Jakob Svavar sigrar Vesturlandsdeildina

24.03.2016 - 07:38
 Það vantaði ekki spennuna í einstklingskeppni deildarinnar fyrir seinasta kvöldið en sú staða var uppi að hver sem er gæti í raun staðið uppi sem sigurvegari.   Jakob Svavar stóð efstur fyrir kvöldið og með glæsilegum sigri í gæðingafimi styrkti hann ansi vel stöðu sína á toppnum sem hann hélt til enda þrátt fyrir að ganga stigalaus frá flugskeiðinu. 
 
Hér kemur endanleg staða í stigakeppninnar.
1.Jakob Svavar Sigurðsson – 28.5 stig
2.Berglind Ragnarsdóttir – 22 stig
3.Siguroddur Pétursson – 19 stig
4.Pernille Lyager Möller – 16.5 stig
5.-6.Randi Holaker – 14 stig
5.-6.Benedikt Þór Kristjánsson – 14 stig
7.Sigurður Sigurðarson – 13 stig
8.Hanne Smidesang – 11 stig
9.Konráð Valur Sveinsson – 10 stig
10.Þorgeir Ólafsson – 8 stig
11.-12.Bjarki Þór Gunnarsson – 6.5 stig
11.-12.Máni Hilmarsson – 6.5 stig
13.Styrmir Sæmundsson – 6 stig
14.-16.Halldór Sigurkarlsson – 5 stig
14.-16.Haukur Bjarnason – 5 stig
14.-16.Jón Bjarni Þorvarðarson – 5 stig
17.Guðmundur M. Skúlason – 4 stig
18.Iðunn Silja Svansdóttir – 1 stig
 
Lið Snóks/Cintamani fagnaði sigri í 4 af 5 greinum deildarinnar og vann nokkuð sannfærandi sigur en 20 stigum munaði á þeim og Liði Leiknis sem endaði í öðru sæti. Það voru svo lið Trefja og Berg/Hrísdalur sem höfnuðu í tveim neðstu sætunum og missa því sæti sitt í deildinni fyrir næsta ár en gætu þó unnið sæti sitt aftur í gegnum úrtöku. Niðurstaðan í liðakeppninni var eins og hér segir.
 
1.Snókur/Cintamani – 187 stig
2.Leiknir – 167 stig
3.Eques – 141 stig
4.Hjálmhestar – 130 stig
5.Trefjar – 117 stig
6.Berg/Hrísdalur – 115 stig
 
Frétt/Facebooksíða deildarinnar