Bæjarkeppni Funa

haldin mánudagskvöldið 24. júní

12.06.2019
 Bæjarkeppni Funa verður haldin mánudagskvöldið 24. júní á Melgerðismelum. Skráning hefst kl. 18:00 og mótið byrjar kl. 19:00. Öllum velkomið að skrá sig óháð félagaaðild, opin skráning í alla flokka.
[...Meira]

Jóhann Rúnar Skúlason

11.06.2019
 Jóhann Rúnar Skúlason stundar tamningar og þjálfun í Danmörku. Hann er margfaldur heimsmeistari í tölti og hefur unnið ótal aðra titla í hestaíþróttum hérlendis sem erlendis. 
[...Meira]

Ásmundur Ernir Snorrason

10.06.2019
 Ásmundur Ernir Snorrason starfar sem tamingamaður á Strandarhöfði í Landeyjum. Hann var kosinn efnilegasti knapi ársins 2012 og hefur verið framarlega á keppnisbrautinni undanfarin ár.
[...Meira]

Jakob Svavar Sigurðsson

7.06.2019
  Jakob Svavar Sigurðsson er ríkjandi heimsmeistari í tölti. Jakob er tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla og stundar tamningar og þjálfun á Fákshólum. Hann er margfaldur Íslandsmeistari og sigraði B-flokk á Landsmóti 2016. Jakob var kosinn íþróttaknapi ársins 2012, 2013, 2017 og 2018, gæðingaknapi ársins 2016 og knapi ársins 2017.
[...Meira]

Myndbönd frá landsmótum í Worldfeng

7.06.2019
 Keppnishluti Landsmóts 2018 bættist nýlega við í myndböndin í Worldfeng.
[...Meira]

Ellert frá Baldurshaga

6.06.2019
 Sá makalausi hestur í Íslandssögunni, Ellert frá Baldurshaga, fyrsti ýruskjótti hesturinn, hefur nú hlotið dóm og er ekki á öðru stætt en halda því á lofti. Hann var fyrir með byggingardóm uppá 8,56 og hlaut nú 7,89 fyrir hæfileika, eða 8,16 í aðaleinkunn. Hann á að sjálfsögðu möguleika á að hækka í yfirleiti eins og aðrir hestar.
[...Meira]

Fjórðungsmót á Austurlandi.

5.06.2019
 Fjórðungsmót á Austurlandi verður haldið dagana 11. – 14. júlí 2019 að Fornustekkum í Hornafirði.
[...Meira]

Gæðingamót Geysis og Skeiðleikar Skeiðfélagsins 15.-16. júní

5.06.2019
 Gæðingamót Geysis verður haldið á Rangárbökkum við Hellu helgina 15.-16. júní. Þar verður keppt í öllum flokkum gæðingakeppninar þar á meðal áhugamannaflokkum og pollaflokkur.
 
[...Meira]

Telur nýjan hrossasjúkdóm ekki landlægan

5.06.2019
 Hrossin sem greindust með nýjan taugasjúkdóm á Norðvesturlandi virðast hafa fengið sama fóður. Sjúkdómurinn er ekki smitandi, segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST.  „Þetta virðist vera tímabundið og verður ekki landlægt í fóðri,“ segir Sigríður.
[...Meira]

Dúx á hestalínu

5.06.2019
 Fimm nemendur, þar á meðal  Svanhildur Guðbrandsdóttir Dúx FSu vorið 2019 útskrifuðust af Hestabraut laugardaginn 25. mai. Svanhildur Guðbrandsdóttir frá Syðri-Fljótum við Kirkjubæjarklaustur og Dagbjört Skúladóttir frá Þórustöðum í Ölfusi voru verðlaunaðar fyrir góðan árangur í hestatengdum fögum við þessa útskrift.
[...Meira]

Sjö hross felld vegna nýs taugasjúkdóms á Íslandi

4.06.2019
 Áunninn fjöltaugakvilli í hrossum (acquired equine polyneuropathy, AEP) sem þekktur er í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, hefur nú greinst í fyrsta sinn hér á landi. Sjúkdómurinn uppgötvaðist í Skandinavíu fyrir nær 25 árum en þrátt fyrir víðtækar rannsóknir er orsökin ekki þekkt.
[...Meira]

Samatekt frá Félagsmóti Skagfirðings

4.06.2019
 Félagsmót Skagfirðings var haldið í dag 1.júní á félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Mótið fór vel fram þar sem knapar voru prúðir og tímanlegir og endað var á grilli í félagsheimilinu Tjarnabæ að móti loknu.
[...Meira]

Nýr taugasjúkdómur greinist í hrossum hér á landi

3.06.2019
 Áunninn fjöltaugakvilli í hrossum (acquired equine polyneuropathy, AEP) sem þekktur er í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, hefur nú greinst í fyrsta sinn hér á landi. Sjúkdómurinn uppgötvaðist í Skandinavíu fyrir nær 25 árum en þrátt fyrir víðtækar rannsóknir er orsökin ekki þekkt.
[...Meira]

Viðar Ingólfsson

3.06.2019
 Viðar Ingólfsson stundar tamningar og þjálfun að Kvíarhóli í Ölfusi. Hann er m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti. Hann var íþróttaknapi ársins 2008 og gæðingaknapi ársins 2007
[...Meira]

Gæðingamót Spretts 2019, niðurstöður

3.06.2019
 Glæsilegt gæðingamóti Spretts fór fram á föstudag og laugardag og var síðasta grein mótsins A-úrslit í A-flokki gæðinga. Margar glæsilegar sýningar sáust í öllum flokkum mótsins. 
[...Meira]

Niðurstöður Gæðingamóts Sörla og Hraunhamars 2019

1.06.2019
 Hér birtast allar niðurstöður frá A-úrslitum laugardagsins 1.júni á Gæðingamóti Sörla og Hraunhamars.  Framgangur móts hefur gengið rosa vel, knapar prúðir og tímanlegir. Mótanefnd þakkar knöpum fyrir frábært mót. 
[...Meira]

Guðmundur Björgvinsson

1.06.2019
  Guðmundur Björgvinsson stundar tamningar og þjálfun á Efri-Rauðalæk. Guðmundur varð Íslandsmeistari í fjórgangi 2012 og 2015, og varð heimsmeistari í fjórgangi árið 2015. Guðmundur var kosinn knapi ársins árið 2012 og 2015 og skeiðknapi ársins 2017.
[...Meira]

Reiðtúr hjá Hestamannafélaginu Ljúf í Hveragerði

31.05.2019
  Ferða og skemmtinefnd Ljúfs ætla að efna til sameiginlegs reiðtúrs sunnudaginn 9.júní í tilefni loks hreinsunarátaks í dalnum.  Riðið verður til Halldórs og Bíbí á Nautaflötum (fjárhúsunum - beint á móti Hvammi) en þar sem við komum úr ýmsum áttum ætlum við að hittast klukkan 15.00 þar sem við munum fá okkur hressingu saman.
[...Meira]

Opin Gæðingakeppni Hrings og úrtaka fyrir Fjórðungsmót.

31.05.2019
 Hestamannafélagið Hringur mun halda opið gæðingamót sitt dagana 14 – 15 júní n.k. Mótið er jafnframt úrtaka fyrir félagsmenn Hrings fyrir Fjórðungsmót Austurlands sem haldið verður síðar í sumar.
[...Meira]

Uppskeruhátíð 2. nóvember á Hótel Sögu

31.05.2019
 Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda verður haldin laugardagskvöldið 2. nóvember í Súlnasal Hótel Sögu. 
[...Meira]