Tölt on Ice 2016

Jói Skúla og Hnokki sigra enn einu sinni

Lokaeinkunn 9,39

2.04.2016
 Það var gríðaleg stemning í Kungsbacka Skautahöllinni í Svíþjóð í dag en þar fór fram Tölt on Ice 2016. Það kom engum á óvart að stjörnur kveldsins yrðu Jóhann Skúlason og Hnokki frá Fellskoti sem afgreiddu sína keppni með hvorki meira né minna en 9,39. Vignir Jónasson og Ivan frá Hammarby settust í annað sætið með 8,39
[...Meira]

Ámundi og Hrafn sigruðu töltið í Glugga og Glerdeildinni

31.03.2016
  Í kvöld fór fram síðasta mótið í Gluggar og Gler deildinni þar sem keppt var í Byko tölti. Þetta var síðasta mótið í fimm móta röð í Áhugamannadeild Spretts. Það var Ámundi Sigurðsson sem fór með sigur af hólmi að þessu sinni en hann reið hestinum Hrafni frá Smáratúni.
[...Meira]

Artemisia og Korgur sigra Gæðingafimi í KS deildinni

31.03.2016
 Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli dönsuðu til sigurs í KS deildinni sem fram fór í gærkveldi, en þá var keppt í Gæðingafimi í Svaðastaðahöllinni.
[...Meira]

Skíma og Árni Björn sterkust á "Allra sterkustu" 2016

27.03.2016
  Skíma frá Kvistum kom sá og sigraði með knapa sínum Árna Birni Pálssyni á Þeirra Allra sterkustu sem haldin var í Samskipahöllinni í gærkveldi. 
[...Meira]

Úrslit frá kvennatölti norðurlands

26.03.2016
 Skvísurnar Sara Rut og Sara frá Stóra-Vatnsskarði sigruðu í Kvennatölti norðurlands með 6,72. Í öðru sæti varð Vigdís Gunnarsdóttir og Daníel frá Vatnsleysu 6,72 2 og Kolbrún Grétarsdóttir og Karri frá Gauksmýri höfnuðu í þriðja sæti með  6,67. 
[...Meira]

Jakob Svavar sigrar Vesturlandsdeildina

24.03.2016
 Það vantaði ekki spennuna í einstklingskeppni deildarinnar fyrir seinasta kvöldið en sú staða var uppi að hver sem er gæti í raun staðið uppi sem sigurvegari.   Jakob Svavar stóð efstur fyrir kvöldið og með glæsilegum sigri í gæðingafimi styrkti hann ansi vel stöðu sína á toppnum sem hann hélt til enda þrátt fyrir að ganga stigalaus frá flugskeiðinu. 
[...Meira]

Úrslit frá Framhaldsskólamóti í hestaíþróttum

22.03.2016
 Fjölbrautarskóli Suðurlands vann liðakeppnina, en skólinn hefur unnið þann titill oftar en nokkur skóli í sögu mótsins. Í Þetta sinn komst Menntaskóli Borgafjarðar ansi nálægt því að sigra en var, 2 stigum á eftir FSu.
[...Meira]

Úrslit frá Vetrarleikum Fáks

21.03.2016
  Það má með sanni segja að vetrarleikar Fáks hefi ekki staðið undir nafni þennan fallega vordag í mars. Sólin baðaði knapa og hesta geislum sínum svo það var ekkert vetrarlegt við þessa leika nema dagssetningin. Þátttakan var sæmileg, margir að vísu í fermingarstússi eða á framhaldsskólamóti, en þeir sem mættu voru vel ríðandi.
[...Meira]

Áhugamanna deildin

Niðurstöður úr slaktaumatöltinu

18.03.2016
 Frábær mæting var í Samskipahöllinni í kvöld en þar fór fram Hraunhamars slaktaumatölt í Gluggar og Gler deild Spretts. Bekkirnir voru vel setnir og góður andi í húsinu eins og undanfarin keppniskvöld hér í Spretti. Mótið heppnaðist afar vel, mikill metnaður og fagmennska í sýningum.
[...Meira]
KS Deildin

