Haustfundur og val á ræktunarbúi ársins hjá HEÞ

Mette Mannseth fjallar um tamningu og þjálfun ungra hrossa

21.11.2011
Hinn árlegi haustfundur HEÞ verður haldinn í Ljósvetningabúð fimmtudaginn 24. nóvember og hefst hann kl. 20:30. Að þessu sinni verða tvö áhugaverð erindi á dagskrá: Mette Mannseth fjallar um tamningu og þjálfun ungra hrossa og Guðlaugur Antonsson fer yfir árið í hrossaræktinni.
[...Meira]

Folaldasýning HSS

haldin í reiðhöllinni Svaðastöðum

21.11.2011
Folaldasýning Hrossaræktarsambands Skagafirðinga verður haldin í reiðhöllinni Svaðastöðum sunnudaginn 27 .nóvember næstkomandi og hefsthún kl. 13.30.
[...Meira]

Sigurjón Hendriksson og Halldór Halldórsson verða með fyrirlestur í Glaðheimum

21.11.2011
Sigurjón Hendriksson verður með fyrirlestur um öryggismál fyrir hestamenn. Hvað á að gerast ef óhöpp verða, fyrsta hjálp, hvað ber að gera, teikn og einkenni.
[...Meira]

Krökkum boðið að fara á hestbak við tjörnina í dag

Bókahátíð í Iðnó

19.11.2011
Í dag býðst krökkum að fara á hestbak við tjörnina í boði Bergljótar Arnalds rithöfundar og reiðskólans Hestamennt. Þetta mun vera í tilefni að því að ný bók eftir hana er að koma út um íslensku húsdýrin, Íslensku húsdýrin og Trölli. Búist er við miklum fjölda barna á hátíðina.
[...Meira]

Hrossarækt 2011

Dagskrá dagsins

19.11.2011
Ráðstefnan Hrossarækt 2011 verður haldin á Hótel Sögu í dag laugardaginn 19. nóvember og hefst á setningu Kristinns Guðnasonar formanns Fagráðs í hrossarækt kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum.
[...Meira]

SMS gátt Hófapressunnar

18.11.2011
SMS gátt Hófapressunnar er einföld og algjörlega frí fyrir notendur. Ef þú skráir þig þá samþykkir þú um leið að fá sent í síman þinn t.d. nýjustu tilboð frá verslunum og fyrirtækjum. Þú gætir haft heppnina með þér því við ætlum að gefa vörur og þjónustu sem ekki eingöngu er tengt hestamennsku.
[...Meira]

Hestajól í Hestheimum laugardaginn 3. desember

Helgi Björns tekur lagið

18.11.2011
Það verða sannkölluð hestajól í Hestheimum laugardaginn 3. desember næstkomandi. Jólasölusýning á vegum söluhóps Hestheima, sem enginn getur misst af ! Helgi Björnsson tekur nokkur lög eins og honum einum er lagið.
[...Meira]

Menn fæðist ekki sem níðingar

Atburðir í æsku geta truflað taugaþroska

17.11.2011
„Vísindin hafa nú gefið okkur nýjan skilning á því hvernig hægt er að nota sögu einstaklings til að meta heilsu hans,“ segir Jóhann Ág. Sigurðsson, prófessor sem heldur erindi á Fræðadögum heilsugæslunnar í dag.
[...Meira]

Heimsmeistarar á World Toelt 2012

16.11.2011
Fjórir nýkrýndir heimsmeistarar frá Heimsmeistaramótinu í Austurríki 2011 hafa tilkynnt komu sína á World Toelt 2012. Það eru knaparnir Anne Stine Haugen, Magnus Skúlason, Tina Kalmo Pedersen og að sjálfsögðu besti töltreiðmaður heims, Jóhann R. Skúlason.
 
