Dorrit og Dagur leiða hópreiðina í kvöld

Sýnt BEINT á www.visir.is

28.06.2012 - 13:09
Veðurspáin lítur vel út fyrir daginn í dag á Landsmóti og næstu daga, búist er við 16 stiga hita og heiðskýru í kvöld þegar formleg setningarathöfn landsmóts hestamanna fer framm, en hún hefst kl. 20:30.
 
Sýnt verður beint frá viðburðinum á www.visir.is Setningarathöfn landsmóts er jafnan hátíðleg stund, ekki síst hópreiðin sem hundruð hestar og knapar frá hestamannafélögunum á öllu landinu taka þátt í. 
 
Fyrir reiðinni mun, að öllu óbreyttu, forsetafrúin Dorrit Moussaieff leiða reiðina ásamt formanni borgarráðs Dags B. Eggertssonar.  
 
Að athöfn lokinni verða skemmtiatriði en þar koma meðal annars fram Helgi Björns og Reiðmenn vindanna, KK, Ingó veðurguð og fleiri.
 
visir.is