Árborg hæst dæmd á Hvamstanga
(9,5 fyrir tölt, hægt tölt og vilja og geðslag)
26.08.2011Það voru 63 hross sýnd á síðsumarssýningu sem haldin var á Hvammstanga dagana 23 – 25 ágúst síðastliðin og hæst dæmda hrossið var hin 8 vetra Árborg frá Miðey.
[...Meira]
Landsmótsnefnd á faraldsfæti
26.08.2011Á stjórnarfundi í Landssambandi hestamannafélaga þann 12. ágúst síðast liðinn, var ákveðið að landsmótsnefnd sú er stofnuð var haustdögum 2010, færi út í hestamannafélögin í landinu til að kynna skýrslu sína, niðurstöður og umfjöllunarefni og svara fyrirspurnum fundarmanna.
[...Meira]
Gæðingaveisla Íshesta og Sörla heldur áfram
26.08.2011Gæðingaveisla Íshesta og Sörla hélt áfram í gær og eru úrslit eftirfarandi í forkeppni í barnaflokki, unglingaflokki og B-flokki gæðinga.
[...Meira]
Gæðingaveisla Íshesta og Sörla - úrslit dagsins
24.08.2011Gæðingaveisla Íshesta og Sörla hófst í dag á Sörlastöðum. Eftir forkeppni í tölti ungmenna standa efstir Konráð Valur Sveinsson og Hringur frá Húsey með 6,70. Jóhann Ólafsson og Númi frá Kvistum standa efstir í 2. flokk með 6,23,
[...Meira]
Seinni yfirlitssýning síðsumarsýningar á Gaddstaðaflötum
24.08.2011Seinni yfirlitssýning síðsumarsýningar á Gaddstaðaflötum fer fram á morgun, fimmtudaginn 25. ágúst. Sýningin hefst stundvíslega kl. 8.00 með sýningu 7 vetra hryssna og eldri. Áætlað er að sýningunni ljúki um kl. 17.00.
[...Meira]
Ráslistar og dagskrá
Gæðingaveisla Íshesta og Sörla
24.08.2011Gæðingaveisla Íshesta og Sörla hefst í dag miðvikudaginn 24. ágúst kl. 16:00 með keppni í tölti. Veðurspáin er ljómandi og full ástæða til að hvetja hestamenn til að fjölmenna í brekkuna. Hér að neðan birtist ráslisti mótsins og dagskrá.
[...Meira]
skráningin hefst á miðnætti í kvöld
Meistaramót Andvara 2. - 4. september
23.08.2011Nú styttist óðum í eitt skemmtilegasta mót ársins Meistaramót Andvaramanna á Kjóavöllum. Þar verður haldið í hefðina og keppt í gæðingakeppni á beinni braut svo ekki sé minnst á hið margrómaða 100 metra skeið í flóðljósum á laugardagskvöldið þegar tekur að rökkva en þar hefur stemmingin oft orðin magnþrungin.
[...Meira]
Úrslit Stórmóts á Melgerðismelum
23.08.2011Um liðna helgi fór fram Stórmót hestamanna á Melgerðismelum. Úrslitadagurinn var á sunnudaginn og var mikið um flottar sýningar. Byrjað var á 250m skeiði og gáfu Jónas og Kristín í Litla Dal verðlaunaféð í greinina
[...Meira]
Suðurlandsmót - niðurstöður
15.08.2011Geysismenn héldu myndarlegt Suðurlandsmót dagana 10. - 14. ágúst. Hér má sjá allar niðurstöður mótsins.
[...Meira]
Suðurlandsmótið hafið
11.08.2011Suðurlandsmótið á Gaddstaðaflötum við Hellu hófst í gær á forkeppni í fimmgangi og fjórgangi þar sem einn keEyjólfur Þorsteinsson er efstur í fjórganginum á Kommu frá Bjarnanesi 1 með 7,03 og önnur er Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Þóri frá Hólum með 6,87ppandi var inni á vellinum í einu.
