Meistaradeildin 2013

Óskað eftir nýju keppnisliði

20.11.2012 - 11:17
Meistaradeildin 2013 verður haldin í tíunda sinni á Ingólfshvoli Ölfusi og verður sú stærsta til þessa, af því tilefni ætlum við að bæta við einu keppnisliði. Keppnistímabilið stendur frá 31.janúar til 5.apríl 2013 og verður hvert keppnislið að uppfylla ákveðin skilyrði.
 
Þeir aðilar sem sækja um að koma með keppnislið verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• Fjórir knapar í liði.
• Tilnefningar til knapaverðlauna sl. tvö ár.
• Verða að vera með skráðan árangur á World Ranking lista.

Það lið sem hlýtur fæst stig fellur sjálfkrafa úr deildinni, en hefur rétt á því að keppa í umspili við önnur lið sem geta sótt um inntöku í Meistaradeildina ár hvert. Umspil mun fara fram fyrstu til fjórðu vikuna eftir síðasta mót ár hvert.

Stjórn Meistaradeildar getur hafnað liði um þátttöku ef það uppfyllir ekki öll skilyrði sem reglur félagsins gera ráð fyrir.
Umsóknafrestur er til 30. Nóvember 2012 og sendist á [email protected]
Nánari upplýsingar veitir Kristinn Skúlason í síma 822-7009