Tilnefningar til knapaverðlauna 2017

02.10.2017 - 08:33
 Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin laugardagskvöldið 28. október n.k. á Reykjavík Hilton Nordica. Hátíðin er haldin af LH og FHB og mun verða sérlega glæsileg. 
 
Nefndin góða sem tók að sér það verkefni að fara yfir árangur keppanda og ræktunarbúa kepnnishesta á liðnu keppnistímabili er tilbúin með tilnefningar í alla flokka. Allir tilnefndir hljóta viðurkenningu á hátíðinni, auk þess sem ræktunarbúi ársins verða veitt verðlaun.
 
Athugið að takmarkaður fjöldi miða er í boði og miðasala fer fram á meetings@icehotels.is eða í síma 444-5029. Það borgar sig að kaupa miða sem fyrst og eins að bóka hótelherbergi á sama stað. 
 
En hér eru tilnefningarnar í stafrófsröð í hverjum flokki:
 
Efnilegasti knapi ársins
Anna Bryndís Zingsheim
Ásdís Ósk Elvarsdóttir
Finnbogi Bjarnason
Máni Hilmarsson
Sonja Sigurgeirsdóttir
 
Gæðingaknapi ársins
Daníel Jónsson
Finnur Bessi Svavarsson
Jakob Svavar Sigurðsson
Sigurbjörn Bárðarson
Siguroddur Pétursson
 
Íþróttaknapi ársins
Bergur Jónsson
Jakob Svavar Sigurðsson
Guðmundur Friðrik Björgvinsson
Þórarinn Eymundsson
Þórarinn Ragnarsson
 
Keppnishestabú ársins
Efri-Rauðalækur
Hamarsey
Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar
Litla-Brekka
Vesturkot
 
Kynbótaknapi ársins
Bergur Jónsson
Daníel Jónsson
Guðmundur Fr. Björgvinsson
Jakob Svavar Sigurðsson
Sigurður Vignir Matthíasson
 
Skeiðknapi ársins
Davíð Jónsson
Guðmundur Friðrik Björgvinsson
Konráð Valur Sveinsson
Sigurbjörn Bárðarson
Svavar Örn Hreiðarsson
 
Knapar í flokknum „Knapi ársins“ verða ekki kynntir fyrr en í hátíðardagskrá Uppskeruhátíðar. 
 
Hestamenn eru hvattir til að eiga hátíðlega kvöldstund saman á Reykjavik Hilton Nordica. 
 
Félag hrossabænda & Landssamband hestamannafélaga