[...Meira]
Fréttatilkynning frá MAST
Óhreinum reiðfatnaði skal framvísa í „rauða hliðinu“
9.08.2011Á síðasta ári kom upp alvarlegur faraldur smitandi hósta í íslenska hrossastofninum af völdum bakteríusýkingu sem ekki er álitinn mikill skaðvaldur erlendis. Sá atburður sýndi glögglega hversu viðkvæmur íslenski hrossastofninn er fyrir smitsjúkdómum.
[...Meira]
Gæðingaveisla á Sörlastöðum
Glæsilegt gæðingamót verður haldið á Sörlavöllum dagana 25.-27. ágúst næstkomandi.
[...Meira]
Síðsumarsýning á Hellu
8.08.2011Síðsumarsýning kynbótahrossa verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 15. til 26. ágúst. Ef ekki mætir sá fjöldi sem reiknað er með verður dögunum fækkað.
[...Meira]
HM 2011
Tölt-Jói hampaði tölthorninu - HM 2011
7.08.2011Sterkustu töltarar í heimi voru samankomnir í St. Radegund í dag og tóku þátt í lokapunkti HM, tölti T1. Íslensku knaparnir voru tilbúnir til að gera stóra hluti. Þetta voru þeir Viðar Ingólfsson, Jóhann Rúnar Skúlason og Hinrik Bragason.
[...Meira]
HM 2011
Tina varði titilinn í T2 - HM 2011
7.08.2011Það var hin norska Tina Kalmö Pedersen sem hreppti gullið í slaktaumatöltinu á Kolgrími fran Slåtterna. Hún og Eyjólfur Þorsteinsson á Ósk frá Þingnesi voru í nokkrum sérflokki í þessum úrslitum en Eyjólfur varð annar.
[...Meira]
HM 2011
Norskur sigur í fjórgangi - HM 2011
Anna Stine Haugen
7.08.2011Það voru gríðarlega sterkir hestar í A-úrslitunum í fjórgangi á HM í dag.
[...Meira]
Norsku knaparnir röðuðu sér í efstu tvö sætin með vel heppnuðum sýningum og Anna Stine Haugen á Muna frá Kvistum hampaði að lokum heimsmeistaratitlinum.
HM 2011
Gullið í fimmgangi til Svíþjóðar - HM 2011
Magnús Skúlason og Hraunar
7.08.2011Fimmgangskeppnin var hörð og spennandi á HM í dag. Eins og Stian Pedersen og Tindur frá Varmalæk gerðu á HM 2009 í Sviss, fór Magnús Skúlason á Hraunari frá Efri-Rauðalæk Krýsuvíkurleiðina í A-úrslitin og stóðu svo uppi sem heimsmeistarar! Þar vó frábært skeið úrslitum
[...Meira]
HM 2011
Viðar og Tumi upp í A-úrslit - HM 2011
6.08.2011Eftir slæman dag hjá Viðari og Tuma á miðvikudaginn, var sannarlega ánægjulegt að þeir skyldu detta inn í B-úrslitin í dag. Viðar er mikill keppnismaður, Tumi orðinn súper frískur og átti greinilega góðan dag.
[...Meira]
HM 2011
Sjötta gullið á HM
Bergþór Eggertsson er heimsmeistari í 250m skeiði
6.08.2011Bergþór Eggertsson er heimsmeistari í 250m skeiði á Lótusi frá Aldenghoor og var fyrsti sprettur hans í gær sá besti, 21,89 sek. Annar varð hinn reynslumikli skeiðknapi Guðmundur Einarsson á Sprota frá Sjávarborg á 22,10 en þeir keppa fyrir Svíþjóð.
[...Meira]
HM 2011
Fimmta gullinu landað - HM 2011
Siggi Matt og Arnoddur
6.08.2011Fimmta gull Íslendinga er í höfn á HM í Austurríki. Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu stendur efstur í flokki 6 vetra stóðhesta. Engar breytingar urðu á dómi hans á seinni sýningu hans og lýkur hann þátttöku með 8,50 fyrir byggingu og 8,38 fyrir hæfileika og aðaleinkunnina 8,43. Það var Sigurður Vignir Matthíasson sem sýndi Arnodd.
[...Meira]