Fimmta liðið sem kynnt er í Meistaradeild KS er lið Íbess

19.12.2017 - 08:57
 Liðsstjóri er sem fyrr Jóhann B. Magnússon. Með honum í þessu liði er bróðir hans Magnús Bragi Magnússon, Fríða Hansen, Guðmar Freyr Magnússon og Hörður Óli Sæmundarson.
 
Vitað er að þeir bræður búa ætíð yfir góðum hestakosti, spurning hvað þeir draga út úr hesthúsinu þennan veturinn. 
Með þeim eru góðir knapar sem náð hafa góðum árangri í keppni. 
Reynslumikið lið sem á eflaust eftir að láta nokkuð að sér kveða í vetur.
 
21.feb - Gæðingafimi
7.mars - T2
21.mars - 5-gangur - Akureyri
4.apríl - 4-gangur
13.apríl - Tölt & Skeið