Félagsfundur Meistaradeildar

10.11.2012 - 09:55
Kristinn Skúlason formaður stjórnar MD flutti skýrslu stjórnar þar sem farið var yfir s.l. keppnistímabil.  Keppnistímabilið 2012 einkenndist af mjög sterkri keppni, feiknasterkum hestum og frábærum áhorfendum.
Meistaradeildin í hestaíþróttum heldur upp á 10 ára afmæli keppninnar á næsta keppnistímabili og mun verða blásið til mikillar opnunarhátíðar í tilefni þess auk þess sem haldið verður uppá þessi tímamót með ýmsum hætti á keppnistímabilinu.

Aðalstyrktaraðilar MD 2013 verða VÍS og Lífland.  VÍS hefur styrkt keppnina frá upphafi  og var eini aðalstyrktaraðilinn í 7 ár en þá bættist Lífland ehf í hópinn sem aðalstyrktaraðili, eftir að hafa þó komið að stuðningi við MD með öðrum hætti í nokkur ár.  Stjórn MD þakkar aðalstyrktaraðilum deildarinnar og þeim fjölmörgu öðrum fyrirtækjum sem stutt hafa við starfið fyrir stuðninginn og frábært samstarf öll þessi ár.  Án þeirra væri ekki hægt að halda úti þessar gífurlega vinsælu keppni.

Áhorfendafjöldi jókst á s.l. keppnistímabili og vonandi verða áhorfendamet sleginn á næsta tímabili enda hefur skapast gríðarlega góð stemming á mótunum og þakka aðstandendur keppninnar áhorfendum fyrir frábæran stuðning.

Ákveðið var að keppnisfyrirkomulag MD 2013 verður óbreytt þ.e. keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, gæðingafimi, tölti, skeiðgreinum úti, slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina.

Dagsetningar mótaraðarinnar 2013 verða þessar.

Fimmtudagur 31 janúar  :  Fjórgangur
Fimmtudagur 14 febrúar  :  Gæðingafimi
Fimmtudagur 28 febrúar :  Fimmgangur
Fimmtudagur 14 mars :  Tölt
Laugardagur  23 mars :  Skeiðgreinar – úti.
Föstudagur    5 apríl :  Slaktaumatölt og skeið – Lokahátíð

Eftir á að ákveða hvar skeiðkeppnin úti verður haldin en það verður tilkynnt snemma næsta árs.

Á fundinum fór fram kosning stjórnar.
Úr aðalstjórn gengu úr Magnús Benediktsson og úr varastjórn Maríanna
Gunnarsdóttir.  Stjórn MD þakkar Magnúsi og Maríönnu vel unnin störf til margra ára.

 
Í stjórn MD fyrir 2013 voru kosin:

Kristinn Skúlason
Linda Björk Gunnlaugsdóttir
Margrét Tómasdóttir
Davíð Matthíasson
Sveinbjörn Sveinbjörnsson

Í varastjórn MD fyrir 2013 voru kosin

Guðmundur Björgvinsson
Brynja Viðarsdóttir