Uppskeruhátíð Hrossaræktarfélags Biskupstungna

06.11.2016 - 07:57
 Hrossaræktarfélag Biskupstungna hélt aðalfund og Uppskeruhátíð í 3.nóv.2016 á Hlöðuloftinu í Efstadal. Fámennt var en góðmennt og gaman að veita verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross ársins ræktuð af félagsmönnum okkar. Gestur fundarins var Bjarni Þorkelsson frá Þóroddstöðum og var hann með fróðlegt erindi um hrossarækt.
 
Efstu hryssur dæmdar 2016.
 
1.sæti IS2009288570 Fjöður frá Kjarnholtum 1 sköpul. 8,00 hæfil. 8,66 aðaleink. 8,40
F. Kvistur frá Skagaströnd
M. Fjörgyn frá Kjarnholtum 1
Ræktandi Guðný Höskuldsdóttir
Eig. Guðný Höskuldsd. Tinna Dögg Tryggvad. og Óskar Örn Hróbjartsson
 
2.sæti IS2008288570 Njála frá Kjarnholtum 1 sköpul. 8,11 hæfil. 8,19 aðaleink. 8,16
F. Eldjárn frá Tjaldhólum 
M. Gæja frá Kjarnholtum 1
Ræktandi Guðný Höskuldsdóttir
Eig. Gunnar Már Þórðarson og Kolbrún Björnsdóttir
 
3. sæti IS2011288570 Katla frá Kjarnholtum 1 sköpul. 8,07 hæfil. 7,96 aðaleink. 8,00
F. Kolskeggur frá Kjarnholtum 1
M. Fjörgyn frá Kjarnholtum 1
Ræktandi Guðný Höskuldsdóttir
Eigandi Guðný Höskuldsdóttir
 
Tvær hryssur voru jafnar í 3. sæti en aukastafir réðu valinu.
 
Efstu stóðhestar dæmdir 2016
 
1. sæti IS2008188560 Kolskeggur frá Kjarnholtum 1 sköpul. 8,66 hæfil. 8,87 aðaleink. 8,79
F. Kvistur frá Skagaströnd
M. Hera frá Kjarnholtum 1
Ræktandi Magnæus Einarsson
Eigandi Magnús Einarsson
 
2. sæti IS2011188560 Rauðskeggur frá Kjarnholtum 1 sköpul. 8,51 hæfil. 8,15 aðaleink. 8,30
F. Kiljan frá Steinnesi
M. Hera frá Kjarnholtum 1
Ræktandi Magnús Einarsson
Eigandi Magnús Einarsson
 
3. sæti IS2012188621 Hraunar frá Hrosshaga sköpul. 8,29 hæfil. 8,20 aðaleink. 8,24
F. Kjarni frá Þjóðólfhaga 1
M. Díana frá Breiðstöðum
Ræktandi Sólon Morthens og Helgi Þór Guðjónsson
Eigandi Peter Nagel
 
Tveir hestar voru jafnir í 3. sæti en eftir útreikning voru þeir enn jafnir og þá var ákveðið að verðlauna yngri hestinn.
 
Hrossaræktarbú 2016 er Kjarnholt 1 og var það langhæst þetta árið enda eitt af ræktunarbúunum 16 sem búið er að tilnefna 2016.
 
Frétt/myndir / hrossaræktafélag biskupstungna