Úrslit - Smali og bjórreið - vetrarmótaröð HS Orku og Mána

19.02.2017 - 08:48
  Laugardaginn 18. febrúar fór fram annað mótið í vetrarmótaröð HS Orku og Mána en keppt var í smala. Mikil og góð stemning var meðal keppenda og gesta og þótti mótið takast afar vel.
 
 Auk hefðbundins smala var einnig keppt í bjórreið fullorðinna. Riðinn var léttur þrautahringur með könnu fulla af öli í hendi og markmiðið að komast í mark á sem bestum tíma með sem mest í könnunni. Það var Ólafur Róbert Rafnsson og Kjaran frá Litla Klofa sem fóru með sigur af hólmi í þessari skemmtilegu keppni.
 
Farandgripir æskulýðsnefndar, í smala, voru afhentir í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Í barnaflokki stóðu þau Glódís Líf Gunnarsdóttir og Atgeir frá Hvoli efst, Bergey Gunnarsdóttir og Brunnur frá Brú voru efst í unglingaflokki og í ungmennaflokki stóðu þær Jóhanna Perla Gísladóttir og Nótt frá Keflavík efstar. Mótanefnd þakkar HS Orku fyrir stuðninginn og öllum þeim félögum sem lögðu hönd á plóginn við framkvæmd mótsins.
 
Úrslitin voru eftirfarandi:
 
Pollaflokkur:
Jón Óli Arnþórsson og Flaumur frá Leirulæk
Aris Eva Ingunnardóttir og Hektor frá Gottorp
Eva Júlía Ólafsdóttir og Stjörnunótt frá Litla Klofa
Una Bergþóra Ólafsdóttir og Kjaran frá Litla Klofa
 
10.17 ára
1. Glódís Líf Gunnarsdóttir og Atgeir frá Hvoli
2. Bergey Gunnarsdóttir og Brunnur frá Brú
3. Gyða Sveinbjörg Kirstinsdóttir og Draumey frá Flagbjarnarholti
4. Sólveig Guðmundsdóttir og Hervör frá Hvítárholti
5. Bragi Valur Pétursson og Viðey frá Hestheimum
 
Minna vanir 18 ára og eldri
1.Jóhanna Perla Gísladóttir og Nótt frá Keflavík
2. Andri Kristmundsson og Ósk frá Búð
3. Sandra Ósk Tryggvadóttir og Kiljan frá Lágafelli
4. Linda Helgadóttir og Gyðja frá Læk
5. Valdís Sólrún Antonsdóttir og Skúmur
 
Opinn flokkur 18 ára og eldri
1.Gunnar Eyjólfsson og Askja frá Efri Hömrum
2.Úlfhildur Sigurðardóttir og Sveifla
3. Óafur Róbert Rafnsson og Kjaran frá Litla Klofa
4. Kristján Gunnarsson og Herkúles frá Eyvindarmúla
5. Högni Sturluson og Glóð frá Höfnum
 
frétt/myndir/facebook