Úrslit frá Firmakeppni Fáks


20.04.2012 - 12:13
Sumardagurinn fyrsti skartaði sínu fegursta þegar Fákur hélt Opin dag fyrir borgarbúa og firmakeppnina sína. Hátt í þúsund manns lögðu leið sína í dalinn og heimsóttu Fáksmenn, þáðu veitingar í félagsheimilinu, fóru á hestbak og kíktu í hesthús til hestamanna.
Flestir kíktu svo í kaffi og horfðu á fallegra hesta  í Firmakeppni Fáks. Mikil þátttaka var í Firmakeppninni og voru keppendur yfir 150 talsins í 9 keppnisflokkum.

Fákur vill þakka kærlega öllum styrktaraðilum er komu að mótinu og styrkja félagsstarfsemi Fáks.
Úrslit urðu eftirfarandi:
 
Pollaflokkur
Sigrún Helga Halldórsdóttir á Höfða frá Bjargshóli
Matthías Sigurðsson á Óðni frá Gufunesi
Bjarney Ásgeirsdóttir á Þór
Birna Ósk Ásgeirsdóttir á Sæla
Helga Rún Hilmarsdóttir á Gná frá Króki
Auður Rós á Gyðju frá Kaðalstöðum
Þorgbjörg Oddný á Stjarna frá Reykjavík
Sveinn Sölvi Petersen á Ými frá Heiði
Eygló Hildur Ásgeirsdóttir á Sóma frá Reykjavík
Natalía Rán Leonsdóttir á Vísi frá Ólafsbergi

Barnaflokkur
1.    Ásta Margrét Jónsdóttir á Streng frá Hrafnkelsstöðum– Kjötsmiðjan ehf
2.    Ylfa Guðrún Svafarsdóttir  Hélu frá Grímsstöðum– Nortek
3.    Sölvi Karl Einarsson Hlyn frá Mykjunesi– American Style
4.    Jóhanna Guðmundsdóttir Ásdísi frá Tjarnarlandi– Lagarök ehf.
5.    Dagur Ingi Axelsson á Elínu frá Grundarfirði– Lækjarbrekka.

Unglingaflokkur
1.    Hulda Katrín Eiríksdóttir á Kráki frá Skjálg -Inventis fyrirtækjaráðgjöf
2.    Arnór Dan kristinsson á  Silfurtopp frá Hátúni- Sigurjónsson og Thor ehf.
3.    Rakel Jónsdóttir á Náttari frá Álfhólum – Eimskip
4.    Rebekka Rut Róbertsdóttir á Magna frá Reykjavík– Jóhann Linday hf.
5.    Hlynur Helgi Arngrímsson Ganta frá Torfunesi – N1
 
Ungmennaflokkur
1.    Rúna Helgadóttir á Sleipni frá Runnum – Dýraspítalinn
2.    Eva Þorvarðardóttir á Höfðingja frá Sælukoti– Valhúsgögn
3.    Anna Klara Melber  á Dyn frá Árgerði– Kerckart skeifur
4.    Halldóra Baldvinsdóttir  á Hjálprek frá Torfastöðum– D og C bifreiðaverkstæði
5.    Júlia Lindmark á Fal frá Skarði – Assessories
 
Byrjendaflokkur
1.    Harpa Ýr Jóhannsdóttir á Létti frá Skáney– Bílaklæðningar.
2.    Margrét Halla Hansdóttir Löve á Paradís frá Austvaðsholti– Pitstop hjólbarðaverkstæði.
3.    Gísli Rafn Guðmundsson á Hrund frá Gunnarsholti– Jón Egilsson hdl.
4.    Mekkín Gísladóttir á Kraflari frá Ólafsbergi – Tannlæknastofa Braga Ásgeirssonar.
5.    Steinunn Reynisdóttir á Léttfeta frá Eyrarbakka – BSR.
 
Konur II
1.    Hrefna Hallgrímsdóttir á Penna frá Sólheimum– Skalli Hraunbæ.
2.    Karen Emelía Woodrow á Snillingi frá Strandarhöfuð – Aukaraf ehf.
3.    Ester Júlía Olgeirsdóttir á Óttu frá Jórunnarstöðum – PON-Pétur O Nikulásson ehf.
4.    Unnur Steinsson á Topp frá Litla-Moshvoli – Oddhól – Diddi og Fríða.
5.    Drífa Daníelsdóttir á Háfeta frá Þingnesi – Hestar og menn.
 
Karlar II
1.    Jón Guðlaugsson á Gyðju frá Kaðalstöðum– Logos lögmannsþjónusta.
2.    Sigurður Elmar Birgisson á Vin frá Tungu – Faxahestar.
3.    Garðar Sigursteinsson á Ösp frá Hlíðartúni – Kökuhornið.
4.    Ómar Rafnsson á Kjaran frá Kvíarhóli– Ísspor.
5.    Halldór Ólafsson á Steinbrá frá Seljabrekku– Fönn ehf.
 
Konur I
1.    Rósa Valdimarsdóttir á Íkoni frá Hákoti– Vörubílastöðin Þróttur.
2.    Saga Steinþórsdóttir  á Myrkvu frá Álfhólum – Tannlæknastofa Magnúsar Torfasonar.
3.    Telma Benediktsdóttir á Dan frá Hofi – Kambur ehf.
4.    Rakel Sigurhansdóttir á Speli frá Hafsteinsstöðum– Vélfang ehf.
5.    Sigurlaug Anna Auðunsdóttir  á Frey frá Ási I – Kranaþjónusta Rúnars
 
Karlar I
1.    Jón Gíslason á Hrímfaxa frá Hafragili – Skalli Ögurhvarfi
2.    Sævar Haraldsson á Glæði frá Þjóðólfshaga– Réttur réttingaverkstæði
3.    Óskar Pétursson á Glað frá Dalholti – Ylrækt ehf.
4.    Kristinn Skúlason á Þyt frá Oddgeirshólum – Prentsmiðjan Oddi
5.    Logi Laxdal á Sólmundi frá Úlfsstöðum– Segull ehf.