Herrakvöld Fáks leystist upp í hópslagsmál:

Ræðumaður kvöldsins var Guðni Ágústsson

Tuttugu til sextíu ára hestamenn kýldu menn kalda

10.10.2012 - 07:23
Fjölmennt herrakvöld Fáks leystist upp í fjöldaslagsmál síðastliðið laugardagskvöld. Virðist sem hestamenn frá þrítugsaldri og upp í sjötugt hafi tekið þátt í slagsmálunum og kýlt hvern annan kaldan, eins og því er lýst í vitnisburði frá kvöldinu.
 
Hestamannafélagið Fákur heldur herrakvöld ár hvert og eru þær samkomur jafnan ákaflega vinsælar. Engin undantekning var á því ár og var mikill fjöldi kominn saman, meðal annars til að hlýða á Guðna Ágústsson fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra halda ræðu kvöldins.

Kemur fram á vefnum Hestafréttir, að sjaldan hafi verið jafn mikið hlegið og undir ræðu Guðna, enda sé hann einn mesti skemmtikraftur landsins.

Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum virðist ástand mála hins vegar hafa gjörbreyst til hins verra. Að sögn Hestafrétta var húsið þá opnað öðrum en matargestum og tóku þá önnur skemmtatriði við, misskemmtileg, þar sem menn á aldrinum 20-60 ára hafi flogist á og sumir legið kaldir eftir.

Pressan hefur í kvöld reynt að ná tali af forsvarsmönnum Hestamannafélagsins Fáks, en enginn þeirra vill segja orð um kvöldið og þessi óvæntu skemmtiatriði.
 
Frétt pressan.is