Suðurlandsdeildin 2018 - Opið fyrir umsóknir

12.10.2017 - 08:00
 Þau 9 lið sem tryggðu sér áframhaldandi keppnisrétt í Suðurlandsdeildinni 2018 hafa tilkynnt að þau muni halda áfram. Því eru laus til umsóknar sæti fyrir 3 lið í Suðurlandsdeildinni 2018 sem hefur göngu sína að nýju eftir áramót í Rangárhöllinni á Hellu. 
 
Við hvetjum alla sem áhuga hafa að sækja um sem fyrst en Umsóknarfrestur er til 25. október og skal skila umsóknum á rangarhollin@gmail.com. 
Ein breyting hefur orðið á reglum Suðurlandsdeildar frá síðasta tímabili. Nú mega liðin skrá til leiks 2 eða 3 atvinnumenn ef þau kjósa svo. Áfram munu 2 atvinnumenn og 2 áhugamenn keppa í hvert sinn. Liðsskipan þarf að vera á hreinu fyrir 15. nóvember og þurfa liðin þá að hafa ákveðið hvort liðið er skipað 5 eða 6 knöpum. Engar breytingar verða leyfðar eftir þann tíma. 
 
Ef fleiri en 3 lið sækja um verður dregið úr innsendum umsóknum. 
 
Keppnisgreinarnar eru fjórar. Fjórgangur, fimmgangur, tölt og parafimi.
 
Suðurlandsdeildin er samstarfsverkefni Hestamannafélagsins Geysis og Rangárhallarinnar.
Skráningargjald er 130.000 kr.