HM 2011

Norskur sigur í fjórgangi - HM 2011

Anna Stine Haugen

7.08.2011
Það voru gríðarlega sterkir hestar í A-úrslitunum í fjórgangi á HM í dag. 
Norsku knaparnir röðuðu sér í efstu tvö sætin með vel heppnuðum sýningum og Anna Stine Haugen á Muna frá Kvistum hampaði að lokum heimsmeistaratitlinum. 
[...Meira]
HM 2011

Gullið í fimmgangi til Svíþjóðar - HM 2011

Magnús Skúlason og Hraunar

7.08.2011
Fimmgangskeppnin var hörð og spennandi á HM í dag. Eins og Stian Pedersen og Tindur frá Varmalæk gerðu á HM 2009 í Sviss, fór Magnús Skúlason á Hraunari frá Efri-Rauðalæk Krýsuvíkurleiðina í A-úrslitin og stóðu svo uppi sem heimsmeistarar! Þar vó frábært skeið úrslitum
[...Meira]
HM 2011

Hulda sigraði B-úrslitin - HM 2011

Fjórgangur

6.08.2011
Hulda Gústafsdóttir á Kjuða frá Kirkjuferjuhjáleigu sigraði B-úrslitin í fjórgangi í morgun. Þar með hefur hún tryggt sér sæti í A-úrslitunum á morgun. Hulda og Kjuði hlutu 7,70 í einkunn. Önnur varð Agnes Helga Helgdóttir fyrir Noreg á Gná fra Jakobsgården með 7,63,
[...Meira]
HM 2011

Bergþór og Lótust fljótastir - HM 2011

5.08.2011
Húnvetningurinn Bergþór Eggertsson er mikill skeiðknapi og keppir fyrir Ísland, þó búsettur sé hann í Þýskalandi. Hann er ríkjandi heimsmeistari í 250m skeiði á Lotusi van Aldenghoor og er með besta tímann eftir tvo fyrri sprettina sem farnir voru í dag, 21,89 sek.
[...Meira]
HM 2011

Tvö gull og eitt brons - HM 2011

4.08.2011
Fyrstu gull íslenska landsliðsins eru staðreynd á HM í Austurríki! Um miðjan dag í dag fór fram yfirlitssýning hryssa og héldu þær Smá frá Þúfu og Rauðhetta frá Kommu sætum sínum og standa því uppi efstar í sínum flokkum á kynbótasýningum mótsins.
[...Meira]
HM 2011

Jói annar og Hinni þriðji - HM 2011

Forkeppni í tölti

4.08.2011
Forkeppni í tölti er nú lokið í úrhellisrigningu á HM í Austurríki.
Við Íslendingar eigum tvo knapa í A-úrslitum, þá Jóhann Rúnar Skúlason og Hnokka frá Fellskoti og Hinrik Bragason og Sigur frá Hólabaki.
[...Meira]
HM 2011

Árni Björn og Rúna í A-úrslit - HM 2011

3.08.2011
Velgengni íslenska liðsins á HM heldur áfram en í dag var mótið formlega sett.
Einnig fóru fram hæfileikadómar stóðhesta og gekk íslensku stóðhestunum þremur vel. Feykir frá Háholti er efstur i sínum flokki, sýndur af Sigurði Óla Kristinssyni, með 8,38 í aðaleinkunn. Næstur á eftir honum kemur Tígull fra Kleiva hinn danski með 8,28.
[...Meira]
HM 2011

Eyjólfur og Ósk efst í T2 - HM 2011

2.08.2011
Eyjólfur Þorsteinsson og Ósk frá Þingnesi eru efst eftir forkeppni í T2 á HM í dag. Ósk var í feiknastuði og hlutu þau 8,73 í einkunn og eru með nokkuð forskot á heimsmeistarann frá 2009, Tinu Kalo Pedersen á Kolgrími från Slätterne með 8,37
[...Meira]
HM 2011

Íslensku hryssurnar hækka sig á HM 2011

2.08.2011
Hæfileikadómar hryssna hafa staðið yfir á heimsmeistaramótinu í Austurríki í dag.  Íslensku hryssurnar áttu góðan dag og tvær þeirra eru efstar í sínum flokki. Frábær byrjun hjá kynbótaknöpunum okkar.
[...Meira]
Landsmót 2011

