Björguðu tveimur hrossum: Voru búin að éta töglin hvort af öðru

3.01.2012
„Þau eru komin upp á kerruna og við erum búnir að gefa þeim hey," segir Þorsteinn Friðriksson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis á Grenivík, sem lagði af stað í morgun í Gæsadal, sem liggur norður frá Víkurskraði, til að sækja tvö hross sem voru þar illa haldin.
[...Meira]

ÍSÍ hlutist til um að gætt sé jafnræðis við úthlutun landsmóta

3.01.2012
Stjórn Hestamannafélagsins Funa í Eyjafjarðarsveit hyggst ekki kæra til ÍSÍ þá ákvörðun stjórnar Landssambands hestamanna að setja landsmótin 2014 og 2016 niður á Hellu og Vindheimamelum í Skagafirði en Funi sótti um bæði mótin.
[...Meira]

Bara ef þetta hefur farið framhjá hestamönnum!

Ásdís Rán þyngdist um þrjú kíló

3.01.2012
DV.is greindi frá því á vef sínum þann 28. desember 2011 að Ísdrottningin Ásdís Rán hafi þyngst um þrjú kíló eftir jólin. Svona stórfrétt á heima á öllum miðlum og birtum við hér með frétt DV í heild sinni.
[...Meira]

128 milljóna villa í Kópavogi ásamt hesthúsi til sölu

3.01.2012
Hún er glæsileg 9 herbergja villan sem stendur við Asparhvarf í Kópavoginum. Sambyggt eigninni er tæplega 70 fermetra hesthús sem tekur 8 hesta og að sjálfsögðu gerði fyrir hrossin.
[...Meira]

Hestarnir hræddust flugelda

1.01.2012
Hestarnir sem hlupu um í nágrenni Reykjanesbrautar, skammt frá Kúagerði, í morgun, eru nú komnir aftur til eiganda síns. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum voru hestarnir lausir og komnir upp á Reykjanes brautina þegar lögreglumönnum tókst að stugga þeim tilbaka og koma þeim í hald.
[...Meira]

Hrossastóð á Reykjanesbraut

1.01.2012
Tíu hestar hlaupa nú um í nágrenni Reykjanesbrautar, skammt frá Kúagerði og stendur lögreglan á Suðurnesjum í ströngu við að koma í veg fyrir að þeir fari upp á Reykjanesbrautina. Lögregla þurfti að grípa til þess bragðs að aka á móti umferð um níu leytið í morgun til að hefta för hestanna.
[...Meira]

Elvar Einarsson íþróttamaður Skagafjarðar

30.12.2011
Í gær var upplýst hver fær að bera nafnbótina Íþróttamaður Skagafjarðar 2011,við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Að þessu sinni er það hestamaðurinn út Stíganda Elvar Einarsson sem hlýtur þann heiður. Árangur Elvars á árinu 2011er einkar glæsilegur en hann hefur verið sigursæll á keppnisvöllum hestamanna, hérlendis sem erlendis.
[...Meira]

Eyjólfur Þorsteinsson var kjörinn Íþróttakarl Hafnarfjarða

30.12.2011
Eyjólfur Þorsteinsson var kjörinn Íþróttamaður Hafnarfjarðar á glæsilegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð bæjarins sem fram fór í Íþróttahúsinu Strandgötu í gærkveldi
[...Meira]

Hross híma fóðurlaus í girðingum

29.12.2011
Héraðsdýralæknum hefur borist fjöldi ábendinga síðustu daga um hross sem híma fóðurlaus í girðingum þar sem enga beit er að hafa. Matvælastofnun hvetur umráðamenn hrossa hvattir til að bregðast við og útvega hrossunum fóður eins og skylt er samkvæmt landslögum.
[...Meira]

Jarðbönn og harðindi – hygla þarf útigangshrossum

29.12.2011
Bændur og aðrir umráðamenn útigangshrossa eru beðnir að huga vel að hrossunum nú þegar víða eru jarðbönn. Nauðsynlegt er að gefa útigangi við þessar aðstæður, sérstaklega fylfullum og/eða mjólkandi hryssum og ungviði. Útigangshross þurfa að vera í ríflegum holdum á þessum árstíma (holdastig
[...Meira]

