Kynbótasýningar Melgerðismelum og Selfossi 29. maí - 2. júní

16.05.2017
 Kynbótasýningar fara fram dagana 29. maí til 2. júní á Melgerðismelum og á Selfossi, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. 
[...Meira]

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Sörlastöðum 22.- 26. maí

16.05.2017
 Kynbótasýning verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 22. til 26. maí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 12:30 mánudaginn 22. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 26. maí. Alls eru 74 hross skráð á sýninguna. 
[...Meira]

Fjórðungsmót Vesturlands 2017

10.05.2017
 Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júlí 2017. Mótið er haldið af hestamannafélögunum fimm á Vesturlandi en auk þeirra eiga keppnisrétt fulltrúar frá hestamannafélögunum á Vestfjörðum, úr Húnavatnssýslum og Skagafirði.
[...Meira]

Opna Álftanesmótið í Hestaíþróttum

8.05.2017
 Opna Álftanesmótið í hestaíþróttum verður haldið helgina 20.-21. maí n.k. Keppt verður á hinum rómaða velli hestamannafélagsins Sóta við Breiðamýri á Álftanesi.
[...Meira]

Dagskrá og ráslisti Reykjavíkurmeistaramótsins

7.05.2017
 Enn og aftur þá er met fjöldi á Reykajvíkurmeistaramótinu enda mótið orðið viku mót. Mótið er World Rangking mót og viljum við biðja keppendur að kynna sér allar reglur mjög vel (sjá heimasíðu LH) sem og fylgjast vel með dagskrá mótsins og þeim breytingum sem kunna verða á meðan á mótinu stendur. 
[...Meira]

Vormót Léttis 2017

4.05.2017
  Vormót Léttis verður haldið  maí 13-14 maí á Hlíðarholtsvelli, Akureyri. Við ætlum að byrja á að bjóða uppá alla flokka með fyrirvara um skráningar. Ef skráning er dræm í einhverja grein verður aðeins riðin forkeppni eða hún felld niður.  
[...Meira]

Frábær hestakostur á Ræktun 2017

27.04.2017
 Nú er Ræktun 2017 að bresta á. Mikið af frábærum gæðingum eru búnir að tilkynna komu sína og lítur dagskráin mjög vel út. 
[...Meira]

Fleiri hross út þrátt fyrir styrkingu krónunnar

26.04.2017
 Þrátt fyrir styrkingu krónunnar hefur útfluttum hrossum fjölgað síðustu þrjú ár. Vel gengur að selja hross út að sögn útflytjenda en krónan klípur stóran hluta af hagnaðinum sem verður til.
[...Meira]

Stóðhestadagur Eiðfaxa

fer fram á Brávöllum á Selfossi 6.maí

25.04.2017
  "Stóðhestsablað Eiðfaxa er á leið í prent í vikunni. En í því verða allir helstu stóðhestar sem boðnir eru til notkunar sumarið 2017". Þetta kemur fram á vef Eiðfaxa, eidfaxi.is.
[...Meira]

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

24.04.2017
 Þann 18. apríl var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. 
[...Meira]

Heildarúrslit úr Kvennatölti Spretts

24.04.2017
 Kvennatölt Spretts fór fram í Samskipahöllinni sl. laugardag, 22. apríl og þar tókust á vel á annað hundrað konur í töltkeppni í fjórum styrkleikaflokkum. Mótið gekk vel fyrir sig og var umgjörðin glæsileg og verðlaunin vegleg að venju.
[...Meira]

Hestadagar 29. apríl - 1. maí

18.04.2017
 Hestadagar verða haldnir dagana 29. apríl - 1. maí næstkomandi með glæsilegri dagskrá um land allt:
[...Meira]

Æskan og hesturinn í Víðidal 29. apríl

17.04.2017
 Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 29. apríl næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum. 
[...Meira]

Bergur og Katla voru allra sterkust

16.04.2017
 Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum voru "allra sterkasta" parið í töltkeppni kvöldsins. Þau báru sigur úr býtum með 8,61 í einkunn. Annar var Jakob Svavar Sigurðsson á Júlíu frá Hamarsey með 8,33. Þriðja varð síðan Elín Holst með Frama frá Ketilsstöðum með 7,94. 
[...Meira]

Stórsýning Fáks 2017

13.04.2017
  Stórsýning Fáks, 30 ára afmæli Reiðhallarinnar í Víðidal og 95 ára afmæli Fáks verður laugardaginn 22. apríl n.k. í Reiðhöllinni Víðidal kl 20:30.
[...Meira]

Bergur meistari 2017

8.04.2017
 Magnaðri Meistaradeild er lokið en Bergur Jónsson og lið Gangmyllunnar fóru hlaðinn verðlaunum heim. 
[...Meira]

Nýr hestalitur kominn fram í íslenska hrossastofninum

– Eini hesturinn í heiminum með þennan erfðaeiginleika

6.04.2017
Bændablaðið fregnaði af því að á Íslandi væri nú til graðfoli sem kominn er á fjórða vetur og með einstakan lit. Freyja Imsland, doktor í erfðafræði, og Baldur Eiðsson, eigandi folans, staðfestu að svo væri.
[...Meira]

Sýningin Ræktun 2017

4.04.2017
Undirbúningur fyrir stórsýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands RÆKTUN 2017 sem fram fer í Fákaseli að Ingólfshvoli laugardaginn 29. apríl n.k. er í fullum gangi. Eins og verið hefur þá verður áherslan á sýningar ræktunarbúa, afkvæmasýningar hryssna og stóðhesta ásamt hópa einstaklingssýndra hryssna og stóðhesta.
[...Meira]

Lokaniðurstöður 2017 - Áhugamannadeild Spretts

2.04.2017
 Lokahátíð Áhugamannadeildar Spretts – Gluggar og Gler deildin – var haldin síðastliðinn föstudag. Gestir voru liðin, þjálfarar, starfsmenn deildarinnar ásamt styrktaraðilum og öðrum boðsgestum. Á hátíðinni var frábærri mótaröð fagnað og ljóst er að Áhugamannadeildin hefur fest sig í sessi meðal hestamanna.
[...Meira]

Vel ættuð hross á upp­boði

1.04.2017
 Upp­boðum sýslu­manna á óskila­hross­um hef­ur fækkað síðustu ár en þau voru mun al­geng­ari fyr­ir rúm­um ára­tug, að sögn Björns Hrafn­kels­son­ar, sýslu­manns­full­trúa á Norður­landi vestra. Í janú­ar síðastliðnum voru boðin upp þrjú hross í óskil­um, einn graðhest­ur og tvær hryss­ur, á bæn­um Saur­bæ í Skagaf­irði.
[...Meira]