Meistaradeild Líflands og æskunnar - ráslisti fyrir Equsana töltið

2.03.2018
 Hér er ráslisti fyrir Equsana töltið í Meistaradeild Líflands og æskunnar sem verður næstkomandi sunnudag kl 17:00 í Samskipahöllinni í Spretti.
Frítt inn og allir velkomnir!
[...Meira]

Þriðji sigurinn í röð hjá Jakobi

1.03.2018
 Fimmgagnum er lokið í Samskipahöllinni og tryggði Jakob Svavar Sigurðsson sér sigurinn í þriðju greininni í röð. Jakob var á Ský frá Skálakoti en þeir félagar hlutu 7.55 í einkunn en sigurinn tryggir Jakobi nokkuð góða stöðu í einstaklingskeppninni með 32 stig.
[...Meira]

Ráslisti fyrir fimmgang í Meistaradeild Cintamani

28.02.2018
  Þá er ráslistinn klár fyrir fimmganginn í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum. Fyrstur í braut er Hinrik Bragason á Byr frá Borgarnesi en þeir eru orðnir nokkuð reyndir í þessari keppnisgrein. Keppnin hefst kl. 19:00 en hún fer fram í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi.
[...Meira]

Meistardeild Líflands og æskunnar - Equsana tölt

27.02.2018
 Annað mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar fer fram í Samskipahöllinni í Spretti næstkomandi sunnudag, 4. mars. Keppt verður í tölti í boði Equsana og hefst forkeppni kl. 17:00.
[...Meira]

Fimmgangur á fimmtudaginn í Meistaradeild Cintamani

26.02.2018
 Nú er minna en vika þangað til að keppt verður í fimmgangi í Samskipahöllinni en mótið fer fram fimmtudaginn 1. mars. Þar mæta 24 bestu knapar landsins og taka hesta sína til kostanna.
[...Meira]

Opið fyrir umsóknir á FEIF Youth Cup

26.02.2018
 FEIF Youth Cup 2018 verður haldinn í Axevalla Travbana í Svíþjóð 28. júlí – 4. Ágúst og er fyrir unglinga sem verða 14-17 ára 2018. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test.
[...Meira]

Ráslistar fyrir Byko fimmganginn í Equsana áhugamannadeildinni 2018

22.02.2018
 Önnur keppni í Equsana deildinni, áhugamannadeild Spretts verður fimmtudaginn 22. febrúar kl. 19:00. Styrktarðili fimmgangins eru Byko og þeir verða með skemmtilega kynningu á staðnum. 
[...Meira]

Suðurlandsdeildin: Lið Heimahaga sigrar töltið

21.02.2018
 Eftir fyrna sterka keppni í tölti í Suðurlandsdeildinni var það öflugt lið Heimahaga sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins en liðsmenn Heimahaga lentu í 1. og 3. sæti í flokki atvinnumanna og 6., og 10. í flokki áhugamanna. 
[...Meira]

Hestur framtíðarinnar

20.02.2018
 Hrossaræktarsamtök Suðurlands verða með fræðslu- og umræðufund um hrossarækt  þriðjudaginn 27. febrúar 2018 í Ingólfshvoli kl.20.00 – 22.30.
[...Meira]

Meistaradeild Líflands og æskunnar - úrslit úr Hrímnis fjórgangnum

19.02.2018
 Meistaradeild Líflands og æskunnar hófst í gær með sannkallaðri flugeldasýningu. Hrímnis fjórgangurinn fór fram í TM Reiðhöllinni í Víðidal og má segja að metnaður og prúðmennska hafi einkennt keppnina.
[...Meira]

Suðurlandsdeildin - Ráslistar tölt

19.02.2018
 Eins og öllum er kunnugt þá er næsta keppni í Suðurlandsdeildinni Tölt og fer hún fram annaðkvöld í Rangárhöllinni. Eftir frábæra fyrstu keppni þegar keppt var í fjórgang þá er það lið Krappa sem leiðir liðakeppnina. 
[...Meira]

Vetrarleikar Fáks

16.02.2018
 Þá er komið að fyrstu Vetrarleikum félagsins. Við hvetjum alla til að pússa reiðhjálminn og skella sér á Vetrarleika Fáks núna á laugardaginn. Að venju fer öll keppnin fram á beinni braut við Hvammsvöllinn að undanskildum pollum og börnum sem verða í TM-Reiðhöllinni.
[...Meira]

Jakop sigrar aftur

15.02.2018
 Keppni í slaktaumatölti fór fram í kvöld en mikil spenna var hvort að ríkjandi Íslandsmeistarar í þessari grein, Jakob Svavar Siguðrsson og Júlía frá Hamarsey myndu sigra en þau tryggðu sér strax örugga forystu í forkeppni.
[...Meira]

Meistaradeild Cintamani í kvöld í Spretti

15.02.2018
 Keppni í slaktaumatölti í Meistaradeild Cintamani hefst í kvöld kl. 19:00 í Samskipahöllinni í Spretti. Húsið opnar kl 17:00 en boðið verður upp á reykta hunangsskinku með brúnuðum kartöflum, hrásalati og rjómalagaðri sósu. Við hvetjum því alla til að mæta snemma í höllina !
[...Meira]
Hrímnis fjórgangur

Meistaradeild Líflands og æskunnar - ráslistar

15.02.2018
 Hrímnis fjórgangur er fyrsta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar fer fram í TM reiðhöllinni í Fáki næstkomandi sunnudag, þann 18. febrúar. 
[...Meira]

Ráslisti fyrir N1 Slaktaumatöltið í Meistaradeild Cintamani

14.02.2018
 Næst á dagskrá er keppni í slaktaumatölti en það er Þórarinn Ragnarsson og Rosi frá Litlu-Brekku sem ríða á vaðið. 
[...Meira]

Fundarferð stjórnar Félags hrossabænda - Suðurland

12.02.2018
 Stjórn Félags hrossabænda boðar til fundar í Hliðskjálf á Selfossi (félagsheimili Sleipnismanna) miðvikudaginn 14. Febrúar og hefst fundurinn kl 20.00.
[...Meira]

Lið Krappa sigrar fyrsta mót Suðurlandsdeildarinnar

7.02.2018
 Fyrsta mót Suðurlandsdeildarinnar fór fram í kvöld þar sem keppt var í fjórgangi í Rangárhöllinni á Hellu. Keppnin var skemmtileg og jöfn og þótti áberandi hve vel hrossin voru undirbúin. 
[...Meira]

Dómaranámskeið GDLH

6.02.2018
Fyrirhugað er að halda ný- og landsdómarapróf í gæðingakeppni, hugmynd GDLH er að prófið fari fram norðanlands að þessu sinni að því gefnu að næg þátttaka náist. 
[...Meira]

Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum

Lið Slippfélagsins og Super Jeep

6.02.2018
 Það fer ferskur vindur um lið Stelpnanna hjá Slippfélaginu og Super Jeep en þær eru nýliðar í deildinni þetta árið. Þó stúlkurnar séu nýliðar í þessari deild eru þær nú engar aukvisar, kjarnakvendi, reynsluboltar og ungstirni prýða þetta lið.
[...Meira]
Viðtöl við knapa á Íslandsmóti árið 1994