HM 2011

Árni Björn og Rúna í A-úrslit - HM 2011

3.08.2011
Velgengni íslenska liðsins á HM heldur áfram en í dag var mótið formlega sett.
Einnig fóru fram hæfileikadómar stóðhesta og gekk íslensku stóðhestunum þremur vel. Feykir frá Háholti er efstur i sínum flokki, sýndur af Sigurði Óla Kristinssyni, með 8,38 í aðaleinkunn. Næstur á eftir honum kemur Tígull fra Kleiva hinn danski með 8,28.
[...Meira]
HM 2011

Eyjólfur og Ósk efst í T2 - HM 2011

2.08.2011
Eyjólfur Þorsteinsson og Ósk frá Þingnesi eru efst eftir forkeppni í T2 á HM í dag. Ósk var í feiknastuði og hlutu þau 8,73 í einkunn og eru með nokkuð forskot á heimsmeistarann frá 2009, Tinu Kalo Pedersen á Kolgrími från Slätterne með 8,37
[...Meira]
Landsmót 2011

Þórður fékk reiðmennsku - verðlaunin MYNDBAND

Knapi Landsmóts 2011

3.07.2011
Þórður Þorgeirsson fékk viðurkenningu frá Félagi tamningamanna fyrir reiðmennsku sína á mótinu. Hann sýndi hvorki meira né minna en 26 hross hér á Vindheimamelum, öll í röðum kynbótahrossa.
[...Meira]
Landsmót 2011

Ómur er sigurvegarinn í A flokki á LM 2011

3.07.2011
Ómur frá Kvistum er óumdeilanlegur sigurvegari A-flokks gæðinga á Landsmóti 2011. Hinrik Bragason sýndi hestinn stórvel og uppskáru þeir einkunnina 8,98. Annar varð Álmur frá Skjálg, knapi Sigursteinn Sumarliðason með 8,68.
[...Meira]
Landsmót 2011

Siggi Sig og Kjarnorka sigurvegarar í B flokk

3.07.2011
Sigurður Sigurðarson og Kjarnorka frá Kálfholti eru Landsmótssigurvegarar í B flokki gæðinga.
[...Meira]

Tilkynnt um nauðgun á Landsmóti, engin handtekinn.

3.07.2011
Lögregla rannsakar nú meinta nauðgun sem átti sér stað Hestmannamótinu á Vindheimamelum í Skagafirði í nótt. Kona um tvítugt tilkynnti lögreglunni á Sauðárkróki þetta nú undir morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er málið í rannsókn lögreglu.
[...Meira]
Landsmót 2011

Rakel Natalie sigurvegari ungmennaflokks

3.07.2011
Það voru tvær Geysisstúlkur efstar og jafnar í efsta sætinu í ungmennaflokki.
Þar sem ekki tíðkast lengur að láta knapa ríða bráðabana, voru einkunnir og sætaröðun dómara skoðuð og kom þá í ljós að Rakel Natalie hafði hlotið 1. sætið hjá 3 dómurum en Ragnheiður Hrund 2 sinnum.
[...Meira]
Landsmót 2011

Sigursteinn og Alfa sigruðu töltið

2.07.2011
Sigursteinn Sumarliðason átti frábæra sýningu á glæsihryssunni Ölfu frá Blesastöðum 1A í A-úrslitunum í töltinu í kvöld með 8,94. Annar á eftir honum var landsmótssigurvegari töltins á LM2008, Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi með 8,78 og þriðji Steingrímur Sigurðsson á Mídasi frá Kaldbak með 8,67.
[...Meira]
Landsmót 2011

Glódís Rún sigraði barnaflokkinn

2.07.2011
A-úrslitum í barnaflokki var að ljúka hér í frábæru veðri á Vindheimamelum. Glódís Rún Sigurðardóttir sigraði örugglega á stóðhestinum Kamban frá Húsavík með 8,83. Annar varð Guðmar Freyr Magnússon á Frama frá Íbishóli með 8,68 og þriðja Ingunn Ingólfsdóttir á Hágangi frá Narfastöðum með 8,65
[...Meira]
Landsmót 2011

Hulda skákar bónda sínum

1.07.2011
Það var hún Hulda Gústafsdóttir sem sigraði B-úrslitin í tölti rétt í þessu á Sveig frá Varmadal. Hlutu þau 8,28 í einkunn. Annar varð bóndi hennar Hinrik Bragason á Sigri frá Hólabaki með 8,17. Frá
[...Meira]

Amy Winehouse

27.06.2011
Amy Winehouse tæki sig vel út á Landsmóti, berfætt hjálmlaus og með óstjórn á taumhaldi. Toppurinn sem skvísan klæðist á vel við "Just Do It" skál.
 
[...Meira]