Röðun hrossa á kynbótasýningu í Spretti dagana 22.-25. maí

15.05.2018
 Kynbótasýning verður í Spretti í Kópavogi dagana 22.-25. maí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 22. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 25. maí. Alls eru 99 hross skráð á sýninguna. 
[...Meira]

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningar á Akureyri og Stekkhólma

15.05.2018
 Kynbótasýning fer fram á Stekkhólma dagana 28. til 29. maí og á Akureyri dagana 30. maí til 1. júní, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
[...Meira]

Bein útsending frá LM í sjónvarpi allra landsmanna

13.05.2018
 Sjónvarp allra landsmanna, RÚV, mun fylgjast vel með Landsmóti hestamanna í sumar. Framkvæmdastjóri Landsmóts, Áskell Heiðar Ásgeirsson, og deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, Hilmar Björnsson, skrifuðu nýverið undir samstarfssamning. 
[...Meira]

Opið WR íþróttamót Sleipnis

6.05.2018
 Glæsilegt Opið world ranking íþróttamót Sleipnis verður haldið að Brávöllum dagana 17– 20 maí.
[...Meira]

Skrúðreið í miðbæ Reykjavíkur

24.04.2018
 Skrúðreið hestamanna verður á laugardaginn kemur, þann 28. apríl kl. 12:30 í miðbæ Reykjavíkur. Skrúðreiðin vekur gríðarlega jákvæða eftirtekt í miðborginni og er mikil lyftistöng fyrir mannlífið þar.
[...Meira]

Forsala á Ræktun 2018 að hefjast

20.04.2018
 Nú er forsala að hefjast fyrir stórsýningu Hrossaræktarsamtaka suðurlands Ræktun 2018 sem verður haldin í Fákaseli laugardaginn 28.apríl kl. 20.
Forsalan fer fram í verslun Top Reiter í Ögurhvarfi, Lífland á Hvolsvelli og Reykjavík og hjá Baldvin og Þorvaldi á Selfossi.
[...Meira]

Meistaradeild Líflands og æskunnar - Límtrés-Vírnets gæðingafimi og flugskeið - ráslistar

17.04.2018
 Lokamótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar fer fram á morgun, miðvikudaginn 18. apríl, í TM Reiðhöllinni í Fáki. Þá verður keppt í gæðingafimi og flugskeiði í boði Límtré-Vírnets.
[...Meira]

Rafmagnsstæðin komin í sölu

17.04.2018
 Tjaldsvæði með rafmagni á Landsmóti hestamanna í Reykjavík í sumar er hafin á heimasíðu mótsins landsmot.is og tix.is. 
[...Meira]

Æskan og hesturinn í Víðidal 29. apríl

17.04.2018
 Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin sunnudaginn 29. apríl næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum. 
[...Meira]

Firmakeppni Fáks á Sumardaginn fyrsta

17.04.2018
 Á sumardaginn fyrsta er næstum aldargömul hefð fyrir því að Firmakeppni Fáks fari fram og hefst mótið kl. 13:30 með pollaflokki.
[...Meira]

Úrslit frá Líflandsmóti Fáks 2018

17.04.2018
 Líflandsmót Fáks var haldið í TM reiðhöllinni í Víðidal síðastliðinn sunnudag, þann 15. apríl. Knapar mættu prúðbúnir og einbeittir til leiks. Þeir voru stundvísir og sýndu faglegar og fallegar sýningar. Þeir eiga mikið hrós skilið. Takk fyrir gott mót.
[...Meira]

Líflandsmót Æskulýðsdeildar Fáks - Dagskrá og ráslistar

13.04.2018
  Líflandsmót Æskulýðsdeildar Fáks 2018 verður haldið í TM Reiðhöllinni, Víðidal þann 15. apríl. Þetta er kjörið tækifæri fyrir unga knapa að stíga sín fyrstu skref.
[...Meira]

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

13.04.2018
 Þann 12. apríl var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“.
[...Meira]

Stórsýning Fáks 2018

10.04.2018
 Stórsýning Fáks verður laugardaginn 14. apríl n.k. í TM Reiðhöllinni Víðidal og hefst sýningin klukkan 21:00.
[...Meira]

Árni Björn í beinni á Facebook

10.04.2018
 Árni Björn sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum verður í beinni útsendingu  á Facebook á morgun, miðvikudag, 11. Apríl kl 20:00. Þar mun hann svara spurningum áhorfenda.
[...Meira]

Meistaradeild Líflands og æskunnar - Hraunhamars slaktaumatölt - úrslit

9.04.2018
 Í gær fór fram fjórða mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, Hraunhamars slaktaumatöltið, í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Mótið tókst með stakri prýði og var mjög skemmtilegt á að horfa, ekki síst vegna þess hversu stundvísir knapar voru í braut. 
[...Meira]

Lokakvöld Meistaradeildar 2018 - Ráslistar

5.04.2018
 Lokakvöld Meistaradeilar Cintamani í hestaíþróttum fer fram á morgun, föstudag, en keppt verður í tölti og flugskeiði. Keppni hefst á slaginu 19:00 í TM Höllinni í Víðidal en keppni hefst á forkeppni í tölti. 
[...Meira]

Ræktun 2018

3.04.2018
 Stórsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands RÆKTUN 2018 sem fram fer í Fákaseli að Ingólfshvoli laugardaginn 28. apríl n.k. kl. 20:00. Eins og verið hefur þá verður áherslan á sýningar ræktunarbúa, afkvæmasýningar hryssna og stóðhesta ásamt hópa einstaklingssýndra hryssna og stóðhesta. 
[...Meira]

Skeiðmót Meistaradeildar Cintamani - Ráslistar

30.03.2018
 Það stefnir í frábært skeiðmót a morgun laugardag kl 11.00 á vellinum á Selfossi. Skeiðfélagið mun aðstoða Meistaradeildina við framkvæmd mótsins og þökkum við þeim kærlega fyrir það. 
[...Meira]