Ís Landsmóti 2012 lokið

Þrefaldur sigur Barböru Wenzl

4.03.2012
Ís-landsmóti á Svínavatni lauk í gær, veðrið var eins og best verður á kosið logn, þurrt, hiti um frostmark og ísinn aldrei betri. Allt gekk eins og best verður á kosið og hafið  heila þökk fyrir, keppendur,  starfsmenn, áhorfendur, og ekki síst styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að hafa þetta eins veglegt mót og raun ber vitni.
[...Meira]

Úrslit Smala og skeiðs í Húnvetnsku liðakeppninni

27.02.2012
Þá er öðru móti Húnvetnsku liðakeppninnar lokið en keppt var í smala og skeiði á Blönduósi. Þátttaka var góð og var mótið skemmtilegt og spennandi í alla staði. Keppnin var gríðalega jöfn og endaði með því að þrjú lið voru efst og jöfn eftir daginn en lið 1, 2 og 4 fengu öll 56 stig í dag og lið 3 fékk 38 stig. MJÖG SPENNANDI DAGUR !!!
[...Meira]

Úrslit á Ístölt Austurlands

26.02.2012
Ístölt Austurlands var haldið við frábærar aðstæður á Móavatni við Tjarnarland í dag.  Veðrið var frábært í alla staði blankalogn og sól. Hestar og knapar léku listir sínar á ísilögðu vatninu með Dyrfjöllin flottu í bakrunn.
[...Meira]

Glæsilegur Ísmóti á Hrístjörn lokið

25.02.2012
Það var fallegt um að litast á Hrísatjörninni í dag, blankalogn, -1 gráða og sól á köflum. Hestar, knapar og áhorfendur skemmtu sér við frábærar aðstæður og mótið gekk mjög vel í alla staði.
[...Meira]

Stefán Friðgeirs fimmgangskóngur

KEA Mótaröðin

24.02.2012
Stefán Friðgeirsson og Dagur frá Strandarhöfði unnu enn einn sigurinn á
ferlinum þegar þeir sigruðu fimmganginn í KEA mótaröðinni sem fram fór
í gærkveldi. Þetta kemur fram á vefnum Fax.is.
[...Meira]

Ísólfur sigraði fjórganginn í KS deildinni

23.02.2012
Ísólfur Líndal Þórisson sigraði fjórganginn í KS deildinni í gærkveldi á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi. Ísólfur reið sig upp úr B úrslitum en þar var hann í sjötta sæti eftir forkeppni. Meðfylgjandi eru úrslit kvöldsins.
[...Meira]

Myndbönd frá Bautatölti 2012

21.02.2012
Upptökur frá Bautatöltinu eru nú komnar á netið. Það var Þórir Ó. Tryggvason sem sá um upptökur og Hákon I. Þórisson sem sá um klippingar.
[...Meira]

Úrslit frá fyrsta vetrarmóti Smára

21.02.2012
Fyrsta vetrarmót Smára var haldið í frábæru veðri laugardaginn 18 febrúar. Ágætis þáttaka var á mótinu og hestakostur lofar góðu á komandi vetri. Myndir frá mótinu má finna inn á www.smari.is eða á facebook síðu félagsins. Minnum svo á næsta mót sem haldið verður laugardaginn 17 mars.
[...Meira]

Úrslit frá vetrarleikum Fáks

20.02.2012
Geysigóð þátttaka var á fyrstu vetrarleikum Fáks sem fram fóru á laugardaginn en vel á annað hundrað keppendur öttu kappi í blíðskapar vetrarveðri.
[...Meira]

Úrslit frá Bleika töltmótinu

20.02.2012
Drottningar í bleiku svifu um reiðhallarsalinn á glæsilegu tölti og öttu kappi í Bleika töltmótinu. Mótið er haldið af Fákskonum og rennur öll innkoman beint til Krabbameinsfélagsins til rannsóknar á brjóstakrabbameini.
[...Meira]

Úrslit fyrsta vetrarmóts Loga og Trausta

20.02.2012
Fyrsta vetrarmót Loga og Trausta var haldið í gær laugardaginn 18. febrúar. Þrátt fyrir kuldann var veðrið hið besta. Úrslitin í fullorðinsflokki voru spennandi enda margir góðir hestar. Efstur í barnaflokki var Natan Morthens á Spóni frá Hrosshaga.
[...Meira]

Mótshaldarinn sigraði Bautamótið

19.02.2012
Guðmundur Karl Tryggvason mótshaldari Bautamótsins bar sigur úr býtum á opna Bautamótinu í tölti sem fram fór í gærkveldi. Þetta kemur fram á vefnum fax.is
[...Meira]

Úrslit karlatölts Harðar

19.02.2012
Karlatölt Harðar var haldið í gær og tókst það með ágætum. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins.
[...Meira]

Ísólfur sigraði fjórganginn í Húnvetnsku liðakeppninni

18.02.2012
Ísólfur Líndal sigraði 1. flokkinn í Húnvetnsku liðakeppninni sem hófst í kvöld á fjórgangi. Ísólfur á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Artemisia Bertus á Þyt frá Húsavík voru jöfn eftir forkeppnina en Ísólfur hafði betur í úrslitunum og Artemisia varð að sætta sig við annað sætið.
[...Meira]

Úrslit Ísmóts Gnýfara

12.02.2012
Ísmót Gnýfara var haldið á Ólafsfjarðarvatni síðstliðin laugardag. Helgi Þór Guðjónsson og Bergur frá Kolsholti 2 sigruðu töltmótið með 7,43 og Svavar Hreiðarsson sigraði skeiðið á Jóhannesi Kjarval frá Hala á tímanum 8,94. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins.
[...Meira]

Úrslit Grímutölts Sörla

12.02.2012
Grímutölt Sörla var haldið í gær, laugardaginn11. febrúar í reiðhöll Sörla. Skráning var ágæt og tókst mótið vel, margir flottir búningar og hestar. Úrslitin urðu eftirfarandi:
[...Meira]

Baldvin Ari Guðlaugsson sigraði fjórganginn í KEA mótaröðinni

10.02.2012
Baldvin Ari Guðlaugsson sigraði fjórganginn í KEA mótaröðinni í gær á Senjor frá Syðri-Ey með 7,07. Í öðru sæti varð Viðar Bragason á Björg frá Björgum með 7,03 og í þriðja sæti varð Líney María Hjálmarsdóttir á Þyt frá Húsavík með 6,77
[...Meira]

Úrslit úr vetrarmóti Mána

6.02.2012
Vetrarmót Mána var haldið þann 4 febrúar í blíðskaparveðri eins og er venjulega á Mánagrundinni. Gaman var að sjá hve margir tóku þátt og mátti glöggt sjá að menn og hestar höfðu mjög gaman af .
[...Meira]

Nýárstölt Léttis - úrslit

16.01.2012
Nýárstölt Léttis var haldið á laugardaginn var, í  Top-Reiter höllinni. Mótið var haldið til minningar um Óla G. Jóhannsson sem féll frá fyrir um ári síðan. Keppt var í tveimur flokkum, minna og meira vanir.
[...Meira]
Diddi og Stakkur sigra A flokk

Snilldar Meistaramóti lokið

4.09.2011
Eitt af vinsælustu mótum ársins, Meistaramóti Andvara lauk nú rétt í þessu á Kjóavöllum í Garðabæ. Mikil þáttaka var á mótinu og magnaðir hestar. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins.
[...Meira]
Þórður Þorgeirsson árið 1994