Heildarúrslit og þakkir vegna Tommamótsins

10.09.2012 - 17:39
Tommamótið, minningarmót um hestamanninn Tómas heitinn Ragnarsson sem lést langt um aldur fram, var haldið um helgina í annað sinn, nú í Víðidal. Mótið heppnaðist virkilega vel, góð skráning var á mótið og mikil stemmning og gleði allt í anda Tomma.
 
Meðfylgjandi eru svo heildarúrslit.
Vinir og velunnarar Tomma enduðu svo mótið með mikilli grillveislu í Hestamiðstöðinni Víðidal,  þar sem allur matur kláraðist og rennur ágóðinn í styrktarsjóð í nafni Tomma. Eins og áður hefur komið fram renna öll skráningargjöld í þennan sama sjóð óskipt og má gera ráð fyrir að safnast hafi í kringum 400.000.- í heildina.  Bikarar voru veittir í sex efstu sætum í flestum flokkum og auk þess fékk sigurvegari í Tölti opnum flokki kr. 50.000.- í reiðufé.
 
Allir sem komu að mótinu gáfu sína vinnu, dómarar, þulir, ritarar, tímatökufólk, starfsfólk í dómpalli og svo frv. og færa aðstandur mótsins þeim og þeim sem tóku þátt í mótinu á einhvern hátt, okkar bestu þakkir.
Einnig þökkum við eftirtöldum styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn, án þeirra hefði ekki verið hægt að halda mótið.
 
Ásbjörn Ólafsson ehf,.
Hestvit ehf.
Silkiprent ehf.
Reiðskóli Reykjavíkur
Verslunin SIX
Topreiter
Bílaklæðning
Hrossaræktarbúið Kvistir
Egils Gull
Krónan
Fákur
 
Úrslit samanlagður sigurvegari
1. Valdimar Bergstað á Tý
2. Jóhann G. Jóhannesson á Brest
3. Gunnar Tryggvaso á Sprett
 
Úrslit í fimmgangi
1. Jóhann G. Jóhannesson og Brestur 7,19
2.
2. Hugrún Jóhannsdóttir og Heiðar 6,90

3. Valdimar Bergstað og Týr 6,83
4. Sveinn Ragnarsson og Glanni 6,69

5. Súsanna Ólafsdóttir og Óðinn 6,43
 
Úrslit í T3
1. Anna Björk Ólafsdóttir og Helgi 7,39
2.
2. Jón Gíslason og Kóngur 7,28
3.
3. Arna Ýr Guðnadóttir og Þróttur 6,94
4.
4. Jakob Sigurðsson og Asi 6,89 

5. Hrefna María Ómarsdóttir og Indía 6,44

6. Rakel Sigurhansdóttir og Ófeig 5,94
 
Úrslit í T4
1. Valdimar Bergstað og Týr 7,71

2. Sigríður Pjetursdóttir og Eldur 6,54
3.
3. Edda Rún Guðmundsdóttir og Þulur 6,04
4.
4. Gunnar Tryggvason og Sprettur 6,00
5.
5. Saga Steinþórsdóttir og Myrkva 5,96
6.
6. Guðrún S. Pétursdóttir og Gjafar 5,54
 
Úrslit í Tölti T7
1. Katla Sif Snorradóttir og Gustur 6,75
2.
2. Anne Clara Melherbes og Prins 6,25
3.
3. Steinar Torfi Vilhjálmsson og Brá 6,00
4.
4. Kristinn Már Sveinsson og Dagfinnur 5,83
5.
5. Julia Ivarson og Eldur 5,83
6.
6. Guðrún S. Pétursdóttir og Sól 5,83
 
Úrslit í Bjórtölti
1. Súsanna Ólafsdóttir 1,19 sek.

2. Guðmundur Ingi Sigurvinsson 1,20 sek.

3. Ingimar Baldvinsson 1,22 sek.
4. Ragnar Tómasson 1,26 sek
5. Auður Arna Eiríksdóttir 1,46
6. Kjartan Guðbrandsson 1,47 sek
 
250 m skeið – Úrslit:

1. Ævar Örn Guðjónsson og Gjafar frá Þingeyrum 24,15 sek

2. Sigursteinn Sumarliðason og Grunnur frá Grund II 24,66 sek
3
3. Alexander Hrafnkelsson og Hugur frá Grenstanga 25,36 sek
 
150 m skeið - Úrslit

1. Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal 15,49 sek

2. Erling Ó. Sigurðsson og Hnikar frá Ytra-Dalsgerði 14,77 sek

3. Linda Tommetstad og Fálki Tjarnalandi 15,49 sek
 
100 metra skeið
 - Úrslit
1.Daníel Ingi Smárason Hörður Reykjavík Jarpur 7,59
2
2.Sigurbjörn Bárðarson  Andri Lynghaga Brúnn 7,66
3
3. Kristinn Bjarni Þorvaldsson Gletta Bringu Rauð 7,96
4
5. Ragnar Tómasson Isabel Forsæti Jarpskjótt 7,99
4
6. Berglind Rósa Guðmundsdóttir  Blængur Árbæjarhjáleigu Rauður 7,99