Landsmót 2011

Keppni í milliriðlum B-flokks lokið á Landsmóti

Kjarnorka hélt sínu sæti

28.06.2011
Þá er keppni í milliriðlum B-flokks lokið en frábærir hestar kepptust um efstu sætin. Kjarnorka frá Kálfholti hélt efsta sætinu og er efst inn í úrslit með 8,75, knapi Sigurður Sigurðarson. Annar er Eldjárn frá Tjaldhólum með 8,69, knapi Guðmundur Björgvinsson og þriðji er Mídas frá Kaldbak með 8,63 knapi Steingrímur Sigurðsson.
[...Meira]
Landsmót 2011

Sterkur A-flokkur á morgun

28.06.2011
Milliriðlar í A-flokki fara fram á Vindheimamelum á morgun miðvikudag kl. 15:30. Hér má sjá ráslista morgundagsins.
[...Meira]
Landsmót 2011

Forkeppni í A-flokki lokið

Ómur frá Kvistum efstur með 8,93

28.06.2011
Forkeppni í A-flokki er nú lokið á Landsmóti. Efstur inn í milliriðil er Ómur frá Kvistum með 8,93, knapi Hinrik Bragason. Annar er Heljar frá Hemlu II með 8,63, knapi Vignir Siggeirsson og þriðji Már frá Feti með 8,58, knapi Viðar Ingólfsson.
[...Meira]
Landsmót 2011

Dómum 6v hryssna er lokið

Efst stendur María frá Feti með 8,57

28.06.2011
Dómum 6v hryssna er lokið á Landsmóti og standa dómar 5v hryssna nú yfir.
Efst er Orradóttirin María frá Feti með 8,57 fyrir hæfileika, 8,37 fyrir sköpulag og 8,49 í aðaleinkunn, sýnd af hinum unga og efnilega eiganda sínum Kára Steinssyni.
 
[...Meira]
Landsmót 2011

Dómar 5v hryssna

Kolka frá Hákoti efst eins og er

27.06.2011
Dómar 5v hryssna ganga vel á Landsmóti og langefst er Kolka frá Hákoti með 8,51 í aðaleinkunn, sýnd af Hrefnu Maríu Ómarsdóttur. Í fyrramálið verður áfram haldið með 5v hryssurnar en u.þ.b. tíu hryssur eru eftir í þessum flokki. Efstu fimm hryssurnar eins og staðan er núna er þessi:
[...Meira]
Landsmót 2011

Úrslit úr forkeppni í B-flokki

Kjarnorka frá Kálfholti er efst með 8,84

27.06.2011
Kjarnorka frá Kálfholti er efst eftir forkeppni í B-flokki á Landsmóti með 8,84, knapi að sjálfsögðu Sigurður Sigurðarson. Annar hestur er Eldjárn frá Tjaldhólum með 8,74, knapi Guðmundur Björgvinsson og þriðja er Alfa frá Blesastöðum 1A með 8,72, knapi á henni var Sigurstienn Sumarliðason.
[...Meira]

Yfirheyrðir vegna dýraníðs

Enginn hefur réttarstöðu grunaðs

27.06.2011
Lögreglan á Sauðárkróki hefur yfirheyrt nokkra menn í tengslum við dýraníðsmál sem upp kom á hestabýlinu Flugumýri í Skagafirði. Í síðustu viku var málið kært til lögreglu en dularfullir áverkar höfðu fundist á þremur hryssum á býlinu. Allar voru þær með skurði, en tvær voru með skurð á snoppu og ein þeirra með skurð á kynfærum.
[...Meira]

Amy Winehouse

27.06.2011
Amy Winehouse tæki sig vel út á Landsmóti, berfætt hjálmlaus og með óstjórn á taumhaldi. Toppurinn sem skvísan klæðist á vel við "Just Do It" skál.
 
[...Meira]
Landsmót 2011

Herra ISIBLESS mættur á Landsmót

27.06.2011
Hann er oftast kallaður Mr. Isibless fjölmiðlagúrúinn Henning Drath sem rekur þýska vefmiðilinn www.isibless.de. Henning er þekktur fyrir skemmtilegar og beittar fréttir af heimi hestamenskunnar í Þýskalandi. Á meðfylgjandi myndbandi sjáum við landsmót með hans augum.
[...Meira]

Landsmót UMFÍ 50 + - úrslit

25.06.2011
Þá er fyrsta landsmóti UMFÍ 50 + í hestaíþróttum lokið. En landsmót UMFÍ 50+ stendur núna yfir á Hvammstanga dagana 24. – 26. Júní. Mótið var skemmtilegt og margir flottir knapar tóku þátt. Það var greinilegt að knapar í þessum aldursflokki gefa yngri knöpum ekkert nema síður sé.
[...Meira]

Hestasæði drukkið á nýsjálenskri krá

25.06.2011
Hestasæði með eplabragði er nú á boðstólnum á nýsjálenskri krá í Wellington í tilefni af mánaðarlangri hátíð þar í landi sem einkennist af bjórdrykkju og undarlegum matarsamsetningum.
[...Meira]
Landsmót 2011

Mikið “aksjón” - myndir

24.06.2011
Það er mikið um að vera hér á Vindheimamelum í Skagafirði í dag. Knapar eru á fullu að þjálfa gæðinga sína og koma sér fyrir á tjaldsvæðunum.  Fulltrúi Landsmóts rölti um glæsilegt mótssvæðið og tók púlsinn á fólki í dag.
[...Meira]

Gæðingaveisla á Sörlastöðum 25.-27. ágúst

23.06.2011
Glæsilegt gæðingamót verður haldið á Sörlavöllum dagana 25.-27. ágúst næstkomandi. Mótið verður í algjörgum sérflokki að öllu leyti og vegleg penningaverðlaun í fullorðinsflokkum en stórglæsilegar gjafir fyrir efstu sætin í yngri flokkum.
[...Meira]

Hryssa kastaði tveimur sprækum folöldum

„Þetta var reglulega óvænt“

1.06.2011
„Þetta var reglulega óvænt,“ segir Guðjón Antonsson á Hvolsvelli um hryssu sína sem kastaði tveimur folöldum aðfaranótt mánudags. Hryssan er ásamt fleiri hrossum á Skeggjastöðum í Vestur-Landeyjum. Sjaldgæft er að hryssur eignist tvíburafolöld.
[...Meira]
Þórður Þorgeirsson