Ný útvarpsstöð ARON FM 8,54

Úrvals afþreying

30.05.2013 - 11:49
Einn af okkar ágætu kynbótadómurum hefur aldeilis slegið í gegn með nýju útvarpsstöðinni sem fór í loftið í gær en hún ber nafnið ARON FM 8,54. Hinn nýji útvarpsstjóri og þáttastjórnandi mun í þáttum sínum fjalla faglega um ræktunarhross landans.

Það má með sanni segja að fyrsti þátturinn hafi slegið í gegn í gær og fékk hann gríðalega hlustun á suðurlandi þar sem þáttastjórnandinn talaði faglega um stórgripinn Þórodd frá Þóroddsstöðum og fl, hross og knapa. Upptökur frá fyrsta þættinum verða komnar á netið fljótlega fyrir þá sem misstu af honum.

Stöðin er aðgengileg á öllum kynbótasýningum sem haldnar verða í sumar.

Fagráð hefur lagt blessun sína yfir þessa ÚRVALS stöð.