Búið að velja fyrstu hross á Heimsleika 2013!

28.11.2011 - 09:37
Búið er að stofna síðu á Facebook sem heitir Gamlar hetjur – við verðum á HM í Berlín 2013. Tilgangur þessa hóps er að safna saman 30 gömlum hetjum (hrossum) sem keppt hafa á HM og verða sýnd á Heimsmeistaramótinu í Berlín 2013.
 
Allir fyrrum heimsmeistarar og þeir sem voru í úrslitum á gömlu HM leikum, og eru eldri en 20 vetra hafa rétt til þáttöku. Þetta er frábær leið til að heiðra þessa gömlu gæðinga og verður örugglega mjög skemmtilegt fyrir áhorfendur.

Huginn frá Kjartansstöðum (1981), Eitill frá Akureyri (1984), Pjakkur frá Torfunesi (1983), Gordon frá Storu-Ásgeirsá (1988) og Depill frá Votmúla (1991) eru þegar búnir að staðfesta komu sína

Uli Reber (www.lipperthof.de) hefur einnig tilkynnt að margfaldi meistarinn Kappi frá Álftagerði (1987), fyrrum keppnishestur konu hans Irena Reber muni mæta. “Hann er í topp formi og er klár” segir Uli á Facebook síðu hópsins.

Heimild
http://www.facebook.com/pages/Old-Heroes-Wir-kommen-nach-Berlin/321480151212409
 
Taktu þátt í umræðum um Old Heroes'' á HM 2013 í Berlin á Pressuspjalli
 
http://www.hofapressan.is/is/forum