Korgur frá Ingólfshvoli seldur

29.01.2012
Björg Ólafsdóttir hefur selt sinn hlut í Korg frá Ingólfshvoli til hestabúgarðsins Sunnaholt í Þýskalandi. Artemesía Bertus á enn tíu prósenta hlut í hestinum. Sunnaholt á fyrir stórgæðingana Óskar frá Blesastöðum, Atlas frá Hvolsvelli, Frán frá Vestri Leirárgörðum og sem dæmi Hrund frá Auðsholtshjáleigu.
[...Meira]

Ræktunardagur Hrossaræktarfélags Andvara

29.01.2012
Ræktunardagur Hrossaræktarfélags Andvara verður haldinn 4. febrúar næstkomandi. Forskoðun kynbótahrossa, folaldasýning, Sviðamessa og fræðsluerindi.
[...Meira]

Folaldasýning Hrossaræktunarfélags Villingaholtshrepps

25.01.2012
Folaldasýning Hrossaræktunarfélags Villingaholtshrepps verður haldin  laugadaginn  28. jan. 2012 í reiðhöllinni á þjórsárbakka  kl.14.00. 
Þáttökugjald 2000 kr fyrir hvert folald. 
[...Meira]

Uppskeruhátið Hrossaræktarfélaga í Flóahrepp

19.01.2012
Laugardaginn 14.janúar s.l. var haldin sameiginleg uppskeruhátíð Hrossaræktarfélaganna í Flóahrepp. Á svæðinu eru starfandi þrjú Hrossaræktarfélög (í Villingaholtshrepp, Gaulverjabæjarhrepp og Hraungerðishrepp).
[...Meira]

Kynbótasýningar 2012

Drög að sýningaráætlun

13.01.2012
Áætlað er að halda fyrstu kynbótasýningu ársins í Skagafirði dagana 20. Og 21. Apríl næstkomandi. Fagráð í hrossarækt samþykkti á fundi sínum í desember 2011 eftirfarandi drög að sýningaráætlun kynbótadóma árið 2012.
[...Meira]

Stóðhestavefur Hófapressunnar

Einfalt skráningarkerfi

10.01.2012
Stóðhestavefur Hófapressunnar er að verða klár og nú geta stóðhestaeigendur skráð sína hesta sjálfir hér á vefnum. Skráningarkerfið er mjög einfalt og fara skráningar sjálfkrafa í gagnagrunn okkar. Verð fyrir skráningu árið 2012 er aðeins 5000 krónur, verð er án vsk.
[...Meira]

WorldFengur fagnar nýjum áskorunum á árinu 2012

2.01.2012
Nú þegar árið 2012 er gengið í garð og árið 2011 er að baki þá er ástæða til að fagna þeim tækifærum sem bíða á nýju ári. WorldFengur heldur inn í sitt 11 ár og verkefnin eru ærin.
[...Meira]

WorldFengur opnar nýja heima

31.12.2011
WorldFengur er nú opinn fyrir alla án endurgjalds. Hægt er að leita að hrossum eftir nafni, uppruna og örmerki og þá eru allar niðurstöður kynbóta- (FIZO) og íþróttasýninga (FIPO) aðgengilegar öllum.
[...Meira]

DVD frá Landsmóti í jólapakkann

17.12.2011
Nú eru DVD diskarnir frá Landsmótinu á Vindheimamelum í sumar komnir út. Þetta er meira en átta klukkustunda efni af bestu gæðingum og kynbótahrossum landsins.
[...Meira]

Kristinn Valdimarsson ræktunarmaður Fáks 2011

8.12.2011
Kristinn Valdimarsson, eða Kiddi í Barka eins og hann er yfirleitt kallaður, náði þeim merka áfanga að verða ræktunarmaður Fáks 2011 fyrir stóðhestinn Barða frá Laugarbökkum.
[...Meira]

World Fengur opinn að hluta

7.12.2011
Í tilefni af 10 ára afmæli WorldFengs, upprunaættbókar íslenskra hestsins, og 20 ára afmæli Fengs, skipulags skýrsluhaldskerfis í hrossarækt á Íslandi, þá verður WorldFengur opnaður að hluta fyrir alla fyrir lok ársins 2011.
[...Meira]

