Opna Bautatöltið

Ráslisti kár

16.02.2012
Þá er búið að draga um röð þeirra 57 keppenda sem þreyta munu keppni í tölti á ís á Opna Bautatöltinu næstkomandi laugardagskvöld en keppnin fer fram í Skautahöllinni á Akureyri.
[...Meira]

Fáksfélagar! Loksins verður haldið skeiðnámskeið með Sigurbirni Bárðarsyni

16.02.2012
Námskeiðið verður haldið dagana 12.13. og 15. apríl 2012.   Kennsla hefst fimmtudaginn 12.apríl með bóklegum tíma kl. 18:00 - 21:00 í Reiðhöllinni í salnum uppi.  Skipt er í hópa, 4 saman í hóp. Verkleg kennsla  fram  klukkutíma í senn.
[...Meira]

Hestamenn áforma mótmælareið

riðið eftir Miklubraut og Hringbraut og niður að Alþingi

16.02.2012
Hestamenn eru farnir að ræða aðgerðir, ef ekki fæst ásættanleg niðurstaða í umræður um fasteignaskatt af hesthúsum í þéttbýli. Hefur meðal annars komið til umræðu að efna til hópreiðar eftir Miklubraut og Hringbraut og niður að Alþingi.
[...Meira]

Ístölt Austurlands

haldið 25. febrúar á Móavatni við Tjarnarland

16.02.2012
Ístölt Austurlands verður haldið að Móavatni við Tjarnarland laugardaginn 25 febrúar. Keppni hefst kl:10:00. Keppt verður í eftirfarandi flokkum tölt yngri en 16 ára, tölt áhugamanna, tölt opinn, A flokkur,B flokkur.
[...Meira]

Sýningarform kynbótahrossa á landsmóti

Fundur í Ölfushöll í kvöld

15.02.2012
Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands boðar til fundar í kvöld 15. febrúar 2012 kl. 20:00 í Ölfushöllinni um nýtt sýningarform kynbótahrossa á komandi landsmóti. Efni fundarins er ákvörðun fagráðs um nýja útfærslu á kynbótasýningum á landsmóti 2012.
[...Meira]

Reiðhöllin við Húsavík

15.02.2012
Það var stór dagur  þann 14 febrúar hjá Hestamannafélögunum Grana á Húsavík og Þjálfa í Mývatnssveit en þá hófst fyrsta reiðnámskeiðið í nýrisinni reiðhöll félagana tveggja, þetta kemur fram á nýjum vef www.fax.is sem fjallar um hestamennsku og tengt efni.
[...Meira]

Opna Bautamótið - skráningu lýku í dag

15.02.2012
Skráningu í Opna Bautamótið í tölti lýkur í dag, miðvikudag kl. 21.  Tekið er við skráningum í netfang fornhagi@fornhagi.is og í síma 462-2101, 893-9579 (Anna) og í síma 893-1579 (Arnar). 
[...Meira]

Námskeið í hestanuddi á Kvistum í Ölfusi

Kennari Catrin Annica Engström

14.02.2012
Námskeið í hestanuddi verður haldið á Kvistum í Ölfusi helgina 10-11.mars 2012. Kennari er Catrin Annica Engström sem er lærður hestanuddari og hefur starfað við hestanudd undanfarin ár.
[...Meira]

Skagfirska mótaröðin 2012

Fjórgangur / Ráslistar

14.02.2012
Skagfirska mótaröðin hefst á morgun, miðvikudaginn 15.febrúar klukkan 18:00
Með forkeppni í barnaflokki og úrslit riðin strax á eftir. Síðan er unglingaflokkur og ungmennaflokkur kláraður
[...Meira]

