Fákar og fjör 2012

15.04.2012 - 21:14
Stórsýningin Fákar og fjör fór fram í Top Reiter höllinni á Akureyri í gærkvöldi. Margir komu að þessari sýningu og hrossafjöldin sem kom ínní höllina í gærkvöldi var rétt undir 200. Þetta kemur fram á vefsíðunni fax.is
 Þess ber þó að geta að í einu atriðinu voru í kringum 70 hross en það voru glaðbeittir Léttisfélagar sem voru í rekstri sem litu við og tóku lagið og fóru með nokkrar vísur. Krakkar af Eyjafjarðarsvæðinu voru með nokkur atriði á sýningunni og gerðu vel.
 
Hryssur og stóðhestar, klárhross og alhliðahross voru sýnd sem og stóðhestar og vekringar. Gestir kvöldsins voru margir og sýndir voru stóðhestarnir Gandálfur frá Selfossi, Ljóni frá Ketilstöðum, Glitnir frá Eikarbrekku, tveir synir Eldjárns frá Tjaldhólum og Aron frá Strandarhöfði sem sýndi flotta takta. Afkvæmi hans komu einnig fram á sýningunni og þar á meðal voru Þeyr frá Prestsbæ, Seifur frá Prestsbakka og Arnar frá Blesastöðum. Félagar úr Hestamannafélaginu Grana á Húsavík voru með atrið sem og Sæmundur og Líney í Tunguhálsi. Árbakki kom fram með þrjár hryssur þ.á.m Fléttu frá Árbakka.
 
Ræktunarbússýningar voru frá tveimur búum af svæðinu, Ytri Bægisá og Efri Rauðalæk.Lokaatriðið var svo með systrunum Spá og Glímu, Sæsdætrum sem sýndu góða takta sér í lagi Glíma. Í heildina var þetta góð sýning en eins og gengur og gerist þegar svona mörg hross koma fram eru þau ekki öll góð. 
 
Frétt fax.is / Rósberg Óttarsson