Þórður fékk reiðmennsku - verðlaunin MYNDBAND

Knapi Landsmóts 2011

3.07.2011
Þórður Þorgeirsson fékk viðurkenningu frá Félagi tamningamanna fyrir reiðmennsku sína á mótinu. Hann sýndi hvorki meira né minna en 26 hross hér á Vindheimamelum, öll í röðum kynbótahrossa.
[...Meira]
Landsmót 2011

Siggi Sig og Kjarnorka sigurvegarar í B flokk

3.07.2011
Sigurður Sigurðarson og Kjarnorka frá Kálfholti eru Landsmótssigurvegarar í B flokki gæðinga.
[...Meira]
Landsmót 2011

Mótið sett í kvöldsólinni

30.06.2011
Landsmótið var formlega sett við hátíðlega athöfn á Vindheimamelum í kvöld.
Setningarathöfnin er jafnan hátíðlegur viðburður, þar sem um 200 hesta hópreið hestamannafélaganna marserar inn á mótssvæðið á eftir fánaberum íslenska fánans.
[...Meira]
Landsmót 2011

Viðar er á toppnum

Forkeppni í tölti

30.06.2011
Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi eru í efsta sætinu eftir forkeppni í tölti.
Hlutu þeir 8,57 í einkunn. Sigursteinn Sumarliðason á Ölfu frá Blesastöðum 1A var efstur alla keppnina en hann reið fyrstur i braut og gaf tóninn. Hestarnir voru stórkostlegir í kvöld enda aðstæður allar hinar bestu.
[...Meira]
Landsmót 2011

Sigurbjörn fljótastur

150M skeið

30.06.2011
Í gærkvöldi voru riðnir 2 sprettir af 4 í 250m og 150m skeiði.
Það var reynsluboltinn Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá Búðardal sem rann 150m á besta tímanum, 14,64. Óðinn lá aðeins annan sprettinn en það dugði þeim félögum í gær.
[...Meira]

Myndbönd frá ISIBLESS

29.06.2011
Það er ekki af ástæðulausu sem hann er kallaður stutt "klippu"masterinn hann Henning á Isibless. Henning ráfar um Landsmótssvæðið og tekur upp myndbönd af því sem á vegi hans verður.
[...Meira]

Selja skot með hrossasæði á barnum - Myndband

Vinsæll hjá konum

29.06.2011
Já þetta hljómar eins og úr einhverri hræðilegri Zombie-mynd (mjög hræðilegri) - en hér er um veruleika að ræða! Mjöðurinn er blandaður eplum og á víst að bragðast eins og einhvers konar búðingur.
[...Meira]
Landsmót 2011

Forkeppni í A-flokki lokið

Ómur frá Kvistum efstur með 8,93

28.06.2011
Forkeppni í A-flokki er nú lokið á Landsmóti. Efstur inn í milliriðil er Ómur frá Kvistum með 8,93, knapi Hinrik Bragason. Annar er Heljar frá Hemlu II með 8,63, knapi Vignir Siggeirsson og þriðji Már frá Feti með 8,58, knapi Viðar Ingólfsson.
[...Meira]
Landsmót 2011

Úrslit úr forkeppni í B-flokki

Kjarnorka frá Kálfholti er efst með 8,84

27.06.2011
Kjarnorka frá Kálfholti er efst eftir forkeppni í B-flokki á Landsmóti með 8,84, knapi að sjálfsögðu Sigurður Sigurðarson. Annar hestur er Eldjárn frá Tjaldhólum með 8,74, knapi Guðmundur Björgvinsson og þriðja er Alfa frá Blesastöðum 1A með 8,72, knapi á henni var Sigurstienn Sumarliðason.
[...Meira]
Landsmót 2011

Herra ISIBLESS mættur á Landsmót

27.06.2011
Hann er oftast kallaður Mr. Isibless fjölmiðlagúrúinn Henning Drath sem rekur þýska vefmiðilinn www.isibless.de. Henning er þekktur fyrir skemmtilegar og beittar fréttir af heimi hestamenskunnar í Þýskalandi. Á meðfylgjandi myndbandi sjáum við landsmót með hans augum.
[...Meira]
Landsmót 2011

Friðrik Dór sló í gegn - Myndband

27.06.2011
Dagurinn í gær var frábær hér á Landsmóti. Veðrið yndislegt og stemningin rafmögnuð. Í gærkvöldi var haldinn góður knapafundur fyrir ungmenni og fullorðna og þar á eftir kom Friðrik Dór og sló á létta strengi með unga fólkinu, sem þáði pizzur og ís í boði Brynjars og félaga í Veislumúlanum.
[...Meira]