Ræktunarbúið Auðsholtshjáleiga - samantekt af því besta

1.12.2011
Eins og öllum er kunnugt þá var ræktunarbúið Auðsholtshjáleiga valið Ræktunarbú ársins 2011. Myndband með þessari frétt var gert af Félagi Hrossabænda og sést á þessari samantekt svipmyndir frá sigrum Auðsholtshjáleigu árið 2011.
[...Meira]

Álfadís með heiðursverðlaun

1.12.2011
Á vef Gangmyllunar hjá Olil Amble og Berg Jónssyni er að finna áhugaverða grein. Þar er fjallað um heiðursverðlaunaviðurkenningu Álfadísar frá Selfossi sem ræktandi hennar tók við á Hrossarækt 2011 og fl.
[...Meira]

Verður Spuni á Landsmóti 2012?

Viðtal við Ólaf og Finn í Vesturkoti

29.11.2011
Þetta ár var sérstaklega gott hjá ræktunarbúinu Vesturkoti en hinn glæsilegi 5 vetra stóðhestur Spuni frá frá Vesturkoti toppaði öll met sem sett hafa verið og yfirgaf Landsmót á þessu ári sem hæst dæmdi hestur allra tíma. Sú spurning sem er nú á allra vörum, hvað gerist með Spuna á næsta ári?
[...Meira]

Albróðir Korgs frá Ingólfshvoli vann folaldasýningu hjá HÖ

26.11.2011
Í dag var haldin hin árlega folaldasýning Hrossaræktarfélgags Ölfus í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Ellefu folöld voru sýnd og voru það áhorfendur sem völdu þjú efstu sætin. Áhorfendur voru á einu máli um að Kolbeinn frá Gljúfurholti sem er ræktaður af  Erni Karlssyni væri fegursta folaldið á sýningunni.
[...Meira]

Ræktunarbú HEÞ 2011 er Ytri-Bægisá I

Sex bú voru tilnefnd

26.11.2011
Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga var haldinn þann 24. nóvember í Ljósvetningabúð. Fjölmenni var á fundinum eða um 70 manns en þessir fundir hafa ávalt verið vel sóttir af hestaáhugafólki á Norðausturlandi.
[...Meira]

Hófapressan í Vesturkoti

26.11.2011

Hófapressan heimsótti Vesturkot í dag þar sem sá stórkostlegi stóðhestur Spuni býr ásamt eiganda sínum.  Við mynduðum nokkur áhugaverð tryppi eins og t.d tveggja vetra bróðir Spuna, Strák frá Vesturkoti.

[...Meira]

Hrossaræktin 2011 komin út

22.11.2011
Síðastliðinn laugardag, á hrossaræktarráðstefnu fagráðs, kom út bókin "Hrossaræktin 2011." Bókin er ársrit hrossaræktarinnar, hugmynd sem byggð er að hluta til á eldri samnefndri bók sem BÍ gaf út um árabil. Að útgáfunni stendur hópur áhugafólks um hrossarækt sem einnig hefur gefið út stóðhestabók, haldið stóðhestasýningar og rekur vefinn stodhestar.com.
[...Meira]

Erindi Kristinns á Hrossarækt 2011

Hvað með að sýna kynbótahross á tveimur völlum samtímis

22.11.2011
Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og formaður fagráðs í hrossarækt ræddi um framtíðarsýn kynbótahrossa á Landsmóti á Hrossarækt 2011. Eftir upplestur erindi síns voru umræðuhópar myndaðir og spunnust þar stórskemmtilegar umræður.
[...Meira]

Haustfundur og val á ræktunarbúi ársins hjá HEÞ

Mette Mannseth fjallar um tamningu og þjálfun ungra hrossa

21.11.2011
Hinn árlegi haustfundur HEÞ verður haldinn í Ljósvetningabúð fimmtudaginn 24. nóvember og hefst hann kl. 20:30. Að þessu sinni verða tvö áhugaverð erindi á dagskrá: Mette Mannseth fjallar um tamningu og þjálfun ungra hrossa og Guðlaugur Antonsson fer yfir árið í hrossaræktinni.
[...Meira]