Ísólfur sigraði fjórganginn í Húnvetnsku liðakeppninni

Ljósmynd / Rósberg Óttarsson

18.02.2012 - 08:56
Ísólfur Líndal sigraði 1. flokkinn í Húnvetnsku liðakeppninni sem hófst í kvöld á fjórgangi. Ísólfur á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Artemisia Bertus á Þyt frá Húsavík voru jöfn eftir forkeppnina en Ísólfur hafði betur í úrslitunum og Artemisia varð að sætta sig við annað sætið.
 
 Í 2. flokki sigraði Vigdís Gunnarsdóttir á Freyði frá Leysingjastöðum og Rúnar Örn Guðmundsson á Kasper frá Blönduósi bar sigur úr býtum í 3. flokki. Í unglingaflokki sigraði Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Lárusi frá Syðra - Skörðugili.
 
fax.is