HM 2011

Sjötta gullið á HM

Bergþór Eggertsson er heimsmeistari í 250m skeiði

06.08.2011 - 12:26
Bergþór Eggertsson er heimsmeistari í 250m skeiði á Lótusi frá Aldenghoor og var fyrsti sprettur hans í gær sá besti, 21,89 sek. Annar varð hinn reynslumikli skeiðknapi Guðmundur Einarsson á Sprota frá Sjávarborg á 22,10 en þeir keppa fyrir Svíþjóð.
 
Þriðja var hin danska Tania H. Olsen ríkjandi heimsmeistari í 100m skeiði á Sóloni frá Strö á 22,32 sek. 
 
Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti urðu í 7. -8. sæti en besti tími þeirra var 22,70 sek. 
 
Margir þessara knapa munu reyna við gullið í 100m skeiðinu á morgun og það verður spennandi að sjá hver verður þá í besta dagsforminu.
 
frett lhhestar.is