[...Meira]

Uppskeruhátíð Léttis

Baldvin Ari Guðlaugsson er knapi ársins

15.11.2011
Uppskeruhátíð Léttis var haldin síðastliðinn laugardag, um 80 mann mætu á hátíðina og var kátt á hjalla. Birgir Arason var veislustjóri, Gréta og Elvar Jónssteinsbörn sungu fyrir okkur nokkur bráðskemmtileg lög og veittar voru viðurkenningar.
[...Meira]

KB Mótaröðin 2011

Dagskrá klár, hefst 5.febrúar 2012

15.11.2011
KB-mótaröðin er opin liða- og einstaklingskeppni í hestaíþróttum sem haldin er á vegum hFyrir þá sem ætla sér að vera með í liðakeppninni, þá þarf hvert lið að hafa sitt sérkenni og verða sérstök verðlaun veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina. Auk þess verða 3 stigahæstu liðin verðlaunuð í lokin. estamannafélaganna Faxa & Skugga í reiðhöllinni Faxaborg í Borganesi.
[...Meira]

Landsmóts sjónvarpið sett í gang aftur

Verður klárt fyrir jólin

14.11.2011
Nú fer Landsmóts sjónvarpið að vakna til lífsins aftur og í framhaldi af því verður boðið upp á þá nýjung að geta gerst áskrifandi að svokölluðu Landsmóts-sjónvarpi. Til að byrja með verður 140 mín samantekt frá Landsmóti 2011 aðgengileg í gegnum sjónvarpsáskriftina.
[...Meira]

Íslandsmet í 250m skeiði staðfest

14.11.2011
Á Íslandsmóti fullorðinna á Selfossi í sumar fóru þeir félagar Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti 250 metrana í skeiðinu undir þágildandi Íslandsmeti. Sótt var um tímann, 21,89 sek. sem nýtt Íslandsmet og hafa nú keppnisnefnd og stjórn LH samþykkt metið, sem sett var við löglegar aðstæður á Selfossi í sumar.
[...Meira]

Aðalfundur Meistaradeildar í hestaíþróttum

14.11.2011
Þá er farið að telja niður fyrir Meistaradeildina í Hestaíþróttum 2012. Aðalfundur deildarinnar verður haldinn fimmtudaginn 24. nóvember næstkomandi í Ölfushöllinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hefst hann kl. 20.00. Fundurinn er opinn öllum knöpum, einnig áhugasömum aðilum um Meistaradeildina.
[...Meira]

Þúsund og ein þjóðleið komin út

„Markar kaflaskil í leiðsögn um landið okkar“

14.11.2011
Úr fréttatilkynningu vegna útgáfu bókarinnar: Þúsund og einni þjóðleið er í senn ætlað að vera uppspretta hugmynda og traustur vegvísir fyrir ferðalanga nútímans um perlur íslenskrar náttúru.
[...Meira]

Fet tilnefnt í 15. sinn til ræktunarverðlauna

14.11.2011
Á vefsíðu búsins kemur fram að í sumar sem leið fór fjöldi 1v. hrossa frá Feti yfir 100 hrossa markið.  Á árinu voru sýnd í kynbótadómi 30 hross frá búinu og var meðaleinkunn 8,02,  meðalaldur var um 6,3.  
[...Meira]

Sá allra harðasti ræðir um framtíðarsýn kynbótahrossa á LM

Ráðstefnan Hrossarækt 2011

13.11.2011
Eins og áður hefur komið fram hér á Hófapressunni mun ráðstefnan Hrossarækt 2011 vera haldin á Hótel Sögu næstkomandi laugardag. Það verður áugavert að fylgjast með umræðum Kristinns Guðnasonar, formanns Fagráðst í Hrossarækt.
[...Meira]

Opnunardagur Hófapressunnar á afmæli útrásarvíkingsins ÞÞ

12.11.2011
Honum til heiðurs Hr. Þórði Þorgeirssyni var vefur Hófapressunnar opnaður á fæðingardegi hans sem er í dag, 12. Nóvember. Þórður er fæddur á þessum degi árið 1964 sem gerir hann í dag að nánast löglegu gamalmenni ef farið er frjálslega eftir reglum evrópusambandsins.
[...Meira]

Hætti við að fella Randver

fær að draga vagn í þáttunum Game of Thrones

11.11.2011
„Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi.
[...Meira]

Allsberir bændur í borgarferð

Bændur úr Hörgárdal fækka fötum í Iðnó

9.11.2011
Um helgina flykkjast til borgarinnar bændur úr Hörgárdal sem munu fækka fötum í Iðnó. Leikfélag Hörgdæla sýnir þar leikritið Með fullri reisn í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar.
[...Meira]