Sjáðu Landsmótið á DVD!

06.12.2012 - 15:01
DVD diskurinn frá Landsmóti í Reykjavík 2012 er nú kominn út og fæst í öllum helstu hestavöruverslunum landsins. Annars vegar er það kynbótapakkinn sem hefur að geyma öll kynbótahrossin sem hlutu dóm á mótinu og hins vegar hápunktarnir, þar sem sjá má töltið, skeiðið, gæðingakeppnina, stóðhesta með afkvæmum, ræktunarbúin og fleira.
 
Einnig er hægt að kaupa diskana á skrifstofu LH, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal virka daga milli 9 og 16 og í síma 514 4030. Verðið á kynbótapakkanum er kr. 8.990 og hápunktarnir eru á kr. 5.990. Þar er einnig hægt að fá dvd frá Landsmótinu í fyrra á góðu verði en hápunktarnir frá 2011 eru á kr. 3.490 og kynbótapakkinn á kr. 6.490.
 
Þetta er klárlega jólagjöf hestamannsins í ár!