Lýsismót og bjórkvöld í Andvara

13.02.2012
Hið árlega, stórskemmtilega opna þrígangsmót Andvara og Lýsis verður haldið í reiðhöll Andvara, Kjóavöllum, föstudaginn 17. febrúar.. Að keppni lokinni (kl. 22:00) er keppendum, áhorfendum og öðrum gestum boðið til skemmtunar í félagsheimili Andvara, þar sem hinn magnaði trúbador og rokkari Eyþór Ingi  heldur uppi fjörinu.
[...Meira]

Skráning á Bleika töltmótið hefst í dag

13.02.2012
Skráning hefst í dag á Bleika töltmótið sem haldið verður þann 19. Febrúar í Reiðhöllinni Víðidal. Skráningu skal senda á netfangið ddan@internet.is 13 febrúar frá 18-22 þar sem fram kemur IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og símanúmer og upp á hvora hönd er riðið.
[...Meira]

Úrslit Ísmóts Gnýfara

12.02.2012
Ísmót Gnýfara var haldið á Ólafsfjarðarvatni síðstliðin laugardag. Helgi Þór Guðjónsson og Bergur frá Kolsholti 2 sigruðu töltmótið með 7,43 og Svavar Hreiðarsson sigraði skeiðið á Jóhannesi Kjarval frá Hala á tímanum 8,94. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins.
[...Meira]

400 hross bíða slátrunar

12.02.2012
Um fjögur hundruð hross bíða nú slátrunar hjá Sláturfélagi Suðurlands en þegar biðlistinn var sem lengstur um miðja vikuna voru sex hundruð hross á listanum. Hátt verð á heyi og lítill sem engin sala á hrossum hér heima og í útlöndum er meðal ástæðna fyrir því að hestamenn losa sig við hrossin.
[...Meira]

Ungir á uppleið! Skilja - vilja - velja

Sýnikennsla í kvöld klukkan 19.30

12.02.2012
Félag tamningamanna mun í samstarfi við unga og efnilega reiðkennara standa fyrir sýnikennslu í reiðhöllinni í Herði í kvöld sunnudaginn 12.febrúar kl.19:30. Þar munu Linda Rún Pétursdóttir, Rósa Birna Þorvaldsdóttir, Ragnhildur
Haraldsdóttir og James Faulkner koma fram og vera með sýnikennslu.
[...Meira]

Fyrsta vetrarmót Smára

12.02.2012
Fyrsta vetrarmót Smára verður haldið laugardaginn 18. febrúar næstkomandi á Flúðum. Mótið hefst klukkan. 14.00. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
[...Meira]

Úrslit Grímutölts Sörla

12.02.2012
Grímutölt Sörla var haldið í gær, laugardaginn11. febrúar í reiðhöll Sörla. Skráning var ágæt og tókst mótið vel, margir flottir búningar og hestar. Úrslitin urðu eftirfarandi:
[...Meira]

Húnvetnska liðakeppnin hefst 17. febrúar

Opnunarmyndband

12.02.2012
Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar verður haldið 17. Febrúar næstkomandi en þá verður keppt í fjórgangi. Opnunarmyndband fyrir liðakeppnina er nú komið á netið og er óhætt að segja að þarna sé ofurhresst fólk á ferðinni.
[...Meira]

Ís-landsmót 2012

12.02.2012
Laugardaginn 3. mars  verður haldið Ís-landsmót á Svínavatni í A-Hún. Keppt  verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og hér á heimasíðu mótsins.
[...Meira]

Úrslit frá folaldasýningu Hrossaræktarfélags Villholltshrepps

11.02.2012
Hera frá Austurási var kosin fallegasta folaldið hjá áhorfendum. Dómarar voru þeir Gunnar Arnasson og Guðmundur Björgvinsson
[...Meira]

Hestar sluppu eftir bílveltu

11.02.2012
Jeppabifreið með hestakerru í eftirdragi valt út fyrir veg í grennd við Grundartanga á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður hlaut minniháttar meiðsli og hestarnir eru taldir hafa sloppið ómeiddir. Jeppinn er talinn ónýtur og hestakerran var töluvert löskuð.
[...Meira]