Landsmótsball ekki í Laugardalshöllinni

Haldið í Víðidal og fá allir gestir mótsins því frítt inn

28.06.2012 - 18:45
Hætt hefur verið við að hafa Sveitaball Helga Björns í Laugardalshöllinni. Ákveðið hefur verið að halda það í reiðhöllinni í Víðidal og fá allir gestir mótsins því frítt inn en aðrir geta keypt sig inn.
 
Það verður því mikil skemmtun hér á Landsmótinu á laugardagskvöldið og er mikil tilhlökkun meðal hestamanna og annarra Landsmótsgesta.