Meistaradeild 2012 - ráslistar fjórgangur

24.01.2012 - 17:05
Fyrsta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum fer fram nú á fimmtudaginn kl 19:00 í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli. Fyrsta grein deildarinnar er fjórgangur og hafa síðustu keppendur skilað inn upplýsingum um þau hross er þeir hyggjast keppa á.
 
Gera má ráð fyrir hörkuspennandi keppni á fimmtudagskvöldið því margar stórstjörnur eru skráðar til leiks. Það er Hinrik Bragason, Árbakki/Norður-Götur, sem ríður á vaðið á stóðhestinum Katli frá Kvistum og er þetta frumraun þeirra félaga í íþróttakeppni.
 
Á eftir þeim koma mörg þaulreynd keppnishross og hátt dæmd kynbótahross sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni. Síðastur í braut er síðan Sigurður Sigurðarson, Lýsi, sigurvegari Meistaradeildar 2011 á stóðhestinum Loka frá Selfossi en þeir félagar unnu fjórganginn í deildinni í fyrra.

Hér að neðan má sjá rásröð keppenda:

Nr    Knapar    Lið    Hestur
1    Hinrik Bragason    Árbakki / Norður-Götur    Ketill frá Kvistum
2    Sigurbjörn Bárðarson    Lýsi    Penni frá Glæsibæ
3    Þorvaldur Árni Þorvaldsson    Top Reiter / Ármót    Segull frá Flugumýri II
4    Ævar Örn Guðjónsson    Spónn.is    Þokkadís frá Efra-Seli
5    Þórdís Erla Gunnarsdóttir    Auðsholtshjáleiga    Glefsa frá Auðsholtshjáleigu
6    Elvar Þormarsson    Spónn.is    Þytur frá Oddgeirshólum
7    Sylvía Sigurbjörnsdóttir    Ganghestar / Málning    Þórir frá Hólum
8    Eyjólfur Þorsteinsson    Lýsi    Klerkur frá Bjarnanesi
9    John Kristinn Sigurjónsson    Hrímnir    Indía frá Álfhólum
10    Teitur Árnason    Árbakki / Norður-Götur    Hængur frá Hæl
11    Eyvindur Mandal Hreggviðsson    Auðsholtshjáleiga    Hersveinn frá Lækjarbotnum
12    Sigurður Vignir Matthíasson    Ganghestar / Málning    Kall frá Dalvík
13    Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter / Ármót    Hrafndynur frá Hákoti
14    Viðar Ingólfsson    Hrímnir    Vornótt frá Hólabrekku
15    Ólafur Ásgeirsson    Spónn.is    Hugleikur frá Galtanesi
16    Hulda Gústafsdóttir    Árbakki / Norður-Götur    Sveigur frá Varmadal
17    Lena Zielinski    Auðsholtshjáleiga    Njála frá Velli II
18    Sara Ástþórsdóttir    Ganghestar / Málning    Sóllilja frá Álfhólum
19    Artemisia Bertus    Hrímnir    Óskar frá Blesastöðum 1A
20    Jakob Svavar Sigurðsson    Top Reiter / Ármót    Asi frá Lundum II
21    Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Loki frá Selfossi

Forsala aðgöngumiða á mótið er hafin og er aðgangseyrir krónur 1.500 og eru miðarnir til sölu í Líflandi, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi, Selfossi. Á sömu stöðum er einnig hægt að kaupa ársmiða á deildina en þeir kosta krónur 5.000 og með þeim fylgir DVD diskur frá Meistaradeildinni 2011.