Gamlársdagsreiðtúr Sörla

29.12.2011
Gamlársdagsreiðtúr Sörla verður samkvæmt hefð á gamlársdag kl. 13.30 en þá hittast Sörlafélagar í fyrstu samreið vetrarins, kveðja árið sem er að líða og búa sig undir að fagna nýju og góðu ári í hestamennskunni.
[...Meira]

Frumtamninganámskeið með Ingimari Sveinssyni hjá Sörla

22.12.2011
Helgina 13-15 janúar mun Ingimar Sveinsson oftast kenndur við Hvanneyri halda frumtamningarnámskeið á Sörlastöðum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist frumtamningu hrossa með aðferðinni "Af frjálsum vilja".
[...Meira]

Hluthafafundur - aðalfundur Kjóavalla 2011

22.12.2011
Aðalfundur Kjóavalla ehf. Hattarvöllum 2, Garðabæ verður haldinn í föstudaginn 30. desember n.k. kl. 12:30. að Dreyravöllum 5, Garðabæ. Fundarefni: ?Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. grein samþykkta félagsins. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn Kjóavalla ehf.
[...Meira]

Fjórir hestar niður um ís

aðeins hausarnir stóðu upp úr

21.12.2011
Fjórir hestar fóru niður um ís við bæinn Garð í Aðaldal í gærkvöldi, við bakka Laxár, en með aðstoð vaskra björgunarsveitar- og lögreglumanna tókst að ná hestunum upp úr vökinni. Tveir menn duttu í vökina en varð ekki meint af þrátt fyrir sjö gráðu frost á vettvangi.
[...Meira]

Útskrifaðir reiðkennarar og þjálfarar frá Hólum frá árinu 1996

Sylvía Sigurbjörnsdóttir með hæsta einkunn allra

21.12.2011
110 nemendur hafa verið útskrifaðir frá hestafræðideild Háskólanns á Hólum frá árinu 1996 samkvæmt lista á vefsíðu skólanns.
[...Meira]

Landsmót á Hellu 2014

20.12.2011
Stjórn Landssambands hestamannafélaga ákvað á fundi sínum í gær að semja við Rangárbakka ehf. sem rekur Gaddstaðaflatir við Hellu fyrir Landsmót hestamanna 2014 og Gullhyl á Vindheimamelum fyrir mótið sem fer fram árið 2016.
[...Meira]

Landsmót hestamanna í Reykjavík 2016 , hvers vegna ?

Pistill eftir Rúnar Sigurðsson formann Fáks

19.12.2011
Nokkuð er rætt um Landsmót hestamanna í Reykjavík 2012 um þessar mundir og hefur það mætt andstöðu víða af óskiljanlegum ástæðum.  Bæði ef horft er félagslega og fjárhagslega á málið.
[...Meira]

Nýr sjóðheitur DVD dikur og ársmiði á Meistaradeildina

16.12.2011
Nú styttist í að Meistrardeildin hefjist og byrjar hún með látum á 4 gangi fimmtudaginn 27 janúar, að því tilefni ætlum við að bjóða öllum áhugamönnum um Meistaradeildinna að kaupa ársmiða fyrir mótaröðina 2012.
[...Meira]

Smölun í Bessastaðanesi á vegum Sóta

16.12.2011
Félagsmenn hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi verða í smala stuði á morgun laugardaginn 17. Desember. Þá er hin árlega smölun á Bessastaðanesinu og allir þeir sem vilja taka þátt eru beðnir um að mæta í félagsheimili Sóta kl. 13.00.
[...Meira]

Hótel Eldhestar fá umhverfisverðlaun

16.12.2011
Hótel Eldhestar í Ölfusi hlaut í dag umverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir markvissa umhverfisstefnu og sjálfbæran rekstur. Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu hafa verið veitt frá árinu 1995 til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála.
[...Meira]