Risahækkun á hestamenn

Greiddi 56 þúsund í fyrra en greiðir nú 426 þúsund

1.02.2012
Reykjavíkurborg hefur hækkað fasteignagjöld á hesthús í borginni úr 0,22% af fasteignamati í 1,65%. Þetta er gjaldskrárhækkun upp á 750%. Hestamenn eru æfir vegna málsins.
[...Meira]

Húnvetnska liðakeppnin

1.02.2012
Húnvetnska liðakeppnin er að fara í gang og verður fyrsta mótið haldið þann 17. febrúar og er það keppni í fjórgangi.
[...Meira]

Upprifjunarnámskeið HÍDÍ 2012

1.02.2012
Haldin verða tvö upprifjunarnámskeið fyrir hestaíþróttadómara í ár. Fyrra námskeiðið verður haldið 12.febrúar í Reiðhöllinni Víðidal kl.10:00-17:00
Seinna námskeiðið verður haldið 26.febrúar í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki kl.10:00-17:00
[...Meira]

Sigursteinn Sumarliðason Íþróttamaður Sleipnis

30.01.2012
Stjórn Sleipnis valdi Sigursteinn Sumarliðason sem íþróttamann Sleipnis á aðalfundi félagsins sem haldin var 25.janúar síðastliðinn. Árangur hans á árinu var afar glæsilegur og fer þar hæðst árangur hans í tölti. Hann varð bæði Íslands- og Landsmótsmeistari í tölti nú í sumar.
[...Meira]

Hestadagar í Reykjavík

27.01.2012
Hestadagar í Reykjavík er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, Íslandsstofu, Icelandair Group og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 29. mars – 1. apríl næstkomandi.
[...Meira]

Fimm helga námskeið með afreksknapanum Sigurði Sigurðarsyni

Verð 123.000 krónur

26.01.2012
Sigurður Sigurðarson er tamningamaður, reiðkennari og hrossabóndi í Þjóðólfshaga. Hann er einn sigursælasti keppnismaður á íslenskum hestum í heiminum en hann hefur að baki íslandsmeistaratitla, landsmótsigra og heimsmeistartitil.
[...Meira]

Sýnikennsla með Jóa Skúla og Iben Andersen

26.01.2012
FT-Norður stendur fyrir sýnikennslu í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki nk. laugardagskvöld, 28. janúar kl. 20. Þar munu Jóhann Skúlason og Iben Andersen fræða áhugasama hestamenn um tamningar og þjálfun.
[...Meira]

Strætó með Landsmótsleið

26.01.2012
Landsmót ehf. er í miklu og góðu sambandi við bæði Reykjavíkurborg. Nú um þessar mundir er verið að vinna að því hörðum höndum að undirbúa í samvinnu við Strætó svokallaða Landsmótsleið, en sú leið myndi fara frá miðbæ Reykjavíkur, framhjá Kringlunni og stoppa í Víðidalnum.
[...Meira]

Íslenski hesturinn á toppnum

25.01.2012
Hestaleigan Íslenski hesturinn er í þriðja sæti ferðavefsíðunnar Tripadvisor yfir hluti sem mælt er með að gera í allri Evrópu. Leigan er eina hestaleigan í Reykjavík og er þjónustan lofuð í hástert af fyrrum viðskiptavinum.
[...Meira]

Fasteignagjöld hesthúsa hærri en á híbýlum manna

25.01.2012
„Kostnaður við hestahald hefur stóraukist á síðustu árum og eitt sem hestamenn eru hvað ósáttastir við er að sveitarfélögin hafi sett hesthúsin í flokk með iðnaðarhúsnæðum og því þarf að borga svívirðilega há fasteignagjöld af hesthúsunum,
[...Meira]

Meistaradeild Norðurlands frestar úrtöku

25.01.2012
Spáð er vonsku veðri á Norðurlandi í dag og í kvöld og því hefur stjórn Meistaradeildar Norðurlands ákveðið að fresta úrtöku sem átti að vera í dag, miðvikud 25. jan til miðvikudagsins 1. febrúar.
 
[...Meira]

Hrossabúið til sölu: Kári vill 210 milljónir

Hefur ekki lengur tíma fyrir bústörfin

24.01.2012
Kári Stefánsson, forstjóri Decode, hefur sett bújörð sína Breiðholt í Flóahreppi á sölu. Jörðin er alls 165 hektarar að stærð og er tæplega 180 fermetra íbúðarhús á jörðinni, auk bílskúrs.
[...Meira]

Meistaradeild Norðurlands 2012

Úrtaka á morgun 25. janúar

24.01.2012
Það stefnir í hörku úrtöku miðvikudagskvöldið 25. janúar í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Fjórtán knapar eru skráðir til leiks að keppa um þau sex sæti sem laus eru. Veislan hefst kl: 20:00 og er frítt inn.
[...Meira]

Guðmar Þór í Faxaborg

23.01.2012
Guðmar Þór Pétursson tamningamaður með meiru verður með sýnikennslu í Faxaborg miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 20:00.Guðmar Þór þarf ekki að kynna fyrir hestamönnum og hann er nú orðinn ,,borgfirðingur” með aðstöðu að Staðarhúsum.
[...Meira]

Setning Meistaradeildar 2012

Blaðamannafundur

21.01.2012
Þriðjudaginn 24. janúar klukkan 15:00 verður haldinn blaðamannafundur til kynningar á Meistaradeild í hestaíþróttum 2012. Kynningin mun fara fram í Nauthól.
[...Meira]

Meistaradeild Norðurlands 2012

úrtaka 25. janúar

18.01.2012
Nú fer KS-deildin í hestaíþróttum að fara af stað enn eitt árið en úrtaka fer fram þann 25. janúar í Svaðastaðahöllinni og hefst kl: 20:00. Keppt verður í í fjór og fimmgangi en alls eru sex sæti laus í keppninni.
[...Meira]

Kaffihúsafundir með stjórnarmönnum Fáks

18.01.2012
Stjórn Fáks vill gjarnan hitta sína félagsmenn til að stilla betur saman strengi varðandi starfssemi og framtíðarstefnu Fáks. Nauðsynlegt er fyrir stjórn Fáks að vita hvað félagsmönnum finnst vel gert hjá félaginu, hvað mætti bæta og hvernig þeir vilja sjá Fák í framtíðinni.
[...Meira]

Sýnikennsla á Sörlastöðum

Taumsambandið

17.01.2012
Anton Páll Níelsson mun halda sýnikennslu að Sörlastöðum miðvikudagskvöldið 18. janúar kl. 20:00. Það er mikill fengur að fá að sjá hvernig Anton Páll vinnur með sín hross, en hann hefur verið einn af aðalkennurum við Háskólann að Hólum til fjölda ára.
[...Meira]

Baltasar Kormákur slær í gegn í Hollywood

Contraband tekjuhæst

15.01.2012
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, með þeim Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum, var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær. Baltasar var hins vegar fjarri glysi og glamúr rauða dregilsins og flassi blaðaljósmyndaranna í Hollywood því gærdeginum eyddi hann heima hjá sér á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði.
[...Meira]

Barátta fram á síðustu stundu

14.01.2012
Margir af bestu knöpum landsins leiða saman hesta sína í Meistaradeild í hestaíþróttum sem hefst með keppni í fjórgangi í Ölfushöllinni fimmtudaginn 26. janúar. Liðin hafa verið kynnt.
[...Meira]