Skemmtileg byrjun hjá Youth Cup förum


28.07.2016 - 12:05
Æskulýðsnefnd L.H. fór með 8 íslenska krakka til Hollands á FEIF Youth Cup. Við hófum ferðina á Skoti þar sem við fengum frábærar móttökur frá Cunera, Marije and Noortje. Krakkarnir prófuðu hestana og fengu þau öll mjög góða hesta.
 
 
Við fórum til Exloo á laugardegi og síðan hefur margt á daga okkar drifið. Krakkarnir eru búin að vera á æfingum hjá mörgum mismunandi þjálfurum og búin að æfa greinar sem voru nýjar fyrir þeim eins og Crosscountry og trail ásamt hefðbundnum hringvallagreinum. Á miðvikudag var farið í dýragarðinn í Assen og hestarnir fengu kærkomna hvíld. Við skemmtum okkur vel og var gott að taka einn rólegan dag.
 
Við gistum í tjöldum og eru bæði raki og pöddur að gera okkur lífið örlítið leitt en við brosum að þessu öllu og lítum á þetta sem skemmtilegt ævintýri.
 
Í dag var svo seinni dýralæknaskoðunun og var svolítið stress í kringum það en allir hestarnir fóru athugasemdalaust í gegnum hana. Kl. 14:00 (12:00 á íslenskum tíma) verður svo opnunarhátíðin og kl. 15:00 hefst keppnin. Fyrsta greinin er Dressage og svo Crosscountry sem Arnar Máni keppir í. Á morgun verða hringvallagreinar og Gæðingaskeið. Við flytjum ykkur nánari fréttir af keppninni þegar á líður.
 
Með stuð kveðjum frá Hollandi, Cupparar
 
Frétt lhhestar.is