Uppsveitadeildin á Flúðum - úrslit í fimmgangi

22.04.2012 - 09:26
Föstudagskvöldið 20 apríl fór fram keppni í fimmgangi í Uppsveitadeildinni á Flúðum. Eftir forkeppni var efstur Guðmann Unnsteinsson á Prins frá Langholtskoti, fast á hæla hans komu svo Ása Ljungberg og Nói frá Garðsá, Sólon Morthens og Svali frá Tjörn og María Birna Þórarinsdóttir og Spes frá Fellskoti.
 
 Hörð barátta var í b-úrslitum um sæti í a-úrslitum og munaði einungis 0,02 á efstu tveimur hestunum. Það voru þeir Bjarni Bjarnason á Eldingu frá Laugarvatni og Knútur Ármann á Hruna frá Friðheimum sem voru jafnir fram á síðasta skeiðsprett og niðurstaðan var að lokum sú að Knútur og Hruni sigruðu b-úrslitin og hrepptu sæti í a-úrslitunum.
 
Guðmann Unnsteinsson hélt sínu sæti í úrslitum og sigraði fimmganginn á Prins frá Langholtskoti. Annar varð Sólon Morthens á Svala frá Tjörn og þriðja var Ása Ljungberg á Nóa frá Garðsá. Staðan í stigakeppninni breyttist lítillega eftir þessa grein, en allt getur gerst þegar tvær greinar eru eftir, tölt og skeið og er það jafnframt lokamótið í þessari mótaröð sem haldið verður föstudagskvöldið 11. Maí.
 
Nánari dagskrá og upplýsingar um deildina má finna á www.smari.is Einstaklingskeppnina leiðir Sólon Morthens, stigi þar á eftir kemur svo Ása Ljungberg og því næst Guðmann Unnsteinsson. Liðakeppnina leiðir LIÐIÐ HANS HJALLA en fast á hæla þeirra kemur lið ÁSTUNDAR. Meðfylgjandi eru helstu úrslit FIMMGANGUR A-úrslit 1. flokkur 1 Guðmann Unnsteinsson/Prins frá Langholtskoti 7,36 2 Sólon Morthens/Svali frá Tjörn 6,71 3 Ása Ljungberg/Nói frá Garðsá 6,52 4 Knútur Ármann/Hruni frá Friðheimum 6,31 5 María Birna Þórarinsdóttir/Spes frá Fellskoti 5,83 FIMMGANGUR B-úrslit 1. flokkur 1 Knútur Ármann/Hruni frá Friðheimum 5,95 2 Bjarni Bjarnason/Elding frá Laugarvatni 5,93 3 Einar Logi Sigurgeirsson/Brúður frá Syðra-Skörðugili 5,62 4 Hermann Þór Karlsson/Kviða frá Rútsstaða-Norðurkoti 5,29 5 Gunnar Jónsson/Vífill frá Skeiðháholti 3 4,93 EINSTAKLINGSKEPPNI 1 Sólon Morthens 26 2 Ása Ljungberg 25 3 Guðmann Unnsteinsson 19 4-5. María Þórarinsdóttir 17 4-5. Knútur Ármann 17 6-7. Hermann Þór Karlsson 9 6-7. Einar Logi Sigurgeirsson 9 8 Líney Kristinsdóttir 8 9-10. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir 7 9-10. Bjarni Birgisson 7 LIÐAKEPPNI 1 LIÐIÐ HANS HJALLA 48 2 ÁSTUND 45 3 JÁVERK 26,5 4 LAND&HESTAR/NESEY 14 5 MOUNTAINEERS OF ICELAND 13 6 ÞÓRISJÖTNAR 12 7 BYKO 6,5