Æskulýðssýning Geysis
22.04.2019 1. maí kl. 11:00 ætla pollar, börn, unglingar og ungmenni að sýna afrakstur vetrarstarfsins sem hefur verið í gangi á starfssvæði Hestamannafélagsins Geysis.
[...Meira]
Meistaraknapar í beinni
22.04.2019 Í dag, mánudaginn 22.apríl, mun sigurvegari Meistaradeildarinnar Jakob Svavar Sigurðsson og vinningsliðið Hrímnir/Export hestar verða í beinni útsendingu á Facebook síðu Meistaradeildarinnar, Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, þar sem þau munu svara spurningum áhorfenda.
Toyota Selfossi fjórgangurinn - Fákasels mótaröðin
21.04.2019 Lokamót Fákasels mótaraðarinnar verður miðvikudaginn 24. apríl og er það Toyota Selfossi sem styrkir mótið en keppt verður í fjórgangi. Mótaröðin er opin öllum sem eru eldri en 16 ára og mun skráning fara fram inn á Sportfeng. Boðið verður upp á tvo flokka - opinn flokk 1 og 2. Skráning er hafin en henni lýkur mánudaginn 22. apríl. Skráningargjald er 4.000 kr.
[...Meira]
Folatollur undir Kveik frá Stangarlæk fyrir 35.000 kr.
20.04.2019 Í stóðhestaveltu landsliðs Íslands í hestaíþróttum fær einn heppinn kaupandi toll undir Kveik frá Stangarlæk fyrir 35.000 kr.
[...Meira]
Jökull frá Rauðalæk og Herkúles frá Ragnheiðarstöðum á "Þeir allra sterkustu"
20.04.2019 Gæðingarnir Jökull frá Rauðalæk og Herkúles frá Ragnheiðarstöðum munu leika listir sínar á „Þeir allra sterkustu“.
[...Meira]
Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga og Stanley frá Hlemmiskeiði á „Þeir allra sterkustu“.
20.04.2019Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga og Stanley frá Hlemmiskeiði koma fram á „Þeir allra sterkustu“.
[...Meira]
Úrslit í Tölti T 2 og flugskeiði í Æskulýðsmótaröð Léttis 2019
19.04.2019 Þriðja mótið í Æskulýðsmótaröð Léttis 2019 fór fram í Léttishöllinni á miðvikudaginn og keppt var í Tölti T 2 og flugskeiði. Þetta var skemmtileg keppni og gaman að sjá hvað ungdómurinn okkar er gírugur að fást við erfiðar tæknigreinar eins og tölt T2 og ekki síður flugskeiðið eru.
[...Meira]
Ráslistar á "Þeir allra sterkustu"
19.04.2019 Þeir allra sterkustu er með nýju fyrirkomulagi í ár. Keppt verður til úrslita á völdum hestum í þremur greinum, fjórgangi, fimmgangi og tölti. Engin forkeppni. Einnig verður keppt í flugskeiði í gegnum höllina.
[...Meira]
Firmakeppni Fáks 2019
18.04.2019 Á sumardaginn fyrsta er næstum aldargömul hefð fyrir því að Firmakeppni Fáks fari fram og er hún að sjálfssögðu óbreytt og hefst mótið kl. 13:00 með pollaflokki.
[...Meira]
Stórsýning Sunnlenskra Hestamanna
18.04.2019 Sigur frá Stóra-Vatnsskarði og Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk eru meðal þeirra glæsihesta sem koma fram í kvöld og koma þeir fram með eigendum sínum!
[...Meira]
Heildarlisti 100 stóðhesta í stóðhestaveltunni
18.04.2019 Undanfarin ár hefur landslið Íslands í hestaíþróttum leitað til stóðhesteigenda og óskað eftir að fá endurgjaldslaust folatoll undir þeirra úrvals hesta. Tollarnir eru svo seldir á stærsta viðburði landsliðsins sem er „Þeir allra sterkustu“.
[...Meira]
Dagskrá Þeir allra sterkustu
18.04.2019 Styrktarmót landsliðs Íslands í hestaíþróttum fer fram laugardaginn 20. apríl í TM-reiðhöllinni í Víðidal. Landsliðsknaparnir okkar mæta með sína bestu hesta ásamt fleiri valinkunnum knöpum.
[...Meira]
Stóðhestaveltan - potturinn kraumar af gæðum
18.04.2019 Stóðhestaveltan virkar þannig að þú kaupir umslag á 35.000 kr., í hverju umslagi er ávísun á toll undir einn af þeim 100 hestum sem eru í pottinum. Girðingagjald er ekki innifalið. Sala á umslögum fer fram á stórsýningunni „Þeir allra sterkustu“ í TM-höllinni á Fákssvæðinu í Víðidal.
[...Meira]
10 Áhugaverðar staðreyndir um sjón hesta
17.04.2019 Augu hestsins eru um 8 sinnum stærri en augu mannsins, reyndar stærri en flest augu landdýra. Sjón er mjög mikilvægt skynfæri fyrir hestinn. Hestar sjá á allt annan hátt en við og það er mjög gagnlegt að hafa skilning á í hverju munurinn felst.
[...Meira]
Skráningar á kynbótasýningar vorsins
17.04.2019 Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar vorsins 15. apríl. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“.
[...Meira]
Enn fjölgar stórstjörnum í stóðhestaveltunni
17.04.2019 Í pottinum í stóðhestaveltunni til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum eru u.þ.b. 100 hátt dæmdir stóðhestar. Stóðhestaveltan virkar þannig að þú kaupir umslag á 35.000 kr., í hverju umslagi er ávísun á toll undir einn af þeim hestum sem eru í pottinum.
[...Meira]
Hvað mætir Jói Skúla með í töltið á Þeir allra sterkustu?
17.04.2019 Jóhann Rúnar Skúlason mætir í töltið á "Þeir allra sterkustu". Jói er margfaldur heimsmeistari í tölti og nú er bara að sjá hvaða gæðing hann teflir til leiks en hann er ekki vanur að mæta nema til að sigra.
[...Meira]
Þráinn frá Flagbjarnarholti á „Þeir allra sterkustu“
16.04.2019 Hæst dæmdi stóðhestur heims Þráinn frá Flagbjarnarholti mætir á „Þeir allra sterkustu“.
[...Meira]
Skeifudagurinn 2019
16.04.2019 Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri býður til sannkallaðrar veislu á Sumardaginn fyrsta, 25. apríl nk, á Mið-Fossum í Borgarfirði. Þann dag verður Skeifudagurinn haldinn hátíðlegur í sextugasta og þriðja skipti.
[...Meira]
Úrslit úr Kvennatölt Spretts og Mercedes Benz 2019
16.04.2019 Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz fór fram í Samskipahöllinni sl.laugardag. Keppt var í fjórum styrkleikaflokkum og voru skráningar rúmla 160 talsins, sem skiptist nokkuð jafnt á milli flokka.
[...Meira]