Verður Spuni á Landsmóti 2012?

Viðtal við Ólaf og Finn í Vesturkoti

29.11.2011
Þetta ár var sérstaklega gott hjá ræktunarbúinu Vesturkoti en hinn glæsilegi 5 vetra stóðhestur Spuni frá frá Vesturkoti toppaði öll met sem sett hafa verið og yfirgaf Landsmót á þessu ári sem hæst dæmdi hestur allra tíma. Sú spurning sem er nú á allra vörum, hvað gerist með Spuna á næsta ári?
[...Meira]

Fyrsti þátttakandinn frá Austurríki á Old Heroes á HM 2013 er Blær frá Minni Borg

28.11.2011
Þrír stórgæðingar til viðbótar boða komu sína á ,,Old Heroes'' á HM 2013 í Berlin. Gordon frá Stóru Ásgeirsá (1988) heimsmeistari í skeiði ásamt Didda Bárðar. Gordon er í fantaformi en hann er í eigu Bernd Schliekermann.
[...Meira]

Albróðir Korgs frá Ingólfshvoli vann folaldasýningu hjá HÖ

26.11.2011
Í dag var haldin hin árlega folaldasýning Hrossaræktarfélgags Ölfus í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Ellefu folöld voru sýnd og voru það áhorfendur sem völdu þjú efstu sætin. Áhorfendur voru á einu máli um að Kolbeinn frá Gljúfurholti sem er ræktaður af  Erni Karlssyni væri fegursta folaldið á sýningunni.
[...Meira]

Íslenskir hestar á Times Square

7.11.2011
Ljósaskiltin og umferðarniðurinn á Times Square í New York eru ekki beinlínis náttúrulegt umhverfi íslenska hestsins, enda vöktu gæðingarnir Klerkur og Dagfari talsverða athygli þegar þeir spókuðu sig þar í morgun. Hestarnir komu fram í beinni útsendingu í sjónvarpsþættinum Good Morning America, fyrir framan 4,5 milljónir áhorfenda.
[...Meira]

Jóhann knapi ársins

varð heimsmeistari í tölti í fimmta sinn

6.11.2011
Uppskeruhátið hestamanna fór fram á Broadway í gærkvöldi og var mikið um dýrðir.  Þetta var stórt ár í keppnishestamennskunni og því mörgu að fagna þegar árið er gert upp. Dagskrá kvöldsins var hefðbundin. Haraldur Þórarinsson bauð gesti hjartanlega velkomna og setti hátíðina formlega. Að því búnu var komið að veislustjóra kvöldins, Halldóri Gylfasyni leikara að taka við stjórninni.
[...Meira]

Mynduð nakin inni í hestshræi

Fékk hugmyndina úr Stjörnustríðsmynd

4.11.2011
Tuttugu og eins árs gömul kona frá Oregon, Bandaríkjunum, skreið nakin inn í hestshræ og lét taka myndir af sér. Þessar myndir af Jasha Lottin hafa vakið mikinn óhug en hún verður ekki ákærð fyrir þetta athæfi sitt.
[...Meira]

Heimsókn á Blesastaði 2010

2.10.2011
Hrosaræktarbúið Blesastaðir er eitt af stórkostlegustu búum landsins og er þá vægt til orða tekið. Kvikmyndatökumaður Ben Media var á ferðinni þar um mitt ár 2010 og festi nokkur brot úr lífi fólksins á Blesastöðum á filmu.
[...Meira]

Upprifjun frá Landsmóti 1994

Rauðhetta frá Kirkjubæ og Orri frá Þúfu

30.09.2011
Á meðfylgjandi myndböndum má sjá skemmtileg myndbrot frá Landsmóti hestamanna frá árinu 1994 en þar er helst að minnast sýningu Þórðar Þorgeirssonar á Rauðhettu frá Kirkjubæ. Einnig er hér að sjá magnaða spretti Orra frá þúfu ásamt uppákomu hjá Bjarkari frá Efri Brú.
[...Meira]

Byggingadómar í Zachow

Alþjóðlega Skeiðmeistaramótið í Zachow

29.09.2011
Byggingadómar hófust í morgun á kynbótasýningu sem nú er haldin í Zachow í Þýskalandi. Útrásarvíkingurinn Þórður Þorgeirsson er farin að láta til sín taka á öllum sviðum í nýju landi, en hann aðstoðaði Stefan Schenzel við mælingu hrossana í morgun. Meðfylgjandi eru byggingadómar sýningarinnar.
[...Meira]
Útrásarvíkingurinn Þórður Þorgeirs, sýnir eitt hross!

