Fræðsluþing um járningar

21.10.2011
Minnt er á fræðsluþing um járningar á Hvanneyri sem haldið verður dagana 28.-29. október í tilkynningu frá LBHÍ. Að þinginu standa Járningamannafélag Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands undir kjörorðunum fræðsla, kynning og skemmtun.
[...Meira]

Guðlaugur og Mette á haustfundi HS

19.10.2011
Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldin í kvöld kl. 20 í félagsheimili Sleipnis, Hliðskjálf á Selfossi (hesthúsahverfinu í Suðurtröð). Guðlaugur Antonsson fer yfir sýningarárið og Mette Mannseth fjallar um tamningar og þjálfun ungra hrossa.
[...Meira]

Miðasala Landsmóts hestamanna 2012 er hafin

18.10.2011
Miðasala Landsmóts 2012, sem fer fram í Reykjavík dagana 25.júní til 1.júlí, er nú hafin. Félagar innan Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands fá 20% afslátt af miðaverði í forsölu til 15.maí.a fer fram á heimasíðu Landsmóts http://www.landsmot.is/
[...Meira]

Íslensk hestaferð sú fjórða besta í heimi

18.10.2011
„Gullni hringurinn“, átta daga hestaferð Íshesta þar sem riðið er um uppsveitir Suðurlands, Gnúpverjahrepp og Hrunamannahrepp, yfir í Tungurnar, um Brúarhlöð og að Gullfossi og Geysi, lenti á dögunum í sæti númer fjögur á lista ferðavefjar CNN, CNN Go, yfir 15 bestu hestaferðir í heimi.
[...Meira]

Mette Manseth kennir í Hestheimum 2012

16.10.2011
Mette Manseth kennir í Hestheimum 2012. Uppselt er í janúar og örfá sæti laus á námskeiði sem haldið verður dagana 3.-4. mars. Lágmarksfjöldi  á námskeiðin er 10 manns, og hámarksfjöldi er 12 manns. Námskeiðið er aðeins fyrir vana knapa. Námskeiðið kostar : 29.000,- ISK á manninn. Greiðist fyrirfram.
[...Meira]

Kynbótamat hrossa, haustkeyrsla 2011

Kynbótamatið sem birtist í WorldFeng er fyrir öll hross sem ná að lágmarki 30% öryggi á matinu

15.10.2011
Nýtt kynbótamat hefur verið reiknað og lagt inn á gagnabankann WorldFeng. Í því er auk eldri dóma, tekið tillit til allra kynbótadóma á íslenskum hrossum árið 2011 hvar sem er í heiminum.
[...Meira]

Hrossablót Söguseturs íslenska hestsins

Um er að ræða glæsilega veislu þar sem hrossið verður í aðalhlutverki

13.10.2011
Hið rómaða Hrossablót Söguseturs íslenska hestsins verður haldið á Hótel Varmahlíð, laugardagskvöldið 15. október. Um er að ræða glæsilega veislu þar sem hrossið verður í aðalhlutverki, bæði á matseðli og í skemmtidagskrá. Þetta er fjórða árið í röð sem blótið er haldið.
[...Meira]

Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs Loga

10.10.2011
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs hestamannafélagsins Loga var haldin 4. október í Grunnskólanum í Reykholti. Þar voru börn og unglingar samankomin til að halda upp á starfsárið. Farandgripurinn Feykir var veittur í æskulýðsstarfinu.
[...Meira]

Sölusýning Náttfara á Melgerðismelum

- Söluskrá

8.10.2011
Söluskrá Náttfara með tilvísun í myndskeið frá sölusýningunni á Melgerðismelum 8. október 2011 er nú aðgengileg á Netinu.
[...Meira]

Rekstrarvandi Háskólans á Hólum

Uppsafnaður halli frá fyrri árum

6.10.2011
Rekstrarvandi Háskólans á Hólum, sem tilgreindur er í ríkisreikningi, er vegna uppsafnaðs rekstrarhalla frá fyrri árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.
[...Meira]

