Evrópska Meistaramót Íslenska hestsins á ÍS

17.10.2012
Evrópska Meistaramót Íslenska hestsins á ÍS verður haldið laugardaginn 23. mars 2013 í Haarlem í Hollandi. Þetta er í fimmta skipti sem þetta mót er haldið og gengur undir nafninu Horses on ICE.
 
[...Meira]

Glænýr gerviknapi á Feti

3.10.2012
Ný tegund af knapa er notuð á hrossaræktarbúinu Feti. Anton Páll Níelsson bústjóri útskýrir málið.
[...Meira]

Fjölmenni í Laufskálarétt í gær

30.09.2012
Fjölmenni var í Laufskálarétt í Skagafirði í gær og margir glæstir fákar. Atgangurinn var mikill þegar hestarnir komu í réttina og þurftu menn að hafa sig alla við að ráða við fjöruga fákana. Að sögn lögreglunnar fór allt saman vel fram og mikið fjör. Í gærkvöldi var síðan réttarall að Svaðastöðum þar sem fjölmenni var einnig mikið.
[...Meira]

Fjör í Skrapatungurétt

23.09.2012
Hin árlega stóðsmölun í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu fór fram sl. laugardag og réttað daginn eftir í Skrapatungurétt. Að sögn Valgarðs Hilmarssonar ferðamannafjallkóngs fóru yfir 250 manns ríðandi í dalinn á laugardaginn en brugðið var út af venjulegri leið vegna ófærðar og farið þess í stað frá Skrapatunguréttinni og upp í Kirkjuskarðsrétt og til baka.
[...Meira]

Sundriðið í Sauðárkrókshöfn

19.09.2012
Atriði í kvikmyndinni Hross var tekið upp í Sauðárkrókshöfn í morgun en þar sundríður maður út í rússneskan togara til að ná sér brennivín. Sundið út í togarann gekk vel hjá hesti og manni en þegar átti að snúa við fór ekki alveg eins og ritað var í handritið.
[...Meira]

Úrslit Svissneska meistaramótsins

13.08.2012
Svissneska meistaramótið var haldið um liðna helgi í Brunnadern þar sem eitt frægasta Heimsmeistaramót allra tíma var haldið árið 2009. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins.
[...Meira]

Illa sært hross á Þormóðsholti

„Þarf ég eitthvað að fræða fólk um það?“ segir bóndinn

12.06.2012
Myndband þetta hefur gengið manna á milli á Facebook og sýnir hross á Þormóðsholti í Akrahreppi sem er með alvarlegt sár vinstra megin í náranum og annað smærra sár hægra megin.
[...Meira]

Magnús Bragi með flugeldasýningu á Vindheimamelum

29.05.2012
Kynbótasýning hófst á Vindheimamelum í gær, mánudag. Alls eru 157 hross skráð og byrjaði Magnús Bragi Magnússon á Íbishóli sýninguna á flugeldasýningu segir í frétt á fax.is.
[...Meira]

Hundruð tóku þátt í hestareið

26.05.2012
Það var mikið um dýrðir hjá hestamönnum á Selfossi í dag þegar Sleipnishöllin var formlega vígð.
[...Meira]

Íslandsþáttur Mörthu Stewart sýndur í dag

Dorrit Mousieff og Martha Stewart á hestbaki

9.05.2012
Dorrit Mousieff verður í sjónvarpsþætti Mörthu Stewart sem sýndur verður í Bandaríkjunum í dag. Í þættinum verður ítarlega fjallað um Ísland, meðal annars ferðaþjónustu, hönnun, hollustu, íslenska hestinn og mat.
[...Meira]

Spuni og Álfur setja punktinn yfir i-ið!

7.04.2012
Nú er allt að verða klárt fyrir veisluna miklu í Ölfushöllinni í kvöld og þar mæta engar smá fallbyssur til leiks, en bæði Spuni frá Vesturkoti og Álfur frá Selfossi munu heiðra samkomuna.
[...Meira]

Hneggjandi skemmtilegt gaman

1.04.2012
Tignarleg sjón blasti við þeim sem leið áttu um miðbæinn í hádeginu í gær, en þar fór fram skrúðreið 150 knapa og hesta sem lögðu af stað frá Tanngarði og riðu síðan í gegnum miðbæinn og enduðu í Hljómskálagarðinum.
[...Meira]

Setning Hestadaga í Reykjavík

29.03.2012
Í kvöld verða Hestadagar í Reykjavík formlega settir. Setningarathöfnin fer fram í verslun Líflands að Lynghálsi 3 kl. 18:00 og mun Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga setja hátíðina.
[...Meira]

Styttist í Stóðhestaveislur!

23.03.2012
Hin árlega stórsýning stóðhestanna, Stóðhestaveislan, verður haldin á tveimur stöðum líkt og í fyrra, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki lau. 31. mars nk. og í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli lau. 7.apríl nk. Tugir stóðhesta munu koma fram á hvorri sýningu fyrir sig, bæði yngri og eldri hestar, stórstjörnur og nýstirni í bland.
[...Meira]

Gunnarsholtssýningar endurvaktar

7.03.2012
Stóðhestasýning í anda þeirra sem haldnar voru í Gunnarsholti á Rangárvöllum verður endurvakin í vor að því er fram kemur á fréttavef Eiðfaxa frá því í gær þar sem segir að til standi að endurvekja „Gunnarsholtsstemninguna“
[...Meira]

Töltkeppni Meistaradeildar

Opið bréf Hestafrétta til Meistaradeildar í Hestaíþróttum

29.02.2012
Skal ég berja mér á brjóst eins og enginn sé morgundagurinn! Mín hugleiðing varðandi þetta ofurpot Meistaradeildarinnar er á leið í loftið en á meðan birti ég opðið bréf frá Hestafréttum varðandi aulaháttinn sem á sér stað í Meistaradeildinni hvað fjölmiðla varðar. Myndband frá töltkeppni er birt hér með og mér er bara alveg sama. KV Daníel Ben
[...Meira]

Glæsilegur Ísmóti á Hrístjörn lokið

25.02.2012
Það var fallegt um að litast á Hrísatjörninni í dag, blankalogn, -1 gráða og sól á köflum. Hestar, knapar og áhorfendur skemmtu sér við frábærar aðstæður og mótið gekk mjög vel í alla staði.
[...Meira]

Myndbönd frá Bautatölti 2012

21.02.2012
Upptökur frá Bautatöltinu eru nú komnar á netið. Það var Þórir Ó. Tryggvason sem sá um upptökur og Hákon I. Þórisson sem sá um klippingar.
[...Meira]

Húnvetnska liðakeppnin hefst 17. febrúar

Opnunarmyndband

12.02.2012
Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar verður haldið 17. Febrúar næstkomandi en þá verður keppt í fjórgangi. Opnunarmyndband fyrir liðakeppnina er nú komið á netið og er óhætt að segja að þarna sé ofurhresst fólk á ferðinni.
[...Meira]

Hestadagar í Reykjavík 2012

vetrarhátíð íslenska hestsins

8.02.2012
Hestadagar í Reykjavík 2012 verða vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið. Að hátíðinni standa Landssamband Hestamannafélaga, Höfuðborgarstofa, Icelandair group,  Inspired by Iceland og sex hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu.
[...Meira]