Hestamennska breytist
18.05.2016 - 07:47 Hestamennska á Íslandi er að verða áhorfendasport. Dýrt er að halda reiðhesta og enn dýrara að fara langferðir á hestum. Hefðbundin hestamennska víkur fyrir áhorfi á keppni fagfólks á hringvöllum.
Verð reiðhrossa og ferðahrossa er lágt, en hátt á keppnishrossum. Útflutningur er nánast bara á keppnishrossum.
Takmarkar markaðsmöguleika íslenzka hestsins og leiðir til einhliða ræktunar keppnishrossa. Um leið breytist kynið. Hrossin verða glæstari tilsýndar, mörg hrottahöst á brokki og jafnvel höst á tölti. Sjálfgefið skeið er sjaldgæfara, en fagfólkið nær því fram með ljótum taumakippingum. Framtíðin er brengluð.
Athugasemdir