Úrslit á Ístölt Austurlands

26.02.2012 - 12:25
Ístölt Austurlands var haldið við frábærar aðstæður á Móavatni við Tjarnarland í dag.  Veðrið var frábært í alla staði blankalogn og sól. Hestar og knapar léku listir sínar á ísilögðu vatninu með Dyrfjöllin flottu í bakrunn.
 
Keppt var í eftirfarandi flokkum: Tölt 16 ára og yngri, tölti áhugamanna, tölti opnum flokki, B-flokk og A-flokk

Stjórn Freyfaxa þakkar kærlega öllum þeim keppendum, áhorfendum, styrktaraðilum og starfsmönnum sem komu að mótinu og gerðu það mögulegt.

Hans Friðrik Kjerúlf og Stórval frá Lundi sigruðu bæði opinn flokk í tölti og B-flokk. Norðanmaðurinn Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Gígja frá Litla-Garði sigruðu A-flokkinn. Hrönn Hilmarsdóttir og Vífill frá Íbishóli sigruðu tölt áhugamanna og Katrín Birna Barkardóttir og Hrollur frá Grímsey sigruðu tölt 16 ára og yngri.

Viljum við þakka fyrir góðan dag.

Hér eru úrslit mótsins:

Börn og unglingar yngri en 16 ára
1. Katrín Birna Barkadóttir/ Hrollur Frá Grímsey 5,75
2. Snorri Guðröðarson/Svali frá Flugumýri 5,65
3. Guðdís Eiríksdóttir/Prins frá Deildarfelli 5,6
4. Magnús Benediktssón /Fálki frá Reyðarfirði 5,15
5. Styrmir Benediktssón/Gambri frá Skjöldólfsstöðum 3,5
Tölt Áhugamanna
1. Hrönn Hilmarsdóttir/ Vífill frá Íbishóli 7
2. Þuríður Lillý Sigurðardóttir/Safír frá Sléttu 6,35
3. Sigurður Sveinbjörnsson/Eydís frá Neskaupsstað 6,25
4. Ármann Magnússon/Drottning frá Egilsstaðabæ 5,9
5. Eysteinn Einarsson/ Tign frá Garði 5,6
6. Stefán Einarsson/ Vökull frá Tjarnarlandi 5,1


B-flokkur
1. Hans Kerúlf/Stórval frá Lundi 8,77
2. Guðröður Ágústsson/Bútur frá Víðivöllum fremri 8,7
3. Stefán Sveinsson/Dís frá Aðalbóli 8,4
4. Þorbjörn Hreinn Matthíasson /Vaka frá Hólum 8,38
5. Sigurður Sveinbjörnsson/Eydís frá Neskaupsstað 8,37
6. Marietta Maissen/Snerpa frá Höskuldsstöðum 8,36
7. Hrönn Hilmarsdóttir/Vífill frá Íbishóli 8,3
8. Eysteinn Einarsson/ Dalvar frá Tjarnarlandi 8,19
A flokkur
1. Þorbjörn Hreinn Matthíasson/Gígja frá Litla-Garði 8,61
2. Ragnar Magnússon/Sólmundur frá Úlfsstöðum 8,46
3. Guðröður Ágústsson/Ábóti frá Síðu 8,38
4. Stefán Sveinsson /Keila frá Útnyrðingsstöðum 8,04
5. Einar Ben Þorsteinsson/Jökull frá Ketilsstöðum 7,88
6. Hans Kerúlf/Flugar frá Kollaleiru 7,71
7. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir/Stubbur frá Möðruvöllum 7,13
Tölt Opinn
1. Hans Kerúlf/Stórval frá Lundi 7,25
2. Stefán Sveinsson/Dís frá Aðalbóli 7,05
3. Nikólína Rúnarsdóttir/Ronja frá Kollaleiru 6,75
4. Þorbjörn Hreinn Matthíasson /Vaka frá Hólum 6,6
5. Guðröður Ágústsson/Bútur frá Víðivöllum fremri 6,45