Opið íþróttamót Spretts - framlengdur skráningarfrestur og fjölgun greina
13.05.2019 Mótanefnd hefur ákveðið að framlengja skráningarfrest á opið íþróttamót Spretts en skráning er opin til miðnættis í dag, mánudaginn 13. maí.
Fjórðungsmót á Austurlandi 11. - 14. júlí.
13.05.2019 Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi, FM2019, verður haldið á félagssvæði Hornfirðings að Fornustekkum í Nesjum, dagana 11. - 14. júlí 2019.
[...Meira]
Opið WR íþróttamót Sleipnis
12.05.2019 Opið WR íþróttamót Sleipnis verður haldið daganna 23.26. maí. Samhliða mótinu fara fram skeiðleikar Skeiðfélagsins.
Hinrik Bragason
12.05.2019 Hinrik Bragason starfar sem tamningamaður og reiðkennari á Árbakka. Hinrik er margfaldur Íslands-, Norðurlanda og heimsmeistari. Hinrik sigraði A-flokk á LM 2011 og var kjörinn gæðingaknapi ársins 2011.
[...Meira]
Gæðingamót Fáks 21.-23. maí næstkomandi
10.05.2019 Gæðingamót Fáks verður haldið dagana 21.-23. maí næstkomandi í Víðidal, þ.e. frá þriðjudegi til fimmtudags eftir klukkan 17:00 á daginn. Ákveðið var af mótanefnd að færa mótið á þessa daga vegna World Ranking íþróttamóts Sleipnis á Selfossi dagana 24.-26. maí.
[...Meira]
Hanna Rún Ingibergsdóttir
10.05.2019 Hanna Rún Ingibergsdóttir er tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur átt góðu gengi að fanga á keppnisbrautinni síðastliðin ár og hefur meðal annars verið í úrslitum á Íslandsmótum og Landsmótum. Hanna Rún starfar við tamningar og þjálfun í Kirkjubæ.
[...Meira]
Lokaskráningardagur er í dag á sýninguna á Sörlastöðum
10.05.2019 Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 20.-24. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
[...Meira]
Stóðhestaskýrslur / fyljunarvottorð
9.05.2019 Ágætu stóðhestahaldarar og hryssueigendur. Nú fer í hönd enn eitt spennandi hrossa-ræktarsumar og mikill fjöldi áhugaverðra stóðhesta í boði fyrir ræktendur. Minnt er á þá áhvílandi skyldu að stóðhestahaldarar (umsjónarmaður eða eigandi hests) skili samviskusamlega útfylltum stóðhestaskýrslum til starfsstöðva RML fyrir árslok, 31. desember 2019.
[...Meira]
Opna Álftanesmótið í hestaíþróttum
9.05.2019 Opna Álftanesmótið í hestaíþróttum verður haldið helgina 11.-12. maí á Sótavellinum við Breiðumýri á Álftanesi .
[...Meira]
Sýningaáætlun kynbótasýninga 2019
9.05.2019 Það styttist í fyrstu kynbótasýningu ársins en hún verður haldin á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 20.05 - 24.05. Meðfylgjandi er sýningaráætlun ársins.
[...Meira]
Mótin sem verða til viðmiðunar fyrir HM
9.05.2019 Mótahald vorsins er að komast á fullt skrið og þá fer að skýrast hvaða knapar geta tryggt sér sæti í landsliðinu á HM í sumar. Þau mót sem verða til viðmiðunar þegar kemur að vali í endanlegt landslið eru:
[...Meira]
Akureyrarmót í hestaíþróttum
9.05.2019 Akureyrarmeistaramót Léttis verður haldið maí 25-26. maí á Hlíðarholtsvelli, Akureyri. Við ætlum að byrja á að bjóða uppá alla flokka með fyrirvara um skráningar. Ef skráning er dræm í einhverja grein verður aðeins riðin forkeppni eða hún felld niður.
[...Meira]
Opna íþróttamót Mána
9.05.2019 Opna íþróttamót Mána verður haldið helgina 31 maí til 2 júní
Skráning hefst miðvikudaginn 8 maí og lýkur mánudaginn 27 maí. Við vonumst til að sjá sem flesta koma og taka þátt í skemmtilegu móti. Skráning fer fram í gegnum sportfeng.
[...Meira]
Hestaveislan 2019 hjá Létti
8.05.2019 Ræktunarveislan laugardagskvöldið 27 apríl í Léttishöllinni á Akureyri. Eftir glæsilega og skemmtilega sýningu, Fáka og fjör á föstudagskvöldinu, skemmtilegrar rútuferðar til Húsavíkur og í Torfunes sem og hnakkakynningu hjá Hilbar þá var eitt stykki ræktunarveisla eftir á þessar hestaveislu okkar Léttismanna.
[...Meira]
Íþróttamót Útilegumannsins 2019
Íþróttamót Harðar verður haldið aðra helgina í maí, 10.-12. maí!
8.05.2019 Skráining hefst fimmtudaginn 2. maí og lýkur þriðjudaginn 7. maí! Hvetjum fólk til að taka þátt og skrá tímanlega en skráning fer fram í gegnum sportfeng.
[...Meira]
Kynning á knöpum Íslenska landsliðsins 2019
Þórarinn Ragnarsson
8.05.2019 Þórarinn Ragnarsson er tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Þórarinn stundar þjálfun og tamningar í Vesturkot Hrossarækt á Skeiðum.
[...Meira]
Lokakvöld æskulýsðmótaraðar Léttis 2019.
8.05.2019 Síðastliðið föstudagskvöld var lokakvöld æskulýðsmótaraðar Léttis haldið í reiðhöllinni okkar og keppt var í Tölt T1. Þetta var skemmtilegt kvöld og einkar ánægjulegt að sjá í vetur hvað okkar ungdómi fer fram í keppni.
Komdu með á HM í Berlín
8.05.2019 Ferðaskrifstofan Vita er samstarfsaðili LH í sölu á ferðum á HM í Berlín í ágúst. Vel hefur gengið að selja ferðir á mótið og því stefnir í frábæra stemmningu í stúkunni í Berlín.
[...Meira]
Opið íþróttamót Spretts 2019
8.05.2019 Opið íþróttamót Spretts verður haldið á Samskipavellinum dagana 16.– 19. maí. Skráning er hafin og stendur til miðnættis sunnudaginn 12. maí.
[...Meira]
Hestafjör Æskulýðsnefndar Sleipnis
7.05.2019 Hestafjör Æskulýðsnefndar Sleipnis verður haldið laugardaginn 11. Maí. kl.11:00 í reiðhöll Sleipnis.
[...Meira]
Klettur frá Hvammi með afkvæmum