Alþjóðlega Skeiðmeistaramótið í Zachow

Sýningarskrá kynbótahrossa

28.09.2011
Það er mikið um að vera á búgarði Gunter Weber, Zachow í Þýskalandi næstu daga. Ídag hófust byggingadómar á hinni árlegu kynbótasýningu sem þar er haldin og lýkur sýningunni þann 30. September á yfirlitssýingu.
[...Meira]

Íslenski hesturinn í Game of Thrones

Game of Thrones kemur úr smiðju bandaríska sjónvarpsrisans HBO

28.09.2011
Íslenski hesturinn verður töluvert notaður í upptökum á sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er tökulið þáttanna væntanlegt hingað til lands í nóvember.
[...Meira]
Myndband frá Íslandsmeistaramóti í Járningum 2009

Fræðsluþing um járningar 2011

Hesta- og járningamenn eru hvattir til að taka þátt í þéttri og góðri dagskrá

28.09.2011
Í ár eru 5 ára liðin frá stofnun Járningamannafélags Íslands. Að því tilefni mun félagið ásamt Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands standa fyrir ráðstefnu um járningar á Hvanneyri dagana 28. og 29. október nk.
[...Meira]

Fólk og hestar í Laufskálarétt

24.09.2011
Margt var um manninn og hesta í Laufskálarétt í Skagafirði í dag en þær eru stærstu stóðréttir Íslands. Afar gott veður var í Skagafirði í dag og gengu réttarstörf fljótt og vel fyrir sig.
[...Meira]
Ráslistar

Tomma mótið 2011

Hefst í dag kl. 10.00

10.09.2011
Tomma mótið hefst í dag á fjórgangi klukkan 10.00 á Brávöllum á Selfossi. Ríflega 100 skráningar eru á mótinu og er ráslisti tilbúinn.
[...Meira]
Hvernig fer hann eiginlega að þessu? MYNDBAND

Þegar þú hélst að þú hefðir séð allt

8.09.2011
Það verður að segjast að dýrin eru sjaldnar klaufaleg en við mennirnir og klúðra ekki sínum málum jafn oft, sem veldur því að þegar þeim mistekst getur það verið alveg ótrúlega fyndið.
[...Meira]

Suðurlandsmótið hafið

11.08.2011
Suðurlandsmótið á Gaddstaðaflötum við Hellu hófst í gær á forkeppni í fimmgangi og fjórgangi þar sem einn keEyjólfur Þorsteinsson er efstur í fjórganginum á Kommu frá Bjarnanesi 1 með 7,03 og önnur er Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Þóri frá Hólum með 6,87ppandi var inni á vellinum í einu.
[...Meira]
HM 2011

Tölt-Jói hampaði tölthorninu - HM 2011

7.08.2011
Sterkustu töltarar í heimi voru samankomnir í St. Radegund í dag og tóku þátt í lokapunkti HM, tölti T1. Íslensku knaparnir voru tilbúnir til að gera stóra hluti. Þetta voru þeir Viðar Ingólfsson, Jóhann Rúnar Skúlason og Hinrik Bragason.
 
[...Meira]
HM 2011

Tina varði titilinn í T2 - HM 2011

7.08.2011
Það var hin norska Tina Kalmö Pedersen sem hreppti gullið í slaktaumatöltinu á Kolgrími fran Slåtterna. Hún og Eyjólfur Þorsteinsson á Ósk frá Þingnesi voru í nokkrum sérflokki í þessum úrslitum en Eyjólfur varð annar.
[...Meira]