Ámundi og Hrafn sigruðu töltið í Glugga og Glerdeildinni

31.03.2016 - 22:16
  Í kvöld fór fram síðasta mótið í Gluggar og Gler deildinni þar sem keppt var í Byko tölti. Þetta var síðasta mótið í fimm móta röð í Áhugamannadeild Spretts. Það var Ámundi Sigurðsson sem fór með sigur af hólmi að þessu sinni en hann reið hestinum Hrafni frá Smáratúni.
 
 Fast á eftir honum varð Sprettarinn Birgitta Dröfn Kristinsdóttir á hestinum Hlýra frá Hveragerði og þriðju voru Árni Sifrús og Stígur frá Halldórsstöðum.  
 
Frábær stemming var í Samskipahöllinni og góð mæting var á pallana. Það var lið Barka sem hlaut liðaplattann í kvöld, en baráttan hefur verið hörð fram á síðasta mót bæði í liða- og einstaklingskeppninni en á morgun kemur í l jós hver sigraði mótaröðina. 
 
Áhugamannadeildin hefur slegið rækilega í gegn og myndast mjög skemmtileg stemming í kringum hana bæði á meðal áhorfenda og keppenda. Á morgun verður haldið lokahóf fyrir keppendur og aðra aðstandendur mótsins þar sem veitt verða verðlaun fyrir einstaklingskeppnina ásamt fleiri verðlaunum.
 
Mynd HGG
 
 
1. Ámundi Sigurðsson Hrafn frá Smáratúni 6,78
 
2. Birgitta Dröfn Kristinsdóttir Hlýri frá Hveragerði 6,56
 
3. Árni Sigfús Birgisson Stígur frá Halldórsstöðum6,44
 
4. Rósa Valdimarsdóttir Íkon frá Hákoti6,33
 
5. Viggó Sigursteinsson Glitnir frá Margrétarhofi 6,22
 
6. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Fífill frá Feti 6,17
 
7. Þorvarður Friðbjörnsson Glæðir frá Þjóðólfshaga 1 6.0
 
Niðurstöður kvöldsins í liðakeppninni mv árangur í Byko töltinu
 
1 Barki 114
2 Kæling 102
3 Team Kaldi Bar 100
4 Heimahagi 86
5 Margrétarhof/Export hestar 84
6 Mustad 79
7 Garðatorg & ALP/GáK 77
8 Austurkot/Dimmuborg 70
9 Vagnar og þjónusta 61
10 Kerckhaert/Málning 60
11 Appelsín 57
12 Norðurál / Einhamar 53
13 Toyota Selfossi 52
14 Poulsen 44
15 Dalhólar 13