Gamlir garpar sýndir á HM 2013

10.01.2012 - 18:04
Heimsleikar íslenska hestsins sem haldnir verða í Berlín á næsta ári geta orðið mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn. Hópreið í gegnum Brandenborgarhliðið í miðborg Berlínar gæti vakið heimsathygli.
 
Annað verkefni sem hefur vakið athygli á mótinu hófst sem einstaklingsframtak á Facebook. Susanne George skoraði á eigendur gamalla keppenda í úrslitum heimsmeistaramóta að sýna hestana í Berlín.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að þegar hafi 23 hestar, 20 vetra og eldri, verið skráðir í sýningu „gömlu garpanna“, sá elsti 35 vetra. Meirihluti hestanna er fæddur á Íslandi, allt þekktir gæðingar sem áhugamenn muna eftir en hafa ekki séð í mörg ár.
 
mbl.is