Þórarinn Eymundsson sigraði stjörnutöltið 2012

Mynd / fax.is

17.03.2012 - 23:59
Þórarinn Eymundsson kom, sá og sigraði á stjörnutölti 2012 sem haldið var í Skautahöllinni á Akureyri nú í kvöld. Þórarinn hlaut hvorki meira né minna en 8.50 í einkunn á hesti sínum Takti frá Varmalæk, átta vetra Kraftssyni.
 
Mótið heppnaðist með eindæmum vel, fallegar sýningar margar hverjar og reiðmennskan ótrúlega fáguð og góð, eitthvað sem við hestamenn ættum að gleðjast yfir.

Eftir forkeppni voru sýndar hryssur og stóðhestar. Þar voru sýndir miklir kostagripir. Þó verður að segjast eins og er að Magnús Bragi Magnússon átti sannkallaðan stórleik á stóðhesti sínum Óskasteini Frá Íbishóli, þar sem hann tók hestinn til kostanna í myrkvuðu höllinni í "spot-light" og ákvað síðan að syngja fyrir áhorfendur. Hafðu þökk fyrir Magnús Bragi!

En úrslitin voru sem hér segir:
1. Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk 8.50
2. Mette Mannseth og Lukka frá Kálfsstöðium 7.92
3. Sigurður Sigurðarson og Bláskjár frá Kjarri 7.88
4. Sölvi Sigurðarson og Óði Blesi frá Lundi 7.47
5. Anna Kristín Friðriksdóttir og Glaður frá Grund 7.33

Úrslitin voru í raun aldrei spennandi hvað varðar fyrsta sætið. Þórarinn tók afgerandi forystu strax frá byrjun og skildi hina keppendurna eftir. Innilega til hamingju Þórarinn með fyrsta sætið.
 
lettir.is