Bjarni Jónasar og Randalín sigruðu töltið

16.03.2016
  Bjarni Jónasson sigraði töltið á Randalín frá Efri-Rauðalæk með 8,17 í einkunn. Í öðru sæti varð Ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá  Leysingjastöðum II –með 7,83 og  þriðja sæti var svo Þórarinn Eymundsson á Takt  frá Varmalæk með 7,67 í einkunn.
[...Meira]

Fjólubláa liðið leiðir Húnvetnsku liðakeppnina

14.03.2016
  Þriðja keppniskvöld vetrarins í Húnvetnsku liðakeppninni var á föstudagkvöldið. Keppt var í fimmgangi í 1. og 2. flokki, tölti T7 í barna-, unglinga- og 3. flokki og einnig í slaktaumatölti í opnum flokki. „Frábært kvöld og allir kátir,“ segir í frétt á vefsíðu Þyts.
[...Meira]

Niðurstöður frá öðrum vetrarleikum Sleipnis

6.03.2016
Frábær þáttaka var á 2.Furuflísa-vetrarleikum Sleipnis í dag þann 5.mars. Alls voru 76 knapar skráðir til leiks og mikið af flottum hestum.
[...Meira]

Svínavatn 2016 - úrslit

4.03.2016
  Þá er lokið enn einu frábæru ísmóti á Svínavatni. Veður hefur oftast verið gott en en sjaldan eða aldei betra en nú, logn og sólskin. Skráningar voru um 130 og hrossin ótrúlega jöfn og góð miðað árstíma. Kærar þakkir til  starfsmanna, styrktaraðila og ekki síst til knapa sem margir komu um langan veg létu aldrei bíða eftir sér í brautina.
[...Meira]

Allar niðurstöður Suðurlandsmóts 2015

23.08.2015
 Sterku Suðurlandsmóti lauk nú í dag á Gaddstaðarflötum. Meðfylgjandi eru allar niðurstöður mótsins.
[...Meira]
Úrslit gæðingamót Þyts

Grágás glæsilegastur

19.08.2015
 Gæðingamót Þyts var haldið sl. laugardag á Hvammstanga í frábæru veðri, í það minnsta fram eftir degi samkvæmt vef Hestamannafélagins Þyts en þá fór að rigna af og til eins og hellt væri úr fötu, eins og sagt er á vefnum. Knapi mótsins valinn af dómurum var Rakel Gígja Ragnarsdóttir og glæsilegasti hestur mótsins einnig valinn af dómurum var Grágás frá Grafarkoti.
[...Meira]

Sætabrauðsdrengurinn vann töltið

15.03.2013
Sætabrauðsdrengurinn okkar í Ölfusinu vann töltið í Meistaradeildinni í gærkveldi á ofurhryssunni Vornótt frá Hólabrekku.
[...Meira]

KEA - Viðar sigraði fimmganginn

1.03.2013
Æsispennandi fimmgangs keppni KEA mótaraðarinnar var að ljúka þar sem Viðar Bragson og Þorbjörn Hreinn Matthíasson voru jafnir á toppnum og þurfti sætaröðun dómara til að finna sigurvegara.
[...Meira]

Guðmundur og Sólbjartur sigra fimmgang í MD 2013

1.03.2013
Guðmundur Björgvinsson sigraði Fimmgang í Meistaradeild í gærkveldi á Sólbjart frá Flekkudal með 7,90.
[...Meira]

Hans með þrennu á Ístölt Austurland

24.02.2013
Ístölt Austurland 2013 fór fram í blíðskaparveðri á Móavatni við Tjarnarland í gær. Þar fóru verðurguðirnir á kostum og göldruðu fram þessa brakandi blíðu, og gerðu daginn eftirminnilegan. Fáir útiviðburðir verða betra en veðrið þann daginn.
[...Meira]

Opið Þrígangsmót Spretts og Lýsis - Úrslit

23.02.2013
Opið Þrígangsmót Spretts og Lýsis fór fram föstudaginn 22.febrúar. Mótið gekk vel fyrir sig og hægt að hrósa keppendum fyrir að mæta á réttum tíma. Verðlaunin voru afar glæsileg og var það Lýsi sem var aðalstyrktaraðilinn að mótinu.
[...Meira]