Yfirheyrðir vegna dýraníðs

Enginn hefur réttarstöðu grunaðs

27.06.2011
Lögreglan á Sauðárkróki hefur yfirheyrt nokkra menn í tengslum við dýraníðsmál sem upp kom á hestabýlinu Flugumýri í Skagafirði. Í síðustu viku var málið kært til lögreglu en dularfullir áverkar höfðu fundist á þremur hryssum á býlinu. Allar voru þær með skurði, en tvær voru með skurð á snoppu og ein þeirra með skurð á kynfærum.
[...Meira]
Landsmót 2011

Friðrik Dór sló í gegn - Myndband

27.06.2011
Dagurinn í gær var frábær hér á Landsmóti. Veðrið yndislegt og stemningin rafmögnuð. Í gærkvöldi var haldinn góður knapafundur fyrir ungmenni og fullorðna og þar á eftir kom Friðrik Dór og sló á létta strengi með unga fólkinu, sem þáði pizzur og ís í boði Brynjars og félaga í Veislumúlanum.
[...Meira]
Landsmót 2011

Dómum hryssa 7v og eldri lokið

27.06.2011
Ellefu hryssur voru dæmdar í flokki 7v og eldri hryssa. Efsta sætinu hélt Þóra frá Prestsbæ, sýnandi Þórarinn Eymundsson.
[...Meira]
Landsmót 2011

Úrslit úr forkeppni barnaflokks

27.06.2011
Forkeppni barnaflokks er nú lokið. Krakkarnir voru gríðarlega vel ríðandi
og áttu mörg hver sérlega góðar sýningar. Efst er Glódís Rún Sigurðardóttir Ljúf á Kamban frá Húsavík með 8,70, önnur Birta Ingadóttir Andvara á Frey frá Langholti II með 8,56 og þriðji Viktor Aron Adolfsson á Leik frá Miðhjáleigu með 8,54.
[...Meira]
Landsmót 2011

Fjölmennur knapafundur

25.06.2011
Já, það er óhætt að segja að knapafundir á Landsmótum séu vel sóttir. Hátt í fjögur hundruð manns sóttu knapafund barna og unglinga um tíuleytið í morgun. Þar fór Sigurður Emil Ævarsson mótsstjóri yfir helstu atriði er snúa að keppninni eins og aðkomu keppanda að braut, fótaskoðun eftir keppni, heilbrigðisskoðanir keppnishrossa og fleira í þessum dúr.
[...Meira]

Landsmót UMFÍ 50 + - úrslit

25.06.2011
Þá er fyrsta landsmóti UMFÍ 50 + í hestaíþróttum lokið. En landsmót UMFÍ 50+ stendur núna yfir á Hvammstanga dagana 24. – 26. Júní. Mótið var skemmtilegt og margir flottir knapar tóku þátt. Það var greinilegt að knapar í þessum aldursflokki gefa yngri knöpum ekkert nema síður sé.
[...Meira]

Hestasæði drukkið á nýsjálenskri krá

25.06.2011
Hestasæði með eplabragði er nú á boðstólnum á nýsjálenskri krá í Wellington í tilefni af mánaðarlangri hátíð þar í landi sem einkennist af bjórdrykkju og undarlegum matarsamsetningum.
[...Meira]

Samskip og samtök hestamanna innsigla víðtækt samstarf til ársloka 2013

23.06.2011

Landssamband hestamannafélaga, Landsmót hestamanna ehf. og Samskip hf. hafa undirritað víðtækan samstarfs- og styrktarsamning.

 

[...Meira]

Gæðingaveisla á Sörlastöðum 25.-27. ágúst

23.06.2011
Glæsilegt gæðingamót verður haldið á Sörlavöllum dagana 25.-27. ágúst næstkomandi. Mótið verður í algjörgum sérflokki að öllu leyti og vegleg penningaverðlaun í fullorðinsflokkum en stórglæsilegar gjafir fyrir efstu sætin í yngri flokkum.
[...Meira]
Þórður Þorgeirsson árið 1994