Íslensk hrossarækt í 100 ár

Stefnumótun hrossaræktarinnar

14.11.2016
 Íslensk hrossarækt í 100 ár - Stefnumótun hrossaræktarinnar. Ráðstefna haldin laugardaginn 3. Desember. Félag hrossabænda, Háskólinn á Hólum, Matvælastofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sögusetur íslenska hestsins.
[...Meira]

Uppskeruhátíð Hrossaræktarfélags Biskupstungna

6.11.2016
 Hrossaræktarfélag Biskupstungna hélt aðalfund og Uppskeruhátíð í 3.nóv.2016 á Hlöðuloftinu í Efstadal. Fámennt var en góðmennt og gaman að veita verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross ársins ræktuð af félagsmönnum okkar. Gestur fundarins var Bjarni Þorkelsson frá Þóroddstöðum og var hann með fróðlegt erindi um hrossarækt.
[...Meira]

Hrossaræktin 2016 - Ráðstefna

26.10.2016
 Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram í Samskipahöllinni í Spretti, laugardaginn 5. nóvember nk. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. 
[...Meira]

Sextán bú tilnefnd sem ræktunarbú árins 2016

24.10.2016
  Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 71 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu og í ljósi afar magnaðs árangurs hjá mörgum búum var ákveðið að tilnefna 16 bú í ár.
[...Meira]

Fjöldi sýndra hrossa á Íslandi sumarið 2016

14.09.2016
 Nú að afloknum kynbótasýningum sumarsins er rétt að líta yfir farinn veg. Sýningarnar urðu 12 alls, 8 vorsýningar, 1 miðsumarssýning og 3 síðsumarssýningar.
[...Meira]

Myndbönd af kynbótahrossum frá Landsmótinu 2016

8.09.2016
  Vel gengur að koma inn myndböndum af Landsmótinu 2016 inn í WorldFeng og finna má á LM Myndbönd. Flest myndbönd af kynbótahrossum eru orðin aðgengileg fyrir þá sem keypt hafa áskrift að þessum hluta WorldFengs.
[...Meira]

DNA sýnataka á höfuðborgarsvæðinu

30.08.2016
 Pétur Halldórsson ráðunautur verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi föstudag, 2. september.
[...Meira]

Hollaröð yfirlits á Mið-Fossum 18. ágúst

17.08.2016
Yfirlit síðsumarssýningar í Borgarfirði fer fram á Mið-Fossum fimmtudaginn 18. ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á elstu hryssum og endað á stóðhestum. Athugið að hádegishlé (1 klst.) verður að afloknum 17 hollum.
[...Meira]

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 15. - 18. ágúst.

10.08.2016
  Kynbótasýning verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 15. til 19. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 15. ágúst. Á mánudeginum verða tvær dómnefndir að störfum þannig að tímasetningar á hollum eru aðrar þann dag, holl 1 hefst að venju kl. 8 en holl 2 kl. 9:30.
[...Meira]

Röðun hrossa á síðsumarssýningu á Mið-Fossum 15.-17.ágúst

10.08.2016
 Kynbótasýning fer fram á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 15. til 18. ágúst. Dómar hefjast kl. 13:00 á mánudaginn 15.ágúst og viljum við biðja sýnendur um að mæta tímanlega í sín holl, svo að tímasetningar haldist sem best.
[...Meira]

Miðsumarssýning á Brávöllum - hollaröð

20.07.2016
  Miðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Brávöllum, Selfossi dagana 26.-29.júlí n.k.  Dómar farqa fram þriðjudag til fimmtudags og yfirlitssýning á föstudag.  
[...Meira]

Sýningarskrá kynbótahrossa fyrir landsmót 2016

12.06.2016
 Þá er öllum kynbótasýningum á Íslandi lokið fyrir Landsmót hestamanna og sýningarskrá fyrir mótið tilbúin.
[...Meira]

Yfirlitssýning seinni viku í Spretti - Hollaröð

10.06.2016
  Yfirlitssýning kynbótahrossa í seinni viku í Spretti í Kópavogi hefst stundvíslega kl. 8:00 föstudaginn 10. júní. Dagskrá dagsins er eftirfarandi:
[...Meira]

Yfirlitssýning seinni viku á Gaddstaðaflötum - Hollaröð

10.06.2016
  Yfirlitssýning kynbótahrossa í seinni viku í Spretti í Kópavogi hefst stundvíslega kl. 8:00 föstudaginn 10. júní. Dagskrá dagsins er eftirfarandi:
[...Meira]

Hollaröð yfirlits á Mið-Fossum 9. júní, seinni vika

8.06.2016
 Yfirlitssýning seinni dómaviku á Mið-Fossum í Borgarfirði fer fram fimmtudaginn 9. júní og hefst kl. 9:00.  Röð flokka er hefðbundin og byrjað á elstu hryssum. 
[...Meira]

Thór Steinn frá Kjartansstöðum bætir sig

8.06.2016
 Thór Steinn frá Kjartansstöðum stendur nú efstur í flokki  7v og eldri stóðhesta með flottan dóm eða 8,42 í aðaleinkunn fyrir yfirlitssýningu. Án þess að halla á aðra klárhesta þá er Thór Steinn einn af mest áhugaverðustu stóðhestum í dag, vel taminn, vel þjálfaður og vel sýndur af knapa sínum Sigurði V. Matthíassyni.
[...Meira]

Hollaröð yfirlits á Gaddstaðaflötum 3. júní, fyrri vika

2.06.2016
 Yfirlitssýning fyrri dómaviku á Gaddstaðaflötum v. Hellu fer fram föstudaginn 3. júní og hefst kl. 9:00. Röð flokka hefðbundin og byrjað á elstu hryssum. Dagskrá dagsins er á þessa leið:
[...Meira]

Yfirlit á Mið-Fossum 2. júní – Hollaröð

2.06.2016
 Yfirlit kynbótasýningar á Mið-Fossum fer fram á fimmtudaginn, 2. júní og hefst kl. 09:00.
 
[...Meira]

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Mið-Fossum 6.-9.júní

1.06.2016
 Kynbótasýning verður á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 6. til 9. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 12:30 mánudaginn 6. júní. Yfirlitssýning verður á fimmtudaginn 9. júní og hefst kl. 9:00. Alls eru 82 hross skráð á sýninguna. 
 
[...Meira]

Yfirlit á Stekkhólma á Héraði - Hollaröð

26.05.2016
 Yfirlit kynbótasýningar á Stekkhólma á héraði, fer fram föstudaginn 27. maí og hefst kl. 9:00. Meðfylgjand ier hollaniðurröðun hrossanna.
[...Meira]