HM 2011

Fimmta gullinu landað - HM 2011

Siggi Matt og Arnoddur

06.08.2011 - 10:21
Fimmta gull Íslendinga er í höfn á HM í Austurríki. Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu stendur efstur í flokki 6 vetra stóðhesta. Engar breytingar urðu á dómi hans á seinni sýningu hans og lýkur hann þátttöku með 8,50 fyrir byggingu og 8,38 fyrir hæfileika og aðaleinkunnina 8,43. Það var Sigurður Vignir Matthíasson sem sýndi Arnodd.
 
Í öðru sæti varð Dreki fran Lind í Svíþjóð sem hækkaði fyrir skeið frá 8,5 í 9, og fet frá 6,5 í 7 og lýkur keppni með hæfileikaeinkunnina með 8,46 og er með 8,37 í aðaleinkunn. Í þriðja sæti  Bjartur von Hof Osterkamp sem hækkaði einnig hæfileika einkunsína úr 8,37 í 8,45 og lauk sýningu með 8,34 í aðaleinkunn.
 
frett lhhestar.is