eldri, allt vel ættaðir gripir. Getgátur eru um að dauði hrossanna stafi af svæsinni hræeitrun.
[...Meira]

Hélt á eigin höfði eftir að hafa dottið af baki

7.01.2012
Hin 26 ára gamla Thea Maxfield lenti í hræðulegu slysi er hún féll af hestbaki og hálsbrotnaði. Hesturinn fældist og Thea féll af baki og hálsbrotnaði svo höfuð hennar rétt svo hékk á líkama hennar.
[...Meira]

Fá ábendingar um hross sem eru vanhirt

7.01.2012
Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að undanfarið hafi borist talsvert af ábendingum til héraðsdýralækna um að ekki sé hugsað nægjanlega vel um útigangshross. Hann hvetur bændur og aðra hestaeigendur til að huga að hestum sínum og tryggja að þeir hafi nægt fóður og skjól.
[...Meira]

Ók inn í tíu hrossa hóp

6.01.2012
Ökumaður pallbifreiðar af stærstu gerð ók inn í hóp tíu hrossa á Laugarvatnsvegi við Syðri-Reyki á sjötta tímanum að morgni fimmtudagsins. Hálka var á veginum og kvaðst ökumaðurinn ekki hafa séð hrossin í myrkrinu en þau stefndu í sömu átt.
[...Meira]

12 hestar fór yfir Þjórsá á ís

Eitthvað óvænt í loftinu?

6.01.2012
Tólf  hross, sem hafa verið í hagagöngu á Háfi í Þykkvabæ, fóru yfir ísinn á Þjórsá og komu yfir ána við bæinn Ferjunes. Hrossin fóru um hálfan kílómetra á ísnum.
[...Meira]

Meistaradeild 2012 - Árbakki / Norður-Götur

6.01.2012
Annað liðið sem við kynnum til leiks er Árbakki / Norður-Götur. Ein breyting hefur orðið á liðinu frá því í fyrra og er það nú skipað þeim Hinriki Bragasyni, liðsstjóra, Huldu Gústafsdóttur, Ragnari Tómassyni og Teiti Árnasyni.
[...Meira]

Stendur ekki fram úr hnefa þessi tittur

“Þetta er bara kjána krókur sem vantar athygli”

5.01.2012
Hefði geta haldið hér reiðilestur eftir ummæli Júlíusar Brjánssonar sem birt var á Pressunni í gær, varðandi stóra og þunga knapa, en tel það forréttindi að geta BARA gert grín af svona smákörlum sem vart standa fram úr hnefa.
